Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar 23. nóvember 2024 08:32 Tónhöfundar eru möguleg fórnarlömb þeirra stjórnmálaflokka sem sjá atvinnulífinu í landinu allt til foráttu þegar því gengur vel og skilar afgangi á rekstri sínum. Það er allt í einu orðið glæpur að leggja á sig mikla vinnu, vera skapandi og leggja allt undir, sparifé sitt og dýrmætan tíma til að skapa hugverk eða vöru sem býr svo til verðmæti í íslensku samfélagi, bæði eiginlega og andlega. Arður af sjálfstæðum rekstri er ekkert annað en ávöxtun af þeim verðmætum sem fólk ákveður að verja til sköpunar á vöru á þjónustu, sem skapar svo aftur aukin gæði fyrir hinn almenna borgara. Hækkun á fjármagnstekjuskatti er ekkert annað en bein tekjuskattshækkun á duglegt fólk og getur því dregið úr hvata til að skapa eitthvað gott fyrir okkur hin, þar sem fyrirséð er að ríkið fái 25% af ávinningnum eftir að búið er að greiða tekjuskatt af reiknuðu endurgjaldi og önnur gjöld, sem og kostnað sem fylgir rekstrinum. Talsmenn skattahækkana láta að því liggja að skapandi og duglegt fólk, sem er sjálfstætt starfandi eða með lítil fyrirtæki, hafi rangt við og tala skattaglaðir frambjóðendur um að loka þurfi „EHF-gatinu“, sem þeir kalla svo. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi fólks og lítilla og meðalstórra fyrirtækja það besta í heimi. Við viljum hafa rekstrarumhverfi þeirra hvetjandi, þannig að þau fái fullt frelsi til sköpunar verðmæta fyrir okkur hin og fái sjálf að njóta árangur erfiðisins, sem oftar en ekki er nýtt til frekari nýsköpunar og þróunar í þeirra rekstri. Þetta sýndum við í verki þegar við breyttum skattalögum á þann veg að tónhöfundar og aðrir rétthafar hættu að greiða tekjuskatt af tekjum hugverka sinna og fóru þess í stað að greiða fjármagnstekjuskatt, enda eru höfundaréttartekjur í eðli sínu leigutekjur. Þannig lækkaði skatthlutfallið úr 36% í 22%. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja stuðla að blómlegu atvinnulífi og halda áfram að skapa nýsköpunarlandið Ísland erum við m.a. að hugsa til fólks í hugverkabransanum. Það ætlum við að gera með því að: Einfalda regluverk og ryðja hindrunum úr vegi einstaklinga og fyrirtækja. Tryggja áfram samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja með hagfelldu skattaumhverfi. Styrkja stoðir menningar og skapandi greina og byggja enn frekar undir nýtingu íslensks hugvits. Ég hlakka til áframhaldandi samtals og samstarfs við skapandi og skemmtilegt fólk, sem er uppfullt af hugmyndum og krafti til að gera samfélagið okkar betra, um leið og þau skapa sér og fjölskyldu sinni lífsviðurværi. Ég kýs skapandi skattalækkanir í stað skapandi skattlagningar. Gerum Ísland best í heimi fyrir okkur öll. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Tónhöfundar eru möguleg fórnarlömb þeirra stjórnmálaflokka sem sjá atvinnulífinu í landinu allt til foráttu þegar því gengur vel og skilar afgangi á rekstri sínum. Það er allt í einu orðið glæpur að leggja á sig mikla vinnu, vera skapandi og leggja allt undir, sparifé sitt og dýrmætan tíma til að skapa hugverk eða vöru sem býr svo til verðmæti í íslensku samfélagi, bæði eiginlega og andlega. Arður af sjálfstæðum rekstri er ekkert annað en ávöxtun af þeim verðmætum sem fólk ákveður að verja til sköpunar á vöru á þjónustu, sem skapar svo aftur aukin gæði fyrir hinn almenna borgara. Hækkun á fjármagnstekjuskatti er ekkert annað en bein tekjuskattshækkun á duglegt fólk og getur því dregið úr hvata til að skapa eitthvað gott fyrir okkur hin, þar sem fyrirséð er að ríkið fái 25% af ávinningnum eftir að búið er að greiða tekjuskatt af reiknuðu endurgjaldi og önnur gjöld, sem og kostnað sem fylgir rekstrinum. Talsmenn skattahækkana láta að því liggja að skapandi og duglegt fólk, sem er sjálfstætt starfandi eða með lítil fyrirtæki, hafi rangt við og tala skattaglaðir frambjóðendur um að loka þurfi „EHF-gatinu“, sem þeir kalla svo. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi fólks og lítilla og meðalstórra fyrirtækja það besta í heimi. Við viljum hafa rekstrarumhverfi þeirra hvetjandi, þannig að þau fái fullt frelsi til sköpunar verðmæta fyrir okkur hin og fái sjálf að njóta árangur erfiðisins, sem oftar en ekki er nýtt til frekari nýsköpunar og þróunar í þeirra rekstri. Þetta sýndum við í verki þegar við breyttum skattalögum á þann veg að tónhöfundar og aðrir rétthafar hættu að greiða tekjuskatt af tekjum hugverka sinna og fóru þess í stað að greiða fjármagnstekjuskatt, enda eru höfundaréttartekjur í eðli sínu leigutekjur. Þannig lækkaði skatthlutfallið úr 36% í 22%. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja stuðla að blómlegu atvinnulífi og halda áfram að skapa nýsköpunarlandið Ísland erum við m.a. að hugsa til fólks í hugverkabransanum. Það ætlum við að gera með því að: Einfalda regluverk og ryðja hindrunum úr vegi einstaklinga og fyrirtækja. Tryggja áfram samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja með hagfelldu skattaumhverfi. Styrkja stoðir menningar og skapandi greina og byggja enn frekar undir nýtingu íslensks hugvits. Ég hlakka til áframhaldandi samtals og samstarfs við skapandi og skemmtilegt fólk, sem er uppfullt af hugmyndum og krafti til að gera samfélagið okkar betra, um leið og þau skapa sér og fjölskyldu sinni lífsviðurværi. Ég kýs skapandi skattalækkanir í stað skapandi skattlagningar. Gerum Ísland best í heimi fyrir okkur öll. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun