Ómarktæk skoðanakönnun Marinó G. Njálsson skrifar 20. september 2024 10:02 Með fullri virðingu fyrir Gallup, þá er ekkert hægt að lesa út úr svörum við spurningunni: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Hvað er á átt við með "aukinni"? Er það 1 MW frá einni smávirkjun eða 10.000 MW frá 1.000 virkjunum af öllum stærðum og tegundum? Hvaða virkjunarkostir skila grænni orkuframleiðslu? Hvar mega þessar virkjanir vera? Hverjum á að selja þessa raforku? Verður almenningi tryggður forgangur að orkunni? Það hefði alveg eins mátt spyrja: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að það verði fleiri sólardagar?" Ég er viss um að yfir 97% aðspurðra hefðu sagst vera "Mjög hlynnt(ur)" eða "Frekar hlynnt(ur)". En hvað, ef spurt hefði verið: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að fá 200 fleiri sólardaga án rigningar?" Nú er ég nokkuð viss um að stór hluti hefði verið "Mjög andvíg(ur)" og mjög fáir "Mjög hlynnt(ur)", enda hefði það í för með sér gríðarlega þurrka svo hér myndu öll vatnsból þorna upp. Að spyrja án afmörkunar um aukningu grænnar orkuframleiðslu er í besta falli vandræðalegt. Komið var á ferli hér á landi fyrir ca. 15 árum, Rammaáætlun, þar sem virkjunarkostir eru metnir og þeim raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Það ferli er bara alveg ágætt. Fullt af virkjunarkostum eru í nýtingarflokki, en einnig hafa margir farið í verndarflokk, vegna þess að náttúran var talin eiga að njóta vafans. Þessu ferli er ætlað að tryggja að hægt verði að reisa virkjanir og verða við þessum vilja þjóðarinnar um meiri framleiðslu á grænni orku. Leyfum þessu ferli að hafa sinn gang. Því er ætlað að tryggja jafnvægi milli nýtingar og verndar. Ég sé að nýjar virkjanir eru gjarnan tengdar við hagvöxt. „Á hverju eigum við að lifa, ef við fáum ekki virkjanir?“, sá ég einn segja. Eins og virkjanir hafi skapað hagvöxtinn síðustu 10 ára sem Seðlabankinn er gjörsamlega að fara á taugum yfir. Á síðustu 10 árum hefur verg landsframleiðsla farið á föstu verðlagi úr 2.175 ma.kr. árið 2013 í 3.066 ma.kr. árið 2023 eða 40,9% hækkun. (Upplýsingar fengnar af vef Hagstofu.) Þetta gerir rétt tæplega 3,5% hagvöxt á ári yfir þetta tímabil, en á því voru teknar í notkun þrjár stórar virkjanir, þ.e. Búðarhálsvirkjun árið 2013 (95 MW), Þeistareykjavirkjun árið 2017 (90 MW) og Búrfellsvirkjun II árið 2019 (100 MW). Með þeim óx orkuvinnslugeta virkjanakerfisins um ca. 11%. eða rétt ríflega 1/4 af hagvextinum. Greinilegt er því, að stærsti hluti hagvaxtarins kom líklega annars staðar frá. Virkjanir mynda ekki hagvöxt í sjávarútvegi. Þær mynda ekki hagvöxt í ferðaþjónustu. Þær eru ekki grunnurinn að hagvexti sem komið hefur frá Alvotech, Íslenskri erfðagreiningu, Össuri, Marel, eða því fyrirtæki sem núna heitir Coloplast. Að framleiða raforku, sem að mestu fer til örfárra aðila, er ekki grunnurinn að hagvexti síðustu ára. Grunnurinn að hagvexti síðustu ára er hjá þeim hluta þjóðfélagsins, sem notar innan við 15% af raforku framleiddri á Íslandi. Fyrir utan, að allar þær virkjanir sem eru í blautustu draumum virkjunarsinna, myndu kalla á að vextir Seðlabankans færu í 20%, því verðbólga færi örugglega í 15%. Kannski að Gallup hefði átt að spyrja: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef því fylgir hækkun stýrivaxta í 20% og verðbólgu í 15% yfir 10 ára tímabil?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu í vindorkuverum reistum innan byggðar á höfuðborgarsvæðinu?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að Gullfoss og Dettifoss verði virkjaðir?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að reistar yrðu 1.000 virkjanir um allt land?“ Eða á spurningin kannski að vera: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að reistar verði 4-5 stórar virkjanir á næstu 10 árum til að auka græna orkuframleiðslu á Íslandi og fylgt er ferli Rammaáætlunar við val á virkjunarkostum?“ (Auðvitað er ekki hægt spyrja svona flókinna spurninga í skoðanakönnun, en heldur ekki spurningar sem ljóst er að nær allir svari á sama veg vegna þess hve opin hún er.) Spyrjum réttra spurninga og sjáum hver svörin verða. Pössum okkur síðan á, að við meinum það sem við segjum, en gefum ekki ráðherra eitthvað vald sem við ætluðum ekki að gefa. Sem stendur er náttúrugláp að gefa okkur mun meiri tekjur en útflutningur áls og álafurða. Mér sýnist af því, að hagsmunir ferðaþjónustunnar séu mikilvægari fyrir land og þjóð, en hagsmunir þeirra sem vilja virkja. Tek skýrt fram, að ég hef ekkert á móti nýjum virkjunum hafi þær farið í gegn um það ferli sem komið hefur verið á hér á landi, þ.e. Rammaáætlun. Ég er hins vegar náttúruverndarsinni og vil hag náttúrunnar sem mestan. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanakannanir Orkumál Marinó G. Njálsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Með fullri virðingu fyrir Gallup, þá er ekkert hægt að lesa út úr svörum við spurningunni: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Hvað er á átt við með "aukinni"? Er það 1 MW frá einni smávirkjun eða 10.000 MW frá 1.000 virkjunum af öllum stærðum og tegundum? Hvaða virkjunarkostir skila grænni orkuframleiðslu? Hvar mega þessar virkjanir vera? Hverjum á að selja þessa raforku? Verður almenningi tryggður forgangur að orkunni? Það hefði alveg eins mátt spyrja: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að það verði fleiri sólardagar?" Ég er viss um að yfir 97% aðspurðra hefðu sagst vera "Mjög hlynnt(ur)" eða "Frekar hlynnt(ur)". En hvað, ef spurt hefði verið: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að fá 200 fleiri sólardaga án rigningar?" Nú er ég nokkuð viss um að stór hluti hefði verið "Mjög andvíg(ur)" og mjög fáir "Mjög hlynnt(ur)", enda hefði það í för með sér gríðarlega þurrka svo hér myndu öll vatnsból þorna upp. Að spyrja án afmörkunar um aukningu grænnar orkuframleiðslu er í besta falli vandræðalegt. Komið var á ferli hér á landi fyrir ca. 15 árum, Rammaáætlun, þar sem virkjunarkostir eru metnir og þeim raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Það ferli er bara alveg ágætt. Fullt af virkjunarkostum eru í nýtingarflokki, en einnig hafa margir farið í verndarflokk, vegna þess að náttúran var talin eiga að njóta vafans. Þessu ferli er ætlað að tryggja að hægt verði að reisa virkjanir og verða við þessum vilja þjóðarinnar um meiri framleiðslu á grænni orku. Leyfum þessu ferli að hafa sinn gang. Því er ætlað að tryggja jafnvægi milli nýtingar og verndar. Ég sé að nýjar virkjanir eru gjarnan tengdar við hagvöxt. „Á hverju eigum við að lifa, ef við fáum ekki virkjanir?“, sá ég einn segja. Eins og virkjanir hafi skapað hagvöxtinn síðustu 10 ára sem Seðlabankinn er gjörsamlega að fara á taugum yfir. Á síðustu 10 árum hefur verg landsframleiðsla farið á föstu verðlagi úr 2.175 ma.kr. árið 2013 í 3.066 ma.kr. árið 2023 eða 40,9% hækkun. (Upplýsingar fengnar af vef Hagstofu.) Þetta gerir rétt tæplega 3,5% hagvöxt á ári yfir þetta tímabil, en á því voru teknar í notkun þrjár stórar virkjanir, þ.e. Búðarhálsvirkjun árið 2013 (95 MW), Þeistareykjavirkjun árið 2017 (90 MW) og Búrfellsvirkjun II árið 2019 (100 MW). Með þeim óx orkuvinnslugeta virkjanakerfisins um ca. 11%. eða rétt ríflega 1/4 af hagvextinum. Greinilegt er því, að stærsti hluti hagvaxtarins kom líklega annars staðar frá. Virkjanir mynda ekki hagvöxt í sjávarútvegi. Þær mynda ekki hagvöxt í ferðaþjónustu. Þær eru ekki grunnurinn að hagvexti sem komið hefur frá Alvotech, Íslenskri erfðagreiningu, Össuri, Marel, eða því fyrirtæki sem núna heitir Coloplast. Að framleiða raforku, sem að mestu fer til örfárra aðila, er ekki grunnurinn að hagvexti síðustu ára. Grunnurinn að hagvexti síðustu ára er hjá þeim hluta þjóðfélagsins, sem notar innan við 15% af raforku framleiddri á Íslandi. Fyrir utan, að allar þær virkjanir sem eru í blautustu draumum virkjunarsinna, myndu kalla á að vextir Seðlabankans færu í 20%, því verðbólga færi örugglega í 15%. Kannski að Gallup hefði átt að spyrja: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef því fylgir hækkun stýrivaxta í 20% og verðbólgu í 15% yfir 10 ára tímabil?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu í vindorkuverum reistum innan byggðar á höfuðborgarsvæðinu?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að Gullfoss og Dettifoss verði virkjaðir?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að reistar yrðu 1.000 virkjanir um allt land?“ Eða á spurningin kannski að vera: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að reistar verði 4-5 stórar virkjanir á næstu 10 árum til að auka græna orkuframleiðslu á Íslandi og fylgt er ferli Rammaáætlunar við val á virkjunarkostum?“ (Auðvitað er ekki hægt spyrja svona flókinna spurninga í skoðanakönnun, en heldur ekki spurningar sem ljóst er að nær allir svari á sama veg vegna þess hve opin hún er.) Spyrjum réttra spurninga og sjáum hver svörin verða. Pössum okkur síðan á, að við meinum það sem við segjum, en gefum ekki ráðherra eitthvað vald sem við ætluðum ekki að gefa. Sem stendur er náttúrugláp að gefa okkur mun meiri tekjur en útflutningur áls og álafurða. Mér sýnist af því, að hagsmunir ferðaþjónustunnar séu mikilvægari fyrir land og þjóð, en hagsmunir þeirra sem vilja virkja. Tek skýrt fram, að ég hef ekkert á móti nýjum virkjunum hafi þær farið í gegn um það ferli sem komið hefur verið á hér á landi, þ.e. Rammaáætlun. Ég er hins vegar náttúruverndarsinni og vil hag náttúrunnar sem mestan. Höfundur er ráðgjafi.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar