Innlent

Hröð bar­átta og skortur á dýpt

Samúel Karl Ólason skrifar
Þs.jpeg

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir alltaf frábært að setja x við P. Það gerði hún í morgun. Hún sagðist þá ætla að verja deginum í kosningamiðstöð þar sem hún stefnir á að hringja í nokkra óákveðna kjósendur.

Þórhildur Sunna segir hraðann á kosningabaráttunni og það hvað baráttan snerist mikið um fá málefni hafa staðið upp úr. Erfitt hafi verið að koma öðrum málefnum, eins og umhverfismálum og mannréttindamálum og spillingarvörnum að.

„Það var mikill fókus á það sem fólki er virkilega umhugað um en það hefði mátt fara meira á dýptina varðandi önnur atriði. Það er kannski út af því að þetta var svo rosalega hröð kosningabarátta,“ sagði Þórhildur Sunna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×