Skoðun

Heil­brigðis­vanda­mál heil­brigðis­kerfisins

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Undanfarna áratugi hafa framfarir á sviði lækninga verið gríðarlegar. Sjúkdómar sem áður voru nánast dauðadómur eru meðhöndlaðir í dag og batalíkur hafa stóraukist. Lyfjameðmerðir eiga m.a. þarna stóran þátt og sjúklingar finna að batalíkur aukast sem er stór þáttur í baráttunni við að fást við alvarleg veikindi.

Þessum framförum fylgir meiri umsýsla sem kallar á betri aðbúnað fyrir lækna, sjúklinga og aðstandendur. Er þá ekki rétt að dæla meiri fjármunum inní kerfið? Virtur læknir segir, ef við setjum eingöngu meira fjármagn í heilbrigðikerfið, breytast hlutirnir lítið til batnaðar. Heilbrigðiskerfið sjálft þarf að endurskipuleggja frá grunni, á þann hátt nýtast peningarnir betur og þjónustan við sjúklinga verður markvissari og árangur vænlegri.

Öll þekkjum við langa biðlista eftir t.d. liðskipta aðgerðum, fíknimeðferðum og viðtölum við lækna á heilsugæslustöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þessi ,,biðlistamenning“ er ekki bara tilkomin vegna skorts á fjármagni heldur líka vegna flókins skipulags líkt og áður segir. Einnig hefur pólitíksk sýn ráðherra undanfarinna ára flækt hlutina og aukið kostnað við t.d. liðskiptaaðgerðir um meira en helming í mörgum tillfellum.

Sá málaflokkur heilbrigðisþjónustu sem ég hef mest fjallað um á mínum þingmanns ferli eru meðferðir fíknisjúkdóma. Þar hafa biðlistar staðið í stað eða aukist undanfarinn áratug. Á þeim biðlistum eru 700-800 einstaklingar. Margir deyja vegna af völdum sjúkdómsins á þeim biðlista.

Vegna þessarar sorglegu staðreyndar veltir maður fyrir sér hvert er verðmætamat á eintakling sem er veikur fíkill að betla sér mat eða í innbrotum til að fjármagna eigin neyslu, eða einstaklingur sem er kominn á sjúkrahús vegna afleiðinga langvarandi áfengis eða annara fíkniefnaneyslu?

Hvert er verðmætamat á einsakling sem kominn er frá neyslu fíkniefna og heilsan það góð að sá hinn sami er kominn í vinnu sjálum sér og sinni fjölskyldu til framdráttar?

Útreikningar sýna að aukinn aðgangur að meðferðum og heilbrigðisþjónustu almennt stóreykur ,,verðmætagildi“ sjúklings á batavegi, bæði efnahagslega, heilsufarslega og þjóðfélagslega.

Heilbrigð sál í hraustum líkama er ómetanleg!

Áfram Ísland!

Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×