Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 90-93 | Stólarnir fyrstir til að vinna Grindvíkinga í vetur Siggeir Ævarsson skrifar 25. október 2024 22:13 Dedrick Deon Basile gerði 17 stig í kvöld Vísir/Anton Brink Tindastólsmenn sóttu tvö stig í Smárann í kvöld og urðu fyrsti til að vinna Grindavík í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur en þung byrjun felldi Grindvíkinga að þessu sinni. Í síðasta leik skúruðu Grindvíkingar gólfið með Hattarmönnum í fyrsta leikhluta en skiptu algjörlega um hlutverk í kvöld og brugðu sér í hlutverk gólftuskunnar. Heimamenn voru mjög ósannfærandi á báðum endum vallarins, gáfu opin skot og tóku slæmar ákvarðanir í sókn en staðan var 12-32 eftir fyrstu tíu mínúturnar. Sóknarlega var allt annað að sjá til Grindvíkinga í öðrum leikhluta en vörnin var áfram ekki nógu þétt. Stólarnir létu þristunum rigna en nýtingin var í 64 prósentum þegar best lét. Heimamenn unnu leikhlutann þó með sex stigum og staðan í hálfleik 45-59 í mjög fjörugum leik. Grindvíkingar náðu að minnka muninn í sjö stig í þriðja leikhluta en gerðu sig alltof oft seka um klaufaleg mistök og virtust á köflum bókstafleg vera að reyna að henda endurkomunni frá sér. Stólarnir lokuðu leikhlutanum sterkt og munurinn var aftur kominn upp í fjórtan stig fyrir lokaátökin, 63-77. Heimamenn héldu svo uppteknum hætti í lokaleikhlutanum. Hentu frá sér boltanum og gáfu of auðveld færi á sér varnarmegin svo að þeir náðu aldrei að brúa bilið, enda var það ansi breitt eftir þunga byrjun. Þeir komust þó ansi nálægt, minnkuðu muninn í fjögur stig en loftbolti frá fyrirliðanum Ólafi Ólafssyni þegar 30 sekúndur voru á klukkunni rammar sennilega ágætlega inn þennan leik fyrir Grindavík. Tindastóll því fyrsta liðið til að leggja Grindvík í vetur og það nokkuð sannfærandi, lokatölur 93-90 fyrir Tindastól, sem gefa alls ekki rétta mynd af leiknum. Atvik leiksins Setjum atvikin í fleirtölu að þessu sinni. Grindvíkingar töpuðu aðeins níu boltum í kvöld, þremur færri en Tindastóll, en nánast allir þeirra voru hræðilega klaufalegir. Það er oft talað um að kasta leikjum frá sér en Grindvíkingar tóku það ansi bókstaflega í kvöld. Stjörnur og skúrkar Dedrick Deon Basile fór á kostum gegn sínum gömlu félögum í Grindavík, 27 stig, sjö stoðsendingar og sjö fráköst. Sadio Doucoure var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 19 stig, en lét sér nægja að bæta fimm við í seinni. 24 stig frá honum og átta fráköst. Hjá Grindvík var Devon Thomas traustur að vanda, og fór langt með að stela sigrinum í lokin. 26 stig frá honum og sex stoðsendingar. DeAndre Kane kom svo næstur með 23 stig Þá átti hálf meiddur Ólafur Ólafsson góða innkomu af bekknum, skoraði 15 stig og tók tíu fráköst og lét til sín taka þegar Grindavík gerði áhlaup í lokin. Þristurinn sem dreif ekki á körfuna í lokin hlýtur þó að ásækja hann þegar hann leggst á koddann í kvöld. Dómararnir Dómarar kvöldsins voru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Gunnlaugur Briem. Það var nóg að gera hjá þeim og skjátíminn nýttur til hins ítrasta. Grindvíkingum í stúkunni fannst eflaust halla á sitt lið á köflum en ég held að það sé rangt metið. Tríóið hafði ágæta stjórn á leiknum þar sem hart var tekist á á köflum. Stemming og umgjörð Umgjörðin upp á tíu í Smáranum í kvöld eins og vanalega. Fyrir leik var leikur Breiðabliks og Ármanns í 1. deild svo að Grindvíkingar þurftu að hafa hraðar hendur til að gera klárt. Þeir hituðu upp á efri hæð Smárans frá 19:00 og Stinningskaldi var svo mættur á trommurnar vel fyrir leik. Stemmingsleysið inn á vellinum verður ekki skrifað á stuðningsmenn Grindavíkur sem létu vel í sér heyra allan leikinn en það var afar vel mætt í Smárann í kvöld. Viðtöl Jóhann Þór: „Okkur var einhvern veginn bara ekki ætlað að vinna þetta“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari GrindavíkurVísir/Viktor Freyr Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, hafði engin svör á reiðum höndum þegar hann var spurður út í marflata byrjun Grindavíkinga í kvöld. „Ef ég hefði svar við því sko! Við bara komum flatir út. Stólarnir, eins og þeir vilja standa fyrir, ekta orka og ákefð sem þeir buðu upp á hér í byrjun og við vorum bara ekki með. Þar liggur hundurinn í rauninni bara grafinn. Næstu 30 mínútur eru svo sem bara á pari.“ „En alltaf einhvern veginn þegar augnablikið er að koma aftur til okkar, þá hendum við honum frá okkur held ég þrisvar í röð. Tökum svo lélegt skot og fáum troðslu í andlitið. Fáum sénsinn til að jafna í „kröns“ en drífum ekki á körfuna. Okkur var einhvern veginn bara ekki ætlað að vinna þetta. Stólarnir bara gerðu vel og við áttum sennilega bara ekkert skilið að taka þetta. Bara hrós á mína menn að gera þetta að leik. Við erum alltaf að elta og erfið byrjun. Þar liggur þetta.“ Jóhann hitti naglann á höfuðið þegar hann nefndi að Grindavík hefði kastað boltanum oft frá sér. Hann viðurkenndi að þar hefði verið eitthvað einbeitingarleysi á ferðinni. „Já, já. Þetta verður svona í allan vetur. Það verða jafnir leikir hér og þar og við eigum eftir að enda einhvern tímann réttu megin við strikið og einhvern tímann öfugu megin við strikið. Það sem ég er kannski svekktastur með er hvernig við byrjum. Í þessum fyrstu fyrstu þremur leikjum þá höfum við byrjað mjög sterkt og í raun drepið leikinn í fæðingu. Það var planið, en svona er þetta bara. Við finnum út úr þessu og bara áfram gakk.“ EÞað verður enginn Íslandsmeistari í október eins og klisjan segir, en Jóhann vill samt, eðlilega, safna sem flestum stigum sem fyrst. „Það er samt alveg staðreynd að það er mjög erfitt að vinna leiki í þessum deild og hver sigur skiptir máli þegar talið verður upp úr kössunum. Svekktur hvernig við byrjuðum alveg flatir og hefðum geta gert talsvert betur.“ Hann gat þó vissulega tekið jákvætt út úr þessum leik hvernig hans menn komu til baka en var samt með atriði til að fara yfir á næstu æfingu. „Algjörlega. Við náttúrulega bitum frá okkur og gerðum þetta að leik. Stólarnir hörku hörku góðir og bara með geggjað lið. Bara hrós á strákana fyrir að koma til baka en oft á köflum þegar okkur vantaði alvöru körfur var þetta svolítið tilviljanakennt hjá okkur sóknarlega. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og fara yfir.“ Basile: „Ég elska Grindavík og það var frábært að vinna þá“ Dedrick Deon Basile sallaði 27 stigum á sína gömlu félaga í kvöldVísir/Anton Brink Dedrick Deon Basile, sem var lykilmaður í liði Grindavíkur í fyrra, var stigahæstur Tindastóls í kvöld og setti niður víti sem tryggði sigurinn. Aðspurður hvort að sigurinn væri honum sérstaklega kær í ljósi sögunnar sagði hann að hann ætti ekkert nema ást í hjarta sínu í garð Grindavíkur. „Það var notalegt að spila á móti þeim, en ég hafði ekki séð strákana síðan í maí þegar við spiluðum hér fyrir fullu húsi. Það var gott að koma hingað og sækja sigur. Ég elska Grindavík og það var frábært að vinna þá. Ég sagði „Big Baby“ [Egill Birgisson, stjórnarmaður kkd. UMFG] að ég myndi gera það.“ „Það er alltaf ást frá mínum gömlu liðsfélögum. Við gengum í gegnum mikið mótlæti saman og það var góð tilfinning að koma hingað aftur og spila á móti þeim. Ekkert nema ást þegar upp er staðið en ég er bara ánægður með að við höfum náð í sigur.“ Hann sagði að ákefðin í liði Tindastóls í upphafi leiks hefði lagt grunninn að sigrinum. „Við komum út með mikla ákefð. Við vitum að þeir eru frábært lið, eins og ég sagði, þeir fóru í úrslit í fyrra. Við vissum að við yrðum að mæta og berjast.“ Þá viðurkenndi hann fúslega að hann hefði verið létt stressaður í lokin, þegar Grindvíkingar gerðu lokaáhlaupið. „Ég var stressaður, en þetta eru tvö góð lið og einhver varð að vinna þetta og ég er bara ánægður að það vorum við.“ Basile fór á vítalínuna þegar fjórar sekúndur voru eftir og Tindastóll leiddi með tveimur stigum. Fyrra vítið fór forgörðum en DeAndre Kane reyndi sitt besta til að taka Basile á taugum fyrir skotið. „Kane kom og var að rífa kjaft. Hann minnti mig á víti sem ég brenndi af í fyrra. Ég er feginn að seinna rataði ofan í og við náðum í sigurinn því það er það eina sem skiptir máli.“ Hann er bjartsýnn á framhaldið hjá Tindastóli en sagði að það væri langur vegur framundan. „Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur frá degi til dags. Við tókum skref í rétta átt í dag. Við höldum því áfram og þegar mars og apríl renna í hlað verðum við klárir.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Tindastóll
Tindastólsmenn sóttu tvö stig í Smárann í kvöld og urðu fyrsti til að vinna Grindavík í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur en þung byrjun felldi Grindvíkinga að þessu sinni. Í síðasta leik skúruðu Grindvíkingar gólfið með Hattarmönnum í fyrsta leikhluta en skiptu algjörlega um hlutverk í kvöld og brugðu sér í hlutverk gólftuskunnar. Heimamenn voru mjög ósannfærandi á báðum endum vallarins, gáfu opin skot og tóku slæmar ákvarðanir í sókn en staðan var 12-32 eftir fyrstu tíu mínúturnar. Sóknarlega var allt annað að sjá til Grindvíkinga í öðrum leikhluta en vörnin var áfram ekki nógu þétt. Stólarnir létu þristunum rigna en nýtingin var í 64 prósentum þegar best lét. Heimamenn unnu leikhlutann þó með sex stigum og staðan í hálfleik 45-59 í mjög fjörugum leik. Grindvíkingar náðu að minnka muninn í sjö stig í þriðja leikhluta en gerðu sig alltof oft seka um klaufaleg mistök og virtust á köflum bókstafleg vera að reyna að henda endurkomunni frá sér. Stólarnir lokuðu leikhlutanum sterkt og munurinn var aftur kominn upp í fjórtan stig fyrir lokaátökin, 63-77. Heimamenn héldu svo uppteknum hætti í lokaleikhlutanum. Hentu frá sér boltanum og gáfu of auðveld færi á sér varnarmegin svo að þeir náðu aldrei að brúa bilið, enda var það ansi breitt eftir þunga byrjun. Þeir komust þó ansi nálægt, minnkuðu muninn í fjögur stig en loftbolti frá fyrirliðanum Ólafi Ólafssyni þegar 30 sekúndur voru á klukkunni rammar sennilega ágætlega inn þennan leik fyrir Grindavík. Tindastóll því fyrsta liðið til að leggja Grindvík í vetur og það nokkuð sannfærandi, lokatölur 93-90 fyrir Tindastól, sem gefa alls ekki rétta mynd af leiknum. Atvik leiksins Setjum atvikin í fleirtölu að þessu sinni. Grindvíkingar töpuðu aðeins níu boltum í kvöld, þremur færri en Tindastóll, en nánast allir þeirra voru hræðilega klaufalegir. Það er oft talað um að kasta leikjum frá sér en Grindvíkingar tóku það ansi bókstaflega í kvöld. Stjörnur og skúrkar Dedrick Deon Basile fór á kostum gegn sínum gömlu félögum í Grindavík, 27 stig, sjö stoðsendingar og sjö fráköst. Sadio Doucoure var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 19 stig, en lét sér nægja að bæta fimm við í seinni. 24 stig frá honum og átta fráköst. Hjá Grindvík var Devon Thomas traustur að vanda, og fór langt með að stela sigrinum í lokin. 26 stig frá honum og sex stoðsendingar. DeAndre Kane kom svo næstur með 23 stig Þá átti hálf meiddur Ólafur Ólafsson góða innkomu af bekknum, skoraði 15 stig og tók tíu fráköst og lét til sín taka þegar Grindavík gerði áhlaup í lokin. Þristurinn sem dreif ekki á körfuna í lokin hlýtur þó að ásækja hann þegar hann leggst á koddann í kvöld. Dómararnir Dómarar kvöldsins voru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Gunnlaugur Briem. Það var nóg að gera hjá þeim og skjátíminn nýttur til hins ítrasta. Grindvíkingum í stúkunni fannst eflaust halla á sitt lið á köflum en ég held að það sé rangt metið. Tríóið hafði ágæta stjórn á leiknum þar sem hart var tekist á á köflum. Stemming og umgjörð Umgjörðin upp á tíu í Smáranum í kvöld eins og vanalega. Fyrir leik var leikur Breiðabliks og Ármanns í 1. deild svo að Grindvíkingar þurftu að hafa hraðar hendur til að gera klárt. Þeir hituðu upp á efri hæð Smárans frá 19:00 og Stinningskaldi var svo mættur á trommurnar vel fyrir leik. Stemmingsleysið inn á vellinum verður ekki skrifað á stuðningsmenn Grindavíkur sem létu vel í sér heyra allan leikinn en það var afar vel mætt í Smárann í kvöld. Viðtöl Jóhann Þór: „Okkur var einhvern veginn bara ekki ætlað að vinna þetta“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari GrindavíkurVísir/Viktor Freyr Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, hafði engin svör á reiðum höndum þegar hann var spurður út í marflata byrjun Grindavíkinga í kvöld. „Ef ég hefði svar við því sko! Við bara komum flatir út. Stólarnir, eins og þeir vilja standa fyrir, ekta orka og ákefð sem þeir buðu upp á hér í byrjun og við vorum bara ekki með. Þar liggur hundurinn í rauninni bara grafinn. Næstu 30 mínútur eru svo sem bara á pari.“ „En alltaf einhvern veginn þegar augnablikið er að koma aftur til okkar, þá hendum við honum frá okkur held ég þrisvar í röð. Tökum svo lélegt skot og fáum troðslu í andlitið. Fáum sénsinn til að jafna í „kröns“ en drífum ekki á körfuna. Okkur var einhvern veginn bara ekki ætlað að vinna þetta. Stólarnir bara gerðu vel og við áttum sennilega bara ekkert skilið að taka þetta. Bara hrós á mína menn að gera þetta að leik. Við erum alltaf að elta og erfið byrjun. Þar liggur þetta.“ Jóhann hitti naglann á höfuðið þegar hann nefndi að Grindavík hefði kastað boltanum oft frá sér. Hann viðurkenndi að þar hefði verið eitthvað einbeitingarleysi á ferðinni. „Já, já. Þetta verður svona í allan vetur. Það verða jafnir leikir hér og þar og við eigum eftir að enda einhvern tímann réttu megin við strikið og einhvern tímann öfugu megin við strikið. Það sem ég er kannski svekktastur með er hvernig við byrjum. Í þessum fyrstu fyrstu þremur leikjum þá höfum við byrjað mjög sterkt og í raun drepið leikinn í fæðingu. Það var planið, en svona er þetta bara. Við finnum út úr þessu og bara áfram gakk.“ EÞað verður enginn Íslandsmeistari í október eins og klisjan segir, en Jóhann vill samt, eðlilega, safna sem flestum stigum sem fyrst. „Það er samt alveg staðreynd að það er mjög erfitt að vinna leiki í þessum deild og hver sigur skiptir máli þegar talið verður upp úr kössunum. Svekktur hvernig við byrjuðum alveg flatir og hefðum geta gert talsvert betur.“ Hann gat þó vissulega tekið jákvætt út úr þessum leik hvernig hans menn komu til baka en var samt með atriði til að fara yfir á næstu æfingu. „Algjörlega. Við náttúrulega bitum frá okkur og gerðum þetta að leik. Stólarnir hörku hörku góðir og bara með geggjað lið. Bara hrós á strákana fyrir að koma til baka en oft á köflum þegar okkur vantaði alvöru körfur var þetta svolítið tilviljanakennt hjá okkur sóknarlega. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og fara yfir.“ Basile: „Ég elska Grindavík og það var frábært að vinna þá“ Dedrick Deon Basile sallaði 27 stigum á sína gömlu félaga í kvöldVísir/Anton Brink Dedrick Deon Basile, sem var lykilmaður í liði Grindavíkur í fyrra, var stigahæstur Tindastóls í kvöld og setti niður víti sem tryggði sigurinn. Aðspurður hvort að sigurinn væri honum sérstaklega kær í ljósi sögunnar sagði hann að hann ætti ekkert nema ást í hjarta sínu í garð Grindavíkur. „Það var notalegt að spila á móti þeim, en ég hafði ekki séð strákana síðan í maí þegar við spiluðum hér fyrir fullu húsi. Það var gott að koma hingað og sækja sigur. Ég elska Grindavík og það var frábært að vinna þá. Ég sagði „Big Baby“ [Egill Birgisson, stjórnarmaður kkd. UMFG] að ég myndi gera það.“ „Það er alltaf ást frá mínum gömlu liðsfélögum. Við gengum í gegnum mikið mótlæti saman og það var góð tilfinning að koma hingað aftur og spila á móti þeim. Ekkert nema ást þegar upp er staðið en ég er bara ánægður með að við höfum náð í sigur.“ Hann sagði að ákefðin í liði Tindastóls í upphafi leiks hefði lagt grunninn að sigrinum. „Við komum út með mikla ákefð. Við vitum að þeir eru frábært lið, eins og ég sagði, þeir fóru í úrslit í fyrra. Við vissum að við yrðum að mæta og berjast.“ Þá viðurkenndi hann fúslega að hann hefði verið létt stressaður í lokin, þegar Grindvíkingar gerðu lokaáhlaupið. „Ég var stressaður, en þetta eru tvö góð lið og einhver varð að vinna þetta og ég er bara ánægður að það vorum við.“ Basile fór á vítalínuna þegar fjórar sekúndur voru eftir og Tindastóll leiddi með tveimur stigum. Fyrra vítið fór forgörðum en DeAndre Kane reyndi sitt besta til að taka Basile á taugum fyrir skotið. „Kane kom og var að rífa kjaft. Hann minnti mig á víti sem ég brenndi af í fyrra. Ég er feginn að seinna rataði ofan í og við náðum í sigurinn því það er það eina sem skiptir máli.“ Hann er bjartsýnn á framhaldið hjá Tindastóli en sagði að það væri langur vegur framundan. „Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur frá degi til dags. Við tókum skref í rétta átt í dag. Við höldum því áfram og þegar mars og apríl renna í hlað verðum við klárir.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti