Að meðhöndla eðlilegar tilfinningar með lyfjum Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 11. október 2024 15:32 Í umfjöllun undanfarna daga hefur komið fram að um 15-20% lyfjanotkunar hér á landi sé óþörf. Óljóst er hversu stór hluti þessara lyfja eru geð- eða róandi lyf en ljóst að það hlutfall er líklega töluvert. Þegar lausnin verður að vandamálinu Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég komist að því að brögð eru af því að fólk með enga sögu um andlega vanlíðan séu boðin róandi- eða geðlyf í kjölfar veikinda. Of mörg dæmi eru um að róandi lyf (sem ætluð eru til notkunar í skemmri tíma) séu enn notuð að staðaldri, árum eða jafnvel áratugum síðar. Lyfjameðhöndlun eðlilegra tilfinninga í erfiðum aðstæðum er staðreynd. Langtímanotkun róandi lyfja er líka staðreynd og dæmi um að meðhöndlun með lyfjum er orðin verri en það ástand sem þeim er ætlað að laga. Við erum í auknum mæli að sjúkdómsvæða tilfinningar okkar. Þeir sem eru með greiningar eru flestir upplýstir um hverjar þær eru, en oft verður minna um svör þegar spurt er hvort viðkomandi hafi fengið fræðslu um hvernig eigi að takast á við vanlíðan, ADHD eða aðra andlega kvilla, án lyfja. Að takast á við tilfinningar án lyfja Hreyfing er eitt þeirra náttúrulegu meðala sem hefur áhrif á líðan fólks. Talið er að forfeður okkar hafi hreyft sig í um fimm tíma á dag og gengið allt að 15-18 þúsund skref. Í dag er viðmiðið um 6000 skref á dag og fæstir sem ná því. Greinarhöfundur þar á meðal. Sem sálfræðingur á Reykjalundi spyr ég einstaklinga í endurhæfingu gjarnan hvað því hafi fundist gagnast mest þegar líður að útskrift? Mikill meiri hluti svarar því til að hreyfingin og félagslegt samneyti hafi þar skipt sköpum. Allt litróf tilfinninga er hluti af lífi okkar. Engin getur vænst þess að öðlast eilífa hamingju eða vellíðan. En með því að hafa skýra sín á það hvernig lífi við viljum lifa og sýna okkur mildi á erfiðum stundum erum við nokkrum skrefum nær því að komast í gegnum áskoranir lífsins á heilbrigðan hátt. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Heimildir: Af hverju líður okkur svona illa þegar við höfum það svona gott e. Anders Hansen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Í umfjöllun undanfarna daga hefur komið fram að um 15-20% lyfjanotkunar hér á landi sé óþörf. Óljóst er hversu stór hluti þessara lyfja eru geð- eða róandi lyf en ljóst að það hlutfall er líklega töluvert. Þegar lausnin verður að vandamálinu Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég komist að því að brögð eru af því að fólk með enga sögu um andlega vanlíðan séu boðin róandi- eða geðlyf í kjölfar veikinda. Of mörg dæmi eru um að róandi lyf (sem ætluð eru til notkunar í skemmri tíma) séu enn notuð að staðaldri, árum eða jafnvel áratugum síðar. Lyfjameðhöndlun eðlilegra tilfinninga í erfiðum aðstæðum er staðreynd. Langtímanotkun róandi lyfja er líka staðreynd og dæmi um að meðhöndlun með lyfjum er orðin verri en það ástand sem þeim er ætlað að laga. Við erum í auknum mæli að sjúkdómsvæða tilfinningar okkar. Þeir sem eru með greiningar eru flestir upplýstir um hverjar þær eru, en oft verður minna um svör þegar spurt er hvort viðkomandi hafi fengið fræðslu um hvernig eigi að takast á við vanlíðan, ADHD eða aðra andlega kvilla, án lyfja. Að takast á við tilfinningar án lyfja Hreyfing er eitt þeirra náttúrulegu meðala sem hefur áhrif á líðan fólks. Talið er að forfeður okkar hafi hreyft sig í um fimm tíma á dag og gengið allt að 15-18 þúsund skref. Í dag er viðmiðið um 6000 skref á dag og fæstir sem ná því. Greinarhöfundur þar á meðal. Sem sálfræðingur á Reykjalundi spyr ég einstaklinga í endurhæfingu gjarnan hvað því hafi fundist gagnast mest þegar líður að útskrift? Mikill meiri hluti svarar því til að hreyfingin og félagslegt samneyti hafi þar skipt sköpum. Allt litróf tilfinninga er hluti af lífi okkar. Engin getur vænst þess að öðlast eilífa hamingju eða vellíðan. En með því að hafa skýra sín á það hvernig lífi við viljum lifa og sýna okkur mildi á erfiðum stundum erum við nokkrum skrefum nær því að komast í gegnum áskoranir lífsins á heilbrigðan hátt. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Heimildir: Af hverju líður okkur svona illa þegar við höfum það svona gott e. Anders Hansen.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun