„Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2024 19:09 Arnar Pétursson hefur verið með íslenska landsliðið á uppleið síðustu ár og frammistaðan í kvöld sýnir að liðið hefur náð langt. Getty/Christina Pahnke „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. Holland vann leikinn að lokum 27-25 en Ísland var yfir lengi vel í leiknum og náði til að mynda þriggja marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Hafa ber í huga að Holland varð heimsmeistari árið 2019 og hefur verið meðal bestu liða heims síðustu ár. Ísland hefur hins vegar ekki verið með á EM í tólf ár. „Maður er svekktur að tapa þessu, sem er kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann. Um leið og maður er svekktur þá er maður stoltur og ánægður með hvernig stelpurnar spiluðu í dag og kláruðu þetta verkefni. Við fengum mjög sterkt lið hérna eins og við vissum, lið sem varð í 5. sæti á Ólympíuleikunum í sumar og hefur náð frábærum úrslitum, svo þetta var bara góð frammistaða heilt yfir,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Hvaða skilaboð er Arnar með til stelpnanna: „Ég hrósa þeim bara fyrir frammistöðuna. Hvernig þær mættu til leiks, lögðu sig fram og svöruðu þessum kafla hjá hollenska liðinu í seinni hálfleik. Við viljum horfa í frammistöðuna og stelpurnar eiga bara hrós skilið. Svo þurfum við núna að stilla okkur af og byrja að undirbúa okkur fyrir leikinn á sunnudaginn. Það er nýr leikur og nýtt lið,“ en Ísland mætir Úkraínu á sunnudaginn og svo Þýskalandi næsta þriðjudag. Má ekki segja að frammistaðan í dag sé ákveðin skilaboð varðandi framhaldið á mótinu? „Þú getur sagt það en við skulum alveg halda okkur á jörðinni. Þetta var frábær frammistaða í dag og ég er stoltur af liðinu, en við þurfum að halda þessu áfram og sýna svona leik líka á sunnudaginn.“ Klassaleikmenn úr bestu liðum Evrópu Aðspurður hvað hefði gert gæfumuninn fyrir Hollendinga svaraði Arnar: „Þær eru bara ógeðslega góðar. Með ofboðslega reynslu og bara það að hafa til dæmis verið saman á Ólympíuleikunum í sumar gefur þessum liðum rosalega mikið. Það er ekkert skrýtið að Snorri Steinn hafi verið svekktur að missa af leikunum – hann hefði auðvitað viljað, nýtekinn við liðinu, fá einn og hálfan mánuð í sumar til að vinna með leikmönnum. Þetta eru klassaleikmenn í klassaliðum, sem spila í Meistaradeild Evrópu í hverri viku, með bestu liðum Evrópu.“ Klippa: Arnar svekktur en stoltur Elín Jóna frábær og æðiskastið óþarfi Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Íslands og Arnar var einnig ánægður með vörnina fyrir framan hana: „Hún [Elín] var frábær í kvöld. Eflaust hefði hún mátt fá meiri hjálp á köflum en mér fannst vörnin standa mjög vel. Við vorum ekki að brjóta mikið af okkur, það voru ekki mörg fríköst í þessum leik, en með 5-1 vörnina þá er það kannski heldur ekki aðalmálið. Elín Jóna stóð sig frábærlega en mér fannst vörnin vera frábær líka heilt yfir.“ Arnar lét vel í sér heyra við ritaraborðið seint í leiknum og sagði það líklega hafa verið óþarfa: „Ég tók eitthvað brjálæðiskast þarna sem er kannski bara algjört rugl. Steinunn fær á sig þrívegis dóm fyrir að fara inn í teig og ég neita að trúa öðru en að þær hafi þá varist fyrir innan línuna. Ég var búinn að kalla eftir því að þeir fylgdust með því líka. En heilt yfir stóðu þeir sig mjög vel og algjör óþarfi fyrir mig að æsa mig þarna, þó ég gerði það nú samt.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Holland vann leikinn að lokum 27-25 en Ísland var yfir lengi vel í leiknum og náði til að mynda þriggja marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Hafa ber í huga að Holland varð heimsmeistari árið 2019 og hefur verið meðal bestu liða heims síðustu ár. Ísland hefur hins vegar ekki verið með á EM í tólf ár. „Maður er svekktur að tapa þessu, sem er kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann. Um leið og maður er svekktur þá er maður stoltur og ánægður með hvernig stelpurnar spiluðu í dag og kláruðu þetta verkefni. Við fengum mjög sterkt lið hérna eins og við vissum, lið sem varð í 5. sæti á Ólympíuleikunum í sumar og hefur náð frábærum úrslitum, svo þetta var bara góð frammistaða heilt yfir,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Hvaða skilaboð er Arnar með til stelpnanna: „Ég hrósa þeim bara fyrir frammistöðuna. Hvernig þær mættu til leiks, lögðu sig fram og svöruðu þessum kafla hjá hollenska liðinu í seinni hálfleik. Við viljum horfa í frammistöðuna og stelpurnar eiga bara hrós skilið. Svo þurfum við núna að stilla okkur af og byrja að undirbúa okkur fyrir leikinn á sunnudaginn. Það er nýr leikur og nýtt lið,“ en Ísland mætir Úkraínu á sunnudaginn og svo Þýskalandi næsta þriðjudag. Má ekki segja að frammistaðan í dag sé ákveðin skilaboð varðandi framhaldið á mótinu? „Þú getur sagt það en við skulum alveg halda okkur á jörðinni. Þetta var frábær frammistaða í dag og ég er stoltur af liðinu, en við þurfum að halda þessu áfram og sýna svona leik líka á sunnudaginn.“ Klassaleikmenn úr bestu liðum Evrópu Aðspurður hvað hefði gert gæfumuninn fyrir Hollendinga svaraði Arnar: „Þær eru bara ógeðslega góðar. Með ofboðslega reynslu og bara það að hafa til dæmis verið saman á Ólympíuleikunum í sumar gefur þessum liðum rosalega mikið. Það er ekkert skrýtið að Snorri Steinn hafi verið svekktur að missa af leikunum – hann hefði auðvitað viljað, nýtekinn við liðinu, fá einn og hálfan mánuð í sumar til að vinna með leikmönnum. Þetta eru klassaleikmenn í klassaliðum, sem spila í Meistaradeild Evrópu í hverri viku, með bestu liðum Evrópu.“ Klippa: Arnar svekktur en stoltur Elín Jóna frábær og æðiskastið óþarfi Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Íslands og Arnar var einnig ánægður með vörnina fyrir framan hana: „Hún [Elín] var frábær í kvöld. Eflaust hefði hún mátt fá meiri hjálp á köflum en mér fannst vörnin standa mjög vel. Við vorum ekki að brjóta mikið af okkur, það voru ekki mörg fríköst í þessum leik, en með 5-1 vörnina þá er það kannski heldur ekki aðalmálið. Elín Jóna stóð sig frábærlega en mér fannst vörnin vera frábær líka heilt yfir.“ Arnar lét vel í sér heyra við ritaraborðið seint í leiknum og sagði það líklega hafa verið óþarfa: „Ég tók eitthvað brjálæðiskast þarna sem er kannski bara algjört rugl. Steinunn fær á sig þrívegis dóm fyrir að fara inn í teig og ég neita að trúa öðru en að þær hafi þá varist fyrir innan línuna. Ég var búinn að kalla eftir því að þeir fylgdust með því líka. En heilt yfir stóðu þeir sig mjög vel og algjör óþarfi fyrir mig að æsa mig þarna, þó ég gerði það nú samt.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti