Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 15:54 Jón Atli Benediktsson rektor HÍ og Einar Þorsteinsson borgarstjóri við undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag. Kristinn Ingvarsson Borgarstjóri og rektor Háskóla Íslands skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu sem felur í sér uppbyggingu fullburða vísindaseturs opnu almenningi í Háskólabíói. Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands segir að jafnframt sé búið að mynda starfshóp sem komi til með að gera mögulega áætlun um uppbyggingu Vísindaheima, gera tillögur um hvaða starfsemi fari fram í setrinu, leita til samstarfsaðila og gera drög að rekstrarlíkani. Auk áætlunar um mögulegan kostnað við hvern áfanga, bæði varðandi breytingar á húsnæði og uppbyggingu tækjabúnaðar. „Byggt verður á góðri reynslu af Vísindasmiðju Háskóla Íslands, sem hefur tekið á móti um 36 þúsund grunnskólanemum, auk hópa framhaldsskólanema og leikskólabarna frá því hún var opnuð í Háskólabíói í mars 2012,“ segir í fréttatilkynningu. „Reynsla síðustu 12 ára hefur sýnt að mikil þörf og áhugi er fyrir gagnvirku, lifandi vísindasetri,“ segir í viljayfirlýsingunni. Sena sagði upp leigusamningi sínum við Háskólabíó síðasta vor eftir 62 ára rekstur. Síðan þá hefur kvikmyndahúsið ekki verið starfrækt. Ekki liggur fyrir hvort hluti húsakynna kvikmyndahússins verði notuð undir fyrirhugað vísindasetur. „Mér finnst afar mikilvægt að efla aðstöðu fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem hægt er að fræðast um undraheima vísindanna og njóta samveru. Erlendis sjáum við víða afar glæsileg vísindasöfn sem þjóna bæði almenningi og skólum borganna. Við settum okkur það markmið í upphafi kjörtímabilsins að stjórna borginni útfrá hagsmunum barna – og það að búa til framtíðarsýn fyrir vísindasetur er klárlega í þeim anda,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningunni. „Ég fagna samstarfi við Reykjavíkurborg um þetta mikilvæga verkefni. Við vinnum ötullega að því að efla áhuga á vísindum og erlendar fyrirmyndir hafa sýnt að verkefni eins og Vísindaheimar skipta þar miklu máli. Hér byggjum við á grunni öflugra samfélagsverkefna sem HÍ heldur úti og kemur að, þ.á m. Vísindasmiðjunnar, Háskóla unga fólksins, Vísindavefsins, LEGO-keppninnar og Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Við hlökkum til að vinna að því að gera öfluga Vísindaheima að veruleika,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands segir að jafnframt sé búið að mynda starfshóp sem komi til með að gera mögulega áætlun um uppbyggingu Vísindaheima, gera tillögur um hvaða starfsemi fari fram í setrinu, leita til samstarfsaðila og gera drög að rekstrarlíkani. Auk áætlunar um mögulegan kostnað við hvern áfanga, bæði varðandi breytingar á húsnæði og uppbyggingu tækjabúnaðar. „Byggt verður á góðri reynslu af Vísindasmiðju Háskóla Íslands, sem hefur tekið á móti um 36 þúsund grunnskólanemum, auk hópa framhaldsskólanema og leikskólabarna frá því hún var opnuð í Háskólabíói í mars 2012,“ segir í fréttatilkynningu. „Reynsla síðustu 12 ára hefur sýnt að mikil þörf og áhugi er fyrir gagnvirku, lifandi vísindasetri,“ segir í viljayfirlýsingunni. Sena sagði upp leigusamningi sínum við Háskólabíó síðasta vor eftir 62 ára rekstur. Síðan þá hefur kvikmyndahúsið ekki verið starfrækt. Ekki liggur fyrir hvort hluti húsakynna kvikmyndahússins verði notuð undir fyrirhugað vísindasetur. „Mér finnst afar mikilvægt að efla aðstöðu fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem hægt er að fræðast um undraheima vísindanna og njóta samveru. Erlendis sjáum við víða afar glæsileg vísindasöfn sem þjóna bæði almenningi og skólum borganna. Við settum okkur það markmið í upphafi kjörtímabilsins að stjórna borginni útfrá hagsmunum barna – og það að búa til framtíðarsýn fyrir vísindasetur er klárlega í þeim anda,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningunni. „Ég fagna samstarfi við Reykjavíkurborg um þetta mikilvæga verkefni. Við vinnum ötullega að því að efla áhuga á vísindum og erlendar fyrirmyndir hafa sýnt að verkefni eins og Vísindaheimar skipta þar miklu máli. Hér byggjum við á grunni öflugra samfélagsverkefna sem HÍ heldur úti og kemur að, þ.á m. Vísindasmiðjunnar, Háskóla unga fólksins, Vísindavefsins, LEGO-keppninnar og Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Við hlökkum til að vinna að því að gera öfluga Vísindaheima að veruleika,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands.
Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira