FH átti erfitt uppdráttar án lykilleikmanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 18:32 Birgir Már Birgisson spilaði vel og skoraði 4 mörk. vísir / pawel Evrópudeild karla í handbolta er hafin. FH tapaði 37-30 ytra gegn franska félaginu Fenix Toulouse í fyrsta leik. FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. FH-ingar voru því án margra lykilmanna en byrjuðu leikinn þrátt fyrir það ágætlega og héldu heimaliðinu skammt frá sér í fyrri hálfleik, en voru alltaf að elta og eyddu mikilli orku. Fljótlega í seinni hálfleik tóku heimamenn fjögurra marka forystu sem hélst lengi vel. Undir lokin, þegar sigurinn var ekki lengur í sjónmáli, lagði FH árar í bát og forystan stækkaði enn meira. Sjö marka tap varð niðurstaðan að endingu. FH og Toulouse eru í H-riðli, ásamt þýska liðinu Gummersbach og sænska liðinu Savehof. Leik þeirra lauk 37-35 sigri heimaliðsins Gummersbach, sem var við völd lengst af í leiknum en gestirnir gerðu góða atlögu til að stela sigrinum undir lokin. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í sigurliðinu og setti 7 mörk úr 9 skotum. Teitur Örn Einarsson er einnig leikmaður Gummersbach en tók ekki þátt í leiknum. Tókust á úti í horni Einnig mættust Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður Benfica í Portúgal, og Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður Kadetten Schaffhausen í Sviss. Leikur liðanna var æsispennandi og lauk með eins marks sigri Benfica, 26-25. Benfica byrjaði stórkostlega en heimamenn unnu sig inn í leikinn eftir því sem líða fór á. Um miðjan seinni hálfleik tókst þeim svo loks að jafna og síðustu fimmtán mínúturnar skiptust liðin á því að taka forystuna. Svo fór að lokum að Benfica setti sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru eftir, Kadetten brunaði upp en tókst ekki að jafna. Óðinn Þór skoraði 6 mörk úr 9 skotum. Stiven Tobar skoraði eitt mark úr jafnmörgum skotum. Valur hefur einnig leik í Evrópudeildinni í kvöld og mætir n-makedónska liðinu Vardar Skopje. Leikur þeirra hefst klukkan 18:45. Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. FH-ingar voru því án margra lykilmanna en byrjuðu leikinn þrátt fyrir það ágætlega og héldu heimaliðinu skammt frá sér í fyrri hálfleik, en voru alltaf að elta og eyddu mikilli orku. Fljótlega í seinni hálfleik tóku heimamenn fjögurra marka forystu sem hélst lengi vel. Undir lokin, þegar sigurinn var ekki lengur í sjónmáli, lagði FH árar í bát og forystan stækkaði enn meira. Sjö marka tap varð niðurstaðan að endingu. FH og Toulouse eru í H-riðli, ásamt þýska liðinu Gummersbach og sænska liðinu Savehof. Leik þeirra lauk 37-35 sigri heimaliðsins Gummersbach, sem var við völd lengst af í leiknum en gestirnir gerðu góða atlögu til að stela sigrinum undir lokin. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í sigurliðinu og setti 7 mörk úr 9 skotum. Teitur Örn Einarsson er einnig leikmaður Gummersbach en tók ekki þátt í leiknum. Tókust á úti í horni Einnig mættust Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður Benfica í Portúgal, og Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður Kadetten Schaffhausen í Sviss. Leikur liðanna var æsispennandi og lauk með eins marks sigri Benfica, 26-25. Benfica byrjaði stórkostlega en heimamenn unnu sig inn í leikinn eftir því sem líða fór á. Um miðjan seinni hálfleik tókst þeim svo loks að jafna og síðustu fimmtán mínúturnar skiptust liðin á því að taka forystuna. Svo fór að lokum að Benfica setti sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru eftir, Kadetten brunaði upp en tókst ekki að jafna. Óðinn Þór skoraði 6 mörk úr 9 skotum. Stiven Tobar skoraði eitt mark úr jafnmörgum skotum. Valur hefur einnig leik í Evrópudeildinni í kvöld og mætir n-makedónska liðinu Vardar Skopje. Leikur þeirra hefst klukkan 18:45.
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik