Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Hrafnista 21. október 2024 11:30 Hrafnista er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins sem rekur átta heimili í fimm sveitarfélögum. Hugmyndafræði stofnunarinnar gengur út á að starfsemin og verklag deilda sé sveigjanlegt og fari eftir þörfum einstaklingsins sjálfs en ekki öfugt. „Við vinnum á heimili íbúa, þeir búa ekki á vinnustaðnum okkar.“ Hrafnista er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins sem rekur átta heimili í fimm sveitarfélögum. Stofnunin býr því að sterkum hópi starfsfólks og stjórnenda sem búa yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu. Hrafnistuheimilin eru eina hjúkrunarheimilið sem rekur sér stoðsvið sem kallast Heilbrigðissvið og sinnir gæða- og öryggismálum og þróun faglegrar þjónustu segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. „Inni á því sviði höfum við safnað saman sérþekkingu sem ekki er til staðar á öðrum deildum. Þessi sérþekking er til dæmis í formi tanntæknis, atferlisfræðings, lögfræðings, gæðastjóra, sýkingavarnarstjóra, umboðsmann íbúa og aðstandenda ásamt annarri sérfræði þekkingu innan sviðsins.“ Nýlega var ráðið inn í stöðu öldrunarlæknis sem mun þróa áfram læknisþjónustu heimilanna í samstarfi við Heilsuvernd ehf. „Einnig búum við yfir mjög öflugu mannauðssviði og starfa sérfræðingarnir þar sem hluti af teymi hjúkrunardeilda og annarra deilda Hrafnistu.“ Mannauðssvið Hrafnistu heldur utan um alla fræðslu til starfsfólks og stjórnenda í samstarfi við Heilbrigðissvið. „Sviðið sér um allar ráðningar inn á Hrafnistu ásamt kynningu fyrir fagfólk á starfsemi heimilanna. Önnur stoðsvið eru fjármálasvið og rekstrarsvið þar sem einnig býr dýrmæt þekking fyrir starfsemina og þjónustuna.“ Dýrmætt að geta sótt í þekkingarauð starfsfólks María segir mikinn styrk fólginn fyrir þau sem rekstraraðila eða hafa öflugan eiganda og húseiganda sem er Sjómannadagsráð sem treystir og skilur mikilvægi þess að húsnæði hjúkrunarheimilis er mikilvægur þáttur í því að þjónustan sé góð og að starfsfólki líði vel og hafi það sem þarf til að geta sinnt sínu starfi vel. „Eins og fyrr segir eru Hrafnistuheimilin mörg og þar býr dýrmæt þekking. Við þjónustum einstaklinga sem eru þverskurðurinn af samfélaginu og því er enginn dagur eins og alltaf að koma upp verkefni sem við höfum ekki farið í gegnum áður.“ Í slíkum aðstæðum sé því gott að búa við þann munað að geta sótt í þekkingarauð starfsfólks. „Þegar margir aðilar koma að niðurstöðu þá verður niðurstaðan yfirleitt betri og árangursríkari. Við lærum af reynslu og skilum henni til allra okkar heimila með það í huga að veita enn betri þjónustu og draga úr atvikum. Það sem einkennir okkur fyrst og fremst er samt léttleiki, gleði, virðing og heiðarleiki í framkomu við hvort annað. Það skiptir ekki máli hvaða stöðu þú ert í, við erum öll að vinna að sama markmiði sem er að veita þjónustu til þeirra sem hjá okkur búa eða til okkar leita.“ Fyrst og fremst hugað að þörfum einstaklingsins Hugmyndafræði Hrafnistuheimilanna var unnin upp úr fyrirmynd frá Danmörku að sögn Maríu. Um er að ræða hugmyndafræði sem kallast Lev & bo – heimili að heiman. „Hún var fyrst innleidd á Hrafnistu í Boðaþingi árið 2010 en markmiðið með innleiðingu nýrrar hugmyndafræði var að fara út úr stofnanabrag sem hafði einkennt hjúkrunarheimili þangað til, þar sem líf íbúa snerist um verklag starfsfólks og hvenær best væri fyrir verklag deilda hvenær íbúar vöknuðu, borðuðu, fóru í bað o.s.frv.“ Hugmyndafræði Hrafnistu gengur út á að starfsemin og verklag deilda sé sveigjanlegt og fari eftir þörfum einstaklingsins sjálfs en ekki öfugt. „Við vinnum á heimili íbúa, þeir búa ekki á vinnustaðnum okkar. Það sama gildir í annarri þjónustu innan Hrafnistu. Við gleymum ekki fyrir hvern við erum, en það er fyrir íbúa, aðstandendur og aðra þjónustuþega okkar.“ Beint samband milli góðrar þjónustu og gæði mannauðs Traustur og góður mannauður skiptir Hrafnistu öllu máli og segir María að án hans væri Hrafnista ekki til. „Það er beint samband á milli góðrar þjónustu og gæði mannauðs. Við tökum eftir því þegar starfsfólk okkar gefa þetta „extra“ í sínu starfi, það er gæsahúða augnablik og ómetanlegt. Við finnum líka fyrir þeim aðila sem starfar ekki í okkar anda og þá er betra að vera án hans en með.“ Góð mönnun skiptir miklu máli þar sem það finnst vel fyrir því þegar starfsmann vantar í vinnu. „Það segir hversu mikilvægur hver og einn starfsmaður er. Við þurfum því að hugsa vel um starfsfólk okkar. Það er okkur ofarlega í huga að við sem vinnustaður sýnum því skilning að lífið er 360 gráður og að starfsfólk okkar er ekki aðeins starfsfólk Hrafnistu heldur einnig einstaklingur sem á líf utan Hrafnistu, ótrúlegt en satt.“ Því sé mikilvægt að það sé traust og gott samband á milli starfsfólks og stjórnenda þar sem virðing og heiðarleiki skín í gegn. „Ef það er brotsjór sem skellur á einkalíf starfsfólks okkar þá er mikilvægt að okkur sé treyst fyrir þeim upplýsingum svo að vinnustaðurinn geti gefið starfsmanni þann slaka sem hann þarf á meðan stormurinn gengur yfir. Að sama skapi er það dýrmætt þegar brotsjór skellur á vinnustaðnum að einkalífið sýni því skilning að vinnustaðurinn kallar meira á starfsmanninn á meðan stormurinn þar gengur yfir. Þannig myndast þetta jafnvægi milli einkalífs og vinnu sem er gríðarlega mikilvægt að við séum öll meðvituð um.“ Innleiðing nýrrar tækni hjálpar íbúum og starfsfólki Það eru alltaf einhverjar nýjungar í starfsemi Hrafnistu. „Við erum fyrirtæki breytinga sem þýðir að við munum stöðugt vera að breyta hjá okkur í því skyni að þjónustan verði betri, að starfsfólki, stjórnendum og öðrum sérfræðingum líði vel. Einnig munum við sýna það frumkvæði og hugrekki sem þarf til að ná markmiðum okkar sem er að veita framúrskarandi þjónustu og að íbúar upplifi öryggi, traust og vellíðan.“ Undanfarna mánuði hefur staðið yfir innleiðing nýrrar tækni á Hrafnistu. „Þar má m.a. nefna tækni í tengslum við upplýsingaflæði og fræðslu til starfsfólks, tækni tengt lyfjagjöfum til að trygga aukið öryggi, wifi tengja heimilin betur þannig að það sé gott netflæði ásamt öðrum snjall lausnum sem auðvelda starfsfólki starfið og tryggja aukinn tíma með þjónustuþegum. Við munum í vetur festa þessa tækni enn betur í sessi og þróa hana áfram með eigendum kerfanna áður en við höldum áfram í frekari innleiðingu á tækni til framtíðar.“ Framkvæmdir standa yfir við tvö Hrafnistuheimili sem fjölga rýmum mikið Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við tvö Hrafnistuheimili, í Boðaþingi í Kópavogi og á Nesvöllum í Reykjanesbæ. „Við erum að stækka bæði heimilin og erum því þátttakendur, ásamt heilbrigðisráðherra, að koma einstaklingum sem þurfa á sólarhringsþjónustu að halda í skjól.“ Hrafnista í Boðaþingi í Kópavogi er í dag með 44 hjúkrunarrými en verður 108 hjúkrunarrými í maí á næsta ári, 2025. Hrafnista á Nesvöllum í Reykjanesbæ er með 60 hjúkrunarrými en þau verða 140 rými haustið 2025. „Það eru talsverðar nýjungar og framþróun sem fylgir hönnun nýs hjúkrunarheimilis þar sem við viljum stöðugt vera að læra og gera betur. Við erum gríðarlega þakklát góðu samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins og heilbrigðisráðuneytið við þær nýbyggingar.“ Í nýju byggingunum verður, auk allrar þeirra tækni sem verið er að innleiða á núverandi heimilum, nýtt og fullkomið baðherbergi sem styður við sjálfsbjargargetu einstaklingsins. „Við vitum að við þurfum að treysta á allar góðar hugmyndir í öldrunarþjónustu þar sem fleiri munu þurfa þjónustu í framtíðinni og það er nú þegar slegist um vinnandi afl. Auk ríkulegs mannauðs munum við þurfa að efla forvarnir og ábyrgð einstaklingsins tengda sinni eigin heilsu, sjálfbjargargetu einstaklingsins, tæknina og umhyggjusama aðstandendur til að okkar þjónustuþegar geti upplifað öryggi, traust og vellíðan í framtíðinni.“ Heilsa Hjúkrunarheimili Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Hrafnistuheimilin eru eina hjúkrunarheimilið sem rekur sér stoðsvið sem kallast Heilbrigðissvið og sinnir gæða- og öryggismálum og þróun faglegrar þjónustu segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. „Inni á því sviði höfum við safnað saman sérþekkingu sem ekki er til staðar á öðrum deildum. Þessi sérþekking er til dæmis í formi tanntæknis, atferlisfræðings, lögfræðings, gæðastjóra, sýkingavarnarstjóra, umboðsmann íbúa og aðstandenda ásamt annarri sérfræði þekkingu innan sviðsins.“ Nýlega var ráðið inn í stöðu öldrunarlæknis sem mun þróa áfram læknisþjónustu heimilanna í samstarfi við Heilsuvernd ehf. „Einnig búum við yfir mjög öflugu mannauðssviði og starfa sérfræðingarnir þar sem hluti af teymi hjúkrunardeilda og annarra deilda Hrafnistu.“ Mannauðssvið Hrafnistu heldur utan um alla fræðslu til starfsfólks og stjórnenda í samstarfi við Heilbrigðissvið. „Sviðið sér um allar ráðningar inn á Hrafnistu ásamt kynningu fyrir fagfólk á starfsemi heimilanna. Önnur stoðsvið eru fjármálasvið og rekstrarsvið þar sem einnig býr dýrmæt þekking fyrir starfsemina og þjónustuna.“ Dýrmætt að geta sótt í þekkingarauð starfsfólks María segir mikinn styrk fólginn fyrir þau sem rekstraraðila eða hafa öflugan eiganda og húseiganda sem er Sjómannadagsráð sem treystir og skilur mikilvægi þess að húsnæði hjúkrunarheimilis er mikilvægur þáttur í því að þjónustan sé góð og að starfsfólki líði vel og hafi það sem þarf til að geta sinnt sínu starfi vel. „Eins og fyrr segir eru Hrafnistuheimilin mörg og þar býr dýrmæt þekking. Við þjónustum einstaklinga sem eru þverskurðurinn af samfélaginu og því er enginn dagur eins og alltaf að koma upp verkefni sem við höfum ekki farið í gegnum áður.“ Í slíkum aðstæðum sé því gott að búa við þann munað að geta sótt í þekkingarauð starfsfólks. „Þegar margir aðilar koma að niðurstöðu þá verður niðurstaðan yfirleitt betri og árangursríkari. Við lærum af reynslu og skilum henni til allra okkar heimila með það í huga að veita enn betri þjónustu og draga úr atvikum. Það sem einkennir okkur fyrst og fremst er samt léttleiki, gleði, virðing og heiðarleiki í framkomu við hvort annað. Það skiptir ekki máli hvaða stöðu þú ert í, við erum öll að vinna að sama markmiði sem er að veita þjónustu til þeirra sem hjá okkur búa eða til okkar leita.“ Fyrst og fremst hugað að þörfum einstaklingsins Hugmyndafræði Hrafnistuheimilanna var unnin upp úr fyrirmynd frá Danmörku að sögn Maríu. Um er að ræða hugmyndafræði sem kallast Lev & bo – heimili að heiman. „Hún var fyrst innleidd á Hrafnistu í Boðaþingi árið 2010 en markmiðið með innleiðingu nýrrar hugmyndafræði var að fara út úr stofnanabrag sem hafði einkennt hjúkrunarheimili þangað til, þar sem líf íbúa snerist um verklag starfsfólks og hvenær best væri fyrir verklag deilda hvenær íbúar vöknuðu, borðuðu, fóru í bað o.s.frv.“ Hugmyndafræði Hrafnistu gengur út á að starfsemin og verklag deilda sé sveigjanlegt og fari eftir þörfum einstaklingsins sjálfs en ekki öfugt. „Við vinnum á heimili íbúa, þeir búa ekki á vinnustaðnum okkar. Það sama gildir í annarri þjónustu innan Hrafnistu. Við gleymum ekki fyrir hvern við erum, en það er fyrir íbúa, aðstandendur og aðra þjónustuþega okkar.“ Beint samband milli góðrar þjónustu og gæði mannauðs Traustur og góður mannauður skiptir Hrafnistu öllu máli og segir María að án hans væri Hrafnista ekki til. „Það er beint samband á milli góðrar þjónustu og gæði mannauðs. Við tökum eftir því þegar starfsfólk okkar gefa þetta „extra“ í sínu starfi, það er gæsahúða augnablik og ómetanlegt. Við finnum líka fyrir þeim aðila sem starfar ekki í okkar anda og þá er betra að vera án hans en með.“ Góð mönnun skiptir miklu máli þar sem það finnst vel fyrir því þegar starfsmann vantar í vinnu. „Það segir hversu mikilvægur hver og einn starfsmaður er. Við þurfum því að hugsa vel um starfsfólk okkar. Það er okkur ofarlega í huga að við sem vinnustaður sýnum því skilning að lífið er 360 gráður og að starfsfólk okkar er ekki aðeins starfsfólk Hrafnistu heldur einnig einstaklingur sem á líf utan Hrafnistu, ótrúlegt en satt.“ Því sé mikilvægt að það sé traust og gott samband á milli starfsfólks og stjórnenda þar sem virðing og heiðarleiki skín í gegn. „Ef það er brotsjór sem skellur á einkalíf starfsfólks okkar þá er mikilvægt að okkur sé treyst fyrir þeim upplýsingum svo að vinnustaðurinn geti gefið starfsmanni þann slaka sem hann þarf á meðan stormurinn gengur yfir. Að sama skapi er það dýrmætt þegar brotsjór skellur á vinnustaðnum að einkalífið sýni því skilning að vinnustaðurinn kallar meira á starfsmanninn á meðan stormurinn þar gengur yfir. Þannig myndast þetta jafnvægi milli einkalífs og vinnu sem er gríðarlega mikilvægt að við séum öll meðvituð um.“ Innleiðing nýrrar tækni hjálpar íbúum og starfsfólki Það eru alltaf einhverjar nýjungar í starfsemi Hrafnistu. „Við erum fyrirtæki breytinga sem þýðir að við munum stöðugt vera að breyta hjá okkur í því skyni að þjónustan verði betri, að starfsfólki, stjórnendum og öðrum sérfræðingum líði vel. Einnig munum við sýna það frumkvæði og hugrekki sem þarf til að ná markmiðum okkar sem er að veita framúrskarandi þjónustu og að íbúar upplifi öryggi, traust og vellíðan.“ Undanfarna mánuði hefur staðið yfir innleiðing nýrrar tækni á Hrafnistu. „Þar má m.a. nefna tækni í tengslum við upplýsingaflæði og fræðslu til starfsfólks, tækni tengt lyfjagjöfum til að trygga aukið öryggi, wifi tengja heimilin betur þannig að það sé gott netflæði ásamt öðrum snjall lausnum sem auðvelda starfsfólki starfið og tryggja aukinn tíma með þjónustuþegum. Við munum í vetur festa þessa tækni enn betur í sessi og þróa hana áfram með eigendum kerfanna áður en við höldum áfram í frekari innleiðingu á tækni til framtíðar.“ Framkvæmdir standa yfir við tvö Hrafnistuheimili sem fjölga rýmum mikið Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við tvö Hrafnistuheimili, í Boðaþingi í Kópavogi og á Nesvöllum í Reykjanesbæ. „Við erum að stækka bæði heimilin og erum því þátttakendur, ásamt heilbrigðisráðherra, að koma einstaklingum sem þurfa á sólarhringsþjónustu að halda í skjól.“ Hrafnista í Boðaþingi í Kópavogi er í dag með 44 hjúkrunarrými en verður 108 hjúkrunarrými í maí á næsta ári, 2025. Hrafnista á Nesvöllum í Reykjanesbæ er með 60 hjúkrunarrými en þau verða 140 rými haustið 2025. „Það eru talsverðar nýjungar og framþróun sem fylgir hönnun nýs hjúkrunarheimilis þar sem við viljum stöðugt vera að læra og gera betur. Við erum gríðarlega þakklát góðu samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins og heilbrigðisráðuneytið við þær nýbyggingar.“ Í nýju byggingunum verður, auk allrar þeirra tækni sem verið er að innleiða á núverandi heimilum, nýtt og fullkomið baðherbergi sem styður við sjálfsbjargargetu einstaklingsins. „Við vitum að við þurfum að treysta á allar góðar hugmyndir í öldrunarþjónustu þar sem fleiri munu þurfa þjónustu í framtíðinni og það er nú þegar slegist um vinnandi afl. Auk ríkulegs mannauðs munum við þurfa að efla forvarnir og ábyrgð einstaklingsins tengda sinni eigin heilsu, sjálfbjargargetu einstaklingsins, tæknina og umhyggjusama aðstandendur til að okkar þjónustuþegar geti upplifað öryggi, traust og vellíðan í framtíðinni.“
Heilsa Hjúkrunarheimili Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira