Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 20:31 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Stöð 2 Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Sumir blaðamannanna höfðu unnið fréttir upp úr tölvupóstum úr síma Páls en þær fjölluðu um sjálfsyfirlýsta „skæruliðadeild“ Samherji. Það var lítill hópur starfsmanna Samherja, þar á meðal tveir lögfræðingar, sem reyndi að hafa áhrif á umræðu um Samherja, meðal annars með því að skrifa greinar í fjölmiðla sem voru birtar í nafni Páls. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, sagði það einu réttu niðurstöðuna í málinu að fella það niður enda hefði málatilbúnaður lögreglu verið tilhæfulaus með öllu frá upphafi. Blaðamennirnir hefðu verið til rannsóknar fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. „Það er með ólíkindum að lögreglustjórinn skuli líta á það sem mögulega refsiverða háttsemi,“ sagði Sigríður Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Réttaróvissa á meðan á rannsókninni stóð Sumir þeirra blaðamanna sem höfðu réttastöðu sakbornings í málinu hafa síðan yfirgefið stéttina. Sigríður Dögg sagði málið hafa hvílt ofboðslega þungt á mörgum og fjölskyldum þeirra sömuleiðis. Það sé ekki að ástæðulausu að Evrópuráðið hafi mælst til þess að lögregla hugsi sig vel um og rökstyðji það vandlega áður en hún ákveður að rannsaka blaðamenn. „Vegna þess að þetta hefur kælingaráhrif, ekki bara á þessa blaðamenn sem um ræðir, heldur alla stéttina,“ sagði formaðurinn. Á meðan rannsókninni stóð hafi réttaróvissa verið í landinu um hvað blaðamönnum væri heimilt að gera í störfum sínum. „Það er bara mjög alvarlegt þegar slíkt gerist.“ Blaðamennirnir sem höfðu réttarstöðu sakbornings voru þau Þóra Arnórsdóttir, þáverandi ritstjóri Kveiks á RÚV, Þórður Snær Júlíusson, þáverandi ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson, þáverandi blaðamaður Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, þáverandi blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, þáverandi blaðamaður Heimildarinnar, og Arnar Þórisson, yfirframleiðandi Kveiks. Fordæmalaus yfirlýsing lögreglustjórans Yfirlýsing lögreglustjórans um ákvörðun hans um að fella rannsóknina niður var um margt sérstæð. Í henni var ákvörðunin rökstudd í löngu máli en fá dæmi eru um að lögregla birti slíkan rökstuðning í opinberum yfirlýsingum, hvað þá svo ítarlega. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Lögreglustjórinn lýsir þannig þeirri afstöðu sinni að þrátt fyrir að rannsóknin hafi verið fellt niður „gætu“ blaðamennirnir hafa sýnt af sér atferli sem gæti flokkast undir brot á friðhelgi einkalífs Páls. Þá er andlegt ástand fyrrverandi eiginkonu Páls, sem tók síma hans og kom til fjölmiðla, reifað í yfirlýsingunni. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir Þeir blaðamenn og lögfræðingar sem Sigríður Dögg ræddi við í dag sögðust aldrei hafa séð aðra eins yfirlýsingu frá lögreglu. Lögmaður Blaðamannafélagsins hefði meðal annars kannað það í dag. „Hann er sammála því að þetta er algerlega fordæmalaus yfirlýsing,“ sagði Sigríður Dögg sem velti fyrir sér hvers vegna lögreglustjórinn hafi ákveðið að rökstyðja niðurstöðuna í svo löngu máli. Lögreglustjórinn hafi kennt blaðamönnunum sjálfum um hversu langan tíma rannsóknin tók vegna þess að þeir ákváðu að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan á henni stóð. Lögreglumál Fjölmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Sumir blaðamannanna höfðu unnið fréttir upp úr tölvupóstum úr síma Páls en þær fjölluðu um sjálfsyfirlýsta „skæruliðadeild“ Samherji. Það var lítill hópur starfsmanna Samherja, þar á meðal tveir lögfræðingar, sem reyndi að hafa áhrif á umræðu um Samherja, meðal annars með því að skrifa greinar í fjölmiðla sem voru birtar í nafni Páls. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, sagði það einu réttu niðurstöðuna í málinu að fella það niður enda hefði málatilbúnaður lögreglu verið tilhæfulaus með öllu frá upphafi. Blaðamennirnir hefðu verið til rannsóknar fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. „Það er með ólíkindum að lögreglustjórinn skuli líta á það sem mögulega refsiverða háttsemi,“ sagði Sigríður Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Réttaróvissa á meðan á rannsókninni stóð Sumir þeirra blaðamanna sem höfðu réttastöðu sakbornings í málinu hafa síðan yfirgefið stéttina. Sigríður Dögg sagði málið hafa hvílt ofboðslega þungt á mörgum og fjölskyldum þeirra sömuleiðis. Það sé ekki að ástæðulausu að Evrópuráðið hafi mælst til þess að lögregla hugsi sig vel um og rökstyðji það vandlega áður en hún ákveður að rannsaka blaðamenn. „Vegna þess að þetta hefur kælingaráhrif, ekki bara á þessa blaðamenn sem um ræðir, heldur alla stéttina,“ sagði formaðurinn. Á meðan rannsókninni stóð hafi réttaróvissa verið í landinu um hvað blaðamönnum væri heimilt að gera í störfum sínum. „Það er bara mjög alvarlegt þegar slíkt gerist.“ Blaðamennirnir sem höfðu réttarstöðu sakbornings voru þau Þóra Arnórsdóttir, þáverandi ritstjóri Kveiks á RÚV, Þórður Snær Júlíusson, þáverandi ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson, þáverandi blaðamaður Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, þáverandi blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, þáverandi blaðamaður Heimildarinnar, og Arnar Þórisson, yfirframleiðandi Kveiks. Fordæmalaus yfirlýsing lögreglustjórans Yfirlýsing lögreglustjórans um ákvörðun hans um að fella rannsóknina niður var um margt sérstæð. Í henni var ákvörðunin rökstudd í löngu máli en fá dæmi eru um að lögregla birti slíkan rökstuðning í opinberum yfirlýsingum, hvað þá svo ítarlega. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Lögreglustjórinn lýsir þannig þeirri afstöðu sinni að þrátt fyrir að rannsóknin hafi verið fellt niður „gætu“ blaðamennirnir hafa sýnt af sér atferli sem gæti flokkast undir brot á friðhelgi einkalífs Páls. Þá er andlegt ástand fyrrverandi eiginkonu Páls, sem tók síma hans og kom til fjölmiðla, reifað í yfirlýsingunni. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir Þeir blaðamenn og lögfræðingar sem Sigríður Dögg ræddi við í dag sögðust aldrei hafa séð aðra eins yfirlýsingu frá lögreglu. Lögmaður Blaðamannafélagsins hefði meðal annars kannað það í dag. „Hann er sammála því að þetta er algerlega fordæmalaus yfirlýsing,“ sagði Sigríður Dögg sem velti fyrir sér hvers vegna lögreglustjórinn hafi ákveðið að rökstyðja niðurstöðuna í svo löngu máli. Lögreglustjórinn hafi kennt blaðamönnunum sjálfum um hversu langan tíma rannsóknin tók vegna þess að þeir ákváðu að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan á henni stóð.
Lögreglumál Fjölmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira