Búum til börn - án aukinna útgjalda Hildur Sverrisdóttir skrifar 3. október 2024 07:00 Á síðasta löggjafarþingi lagði ég fram frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun sem sneri að aukinni greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana. Málið snerist í grófum dráttum um aukna greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana, en samhliða þeirri breytingu var lagt til að ófrjósemisaðgerðir yrðu ekki lengur gjaldfrjálsar. Sjálfsagður stuðningur við fólk í erfiðri stöðu Að baki frumvarpinu bjó sú hugsun að óeðlilegt sé að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir, í daglegu tali nefndar herraklippingar, á meðan fólk sem á í erfiðleikum með að eignast barn þarf að bera af því mikinn og oft sligandi kostnað. Í ljósi hækkandi lífaldurs þjóðarinnar samhliða lækkandi fæðingartíðni er eðlilegt að við sem samfélag forgangsröðum fjármunum hins opinbera í að styðja við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu. Á tímum verðbólgu er aftur á móti líka eðlilegt að gerð sé sú krafa að vandinn sem fyrir höndum er sé ekki leystur með auknum ríkisútgjöldum eða aukinni skattheimtu, heldur frekar hagkvæmari nýtingu á fjármunum sem nú þegar eru til staðar. Forgangsröðun opinberra fjármuna í fyrsta sinn í sama frumvarpinu Í frumvarpinu fólst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð heldur var lögð til breytt nýting fjármuna sem þegar eru til. Því miður er það sjaldséð á þinginu að frumvörpum fylgi fjármögnunartillögur. Ef slíkar tillögur fylgja snúa þær iðulega að skattahækkunum frekar en hagræðingu eða betri forgangsröðun opinbers fjármagns. Ég vona að fleiri þingmenn sýni slíka ábyrgð í verki þegar þeir koma fram með mál með útgjaldatillögum fyrir ríkissjóð en samkvæmt mínum heimildum er þetta í fyrsta skipti í sögu Alþingis að frumvarp með útgjaldatillögu sé fjármögnuð með hagræðingartillögu í sama frumvarpi. Sanngjarnara fyrirkomulag Það er og verður að sjálfsögðu val hvers og eins að fara í ófrjósemisaðgerðir. Það er þó kannski eðlilegt að þeir sem kjósa að undirgangast slíkar aðgerðir beri að einhverju leyti kostnaðinn sjálfir líkt og við á um aðrar valkvæðar aðgerðir. Kostnaðurinn af slíkum aðgerðum er enda ekki mikill samanborið við kostnað vegna tæknifrjóvgana. Þar fyrir utan segja tölurnar okkur það að yngra fólk fer í meira mæli í tæknifrjóvganir. Eldra fólk, sem er líklegra til að hafa komið fótunum undir sig fjárhagslega, fer í ófrjósemisaðgerðir. Kveð frumvarpið mitt í þágu framgangs málsins Ég var ánægð með þær viðtökur sem frumvarpið fékk á þinginu síðastliðinn vetur. Ég hef aftur á móti ákveðið að falla frá þessu frumvarpi mínu til að koma málinu í nýjan farveg sem ég tel vænlegri til árangurs. Ráðherra líklegri kostur Þannig hefur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í svari við fyrirspurn minni á þinginu við fjárlagaumræðu á dögunum gefið mér vilyrði um að endurskoða greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana á þennan hátt sem ég lagði upp með í frumvarpinu. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fólk sem stendur í tæknifrjóvgun og í reynd samfélagið allt, sem á enda mikið undir því að ungt fólk haldi áfram að eignast börn. Það er gaman þegar stjórnmálin virka sem skyldi og þörf og mikilvæg mál fá framgöngu hjá ráðherrum því það er staðreynd þingheimsins að mál eru vænlegri til árangurs ef þau eru í fangi ráðherra frekar en þingmanna. Ég mun því sleppa tökum mínum af þessu frumvarpi mínu eins vænt og mér þykir um það til að auka líkurnar á því að fókusinn sé á þeim stað sem mun gera mest gagn fyrir fólkið sem þess þarf. Hvatningarkveðja til Willum (með vinsamlegum arnaraugum) Nú er boltinn því hjá ráðherra og ég mun fylgjast spennt en ströng með því hver næstu skref hans á þessari vegferð verða. Ég verð heilbrigðisráðherra eftir sem áður innan handar í þessu verkefni eins og hann kýs og trúi ekki öðru en að samtal okkar um bættan hag fólks sem glímir við ófrjósemi verði áfram gott og gjöfult. Það minnsta sem við í stjórnmálunum getum gert til að aðstoða fólk í því erfiða verkefni sem tæknifrjóvganir eru, er að koma með skynsamlegar lausnir til að hlaupa undir bagga með því fjárhagslega. Ekki skemmir fyrir þegar í slíkum lausnum felst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð. Ég treysti á að ráðherra sé mér samhuga um þetta og láti efndir fylgja fljótt og vel góðum orðum sínum þess efnis á þinginu og fel honum því hér með frumvarpið mitt með hugheilum árnaðaróskum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Frjósemi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Á síðasta löggjafarþingi lagði ég fram frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun sem sneri að aukinni greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana. Málið snerist í grófum dráttum um aukna greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana, en samhliða þeirri breytingu var lagt til að ófrjósemisaðgerðir yrðu ekki lengur gjaldfrjálsar. Sjálfsagður stuðningur við fólk í erfiðri stöðu Að baki frumvarpinu bjó sú hugsun að óeðlilegt sé að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir, í daglegu tali nefndar herraklippingar, á meðan fólk sem á í erfiðleikum með að eignast barn þarf að bera af því mikinn og oft sligandi kostnað. Í ljósi hækkandi lífaldurs þjóðarinnar samhliða lækkandi fæðingartíðni er eðlilegt að við sem samfélag forgangsröðum fjármunum hins opinbera í að styðja við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu. Á tímum verðbólgu er aftur á móti líka eðlilegt að gerð sé sú krafa að vandinn sem fyrir höndum er sé ekki leystur með auknum ríkisútgjöldum eða aukinni skattheimtu, heldur frekar hagkvæmari nýtingu á fjármunum sem nú þegar eru til staðar. Forgangsröðun opinberra fjármuna í fyrsta sinn í sama frumvarpinu Í frumvarpinu fólst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð heldur var lögð til breytt nýting fjármuna sem þegar eru til. Því miður er það sjaldséð á þinginu að frumvörpum fylgi fjármögnunartillögur. Ef slíkar tillögur fylgja snúa þær iðulega að skattahækkunum frekar en hagræðingu eða betri forgangsröðun opinbers fjármagns. Ég vona að fleiri þingmenn sýni slíka ábyrgð í verki þegar þeir koma fram með mál með útgjaldatillögum fyrir ríkissjóð en samkvæmt mínum heimildum er þetta í fyrsta skipti í sögu Alþingis að frumvarp með útgjaldatillögu sé fjármögnuð með hagræðingartillögu í sama frumvarpi. Sanngjarnara fyrirkomulag Það er og verður að sjálfsögðu val hvers og eins að fara í ófrjósemisaðgerðir. Það er þó kannski eðlilegt að þeir sem kjósa að undirgangast slíkar aðgerðir beri að einhverju leyti kostnaðinn sjálfir líkt og við á um aðrar valkvæðar aðgerðir. Kostnaðurinn af slíkum aðgerðum er enda ekki mikill samanborið við kostnað vegna tæknifrjóvgana. Þar fyrir utan segja tölurnar okkur það að yngra fólk fer í meira mæli í tæknifrjóvganir. Eldra fólk, sem er líklegra til að hafa komið fótunum undir sig fjárhagslega, fer í ófrjósemisaðgerðir. Kveð frumvarpið mitt í þágu framgangs málsins Ég var ánægð með þær viðtökur sem frumvarpið fékk á þinginu síðastliðinn vetur. Ég hef aftur á móti ákveðið að falla frá þessu frumvarpi mínu til að koma málinu í nýjan farveg sem ég tel vænlegri til árangurs. Ráðherra líklegri kostur Þannig hefur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í svari við fyrirspurn minni á þinginu við fjárlagaumræðu á dögunum gefið mér vilyrði um að endurskoða greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana á þennan hátt sem ég lagði upp með í frumvarpinu. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fólk sem stendur í tæknifrjóvgun og í reynd samfélagið allt, sem á enda mikið undir því að ungt fólk haldi áfram að eignast börn. Það er gaman þegar stjórnmálin virka sem skyldi og þörf og mikilvæg mál fá framgöngu hjá ráðherrum því það er staðreynd þingheimsins að mál eru vænlegri til árangurs ef þau eru í fangi ráðherra frekar en þingmanna. Ég mun því sleppa tökum mínum af þessu frumvarpi mínu eins vænt og mér þykir um það til að auka líkurnar á því að fókusinn sé á þeim stað sem mun gera mest gagn fyrir fólkið sem þess þarf. Hvatningarkveðja til Willum (með vinsamlegum arnaraugum) Nú er boltinn því hjá ráðherra og ég mun fylgjast spennt en ströng með því hver næstu skref hans á þessari vegferð verða. Ég verð heilbrigðisráðherra eftir sem áður innan handar í þessu verkefni eins og hann kýs og trúi ekki öðru en að samtal okkar um bættan hag fólks sem glímir við ófrjósemi verði áfram gott og gjöfult. Það minnsta sem við í stjórnmálunum getum gert til að aðstoða fólk í því erfiða verkefni sem tæknifrjóvganir eru, er að koma með skynsamlegar lausnir til að hlaupa undir bagga með því fjárhagslega. Ekki skemmir fyrir þegar í slíkum lausnum felst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð. Ég treysti á að ráðherra sé mér samhuga um þetta og láti efndir fylgja fljótt og vel góðum orðum sínum þess efnis á þinginu og fel honum því hér með frumvarpið mitt með hugheilum árnaðaróskum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun