Körfubolti

Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket gerðu góða ferð til Ítalíu.
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket gerðu góða ferð til Ítalíu. vísir/anton

Miðherjinn öflugi, Tryggvi Snær Hlinason, vann annan sigurinn á Ítalíu á rúmri viku þegar Bilbao Basket lagði Sassari, 89-91, í fyrsta leik sínum í L-riðli á öðru stigi Evrópubikarsins í körfubolta í kvöld.

Tryggvi og félagar hans í íslenska landsliðinu unnu Ítalíu, 74-81, í undankeppni EM á mánudaginn í síðustu viku. Hann fagnaði svo öðrum sigri á ítalskri grundu í kvöld.

Tryggvi stóð fyrir sínu í leiknum. Hann spilaði 24 mínútur, skoraði tólf stig og tók þrjú fráköst.

Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin sigruðu Virtus Bologna, 88-90, eftir framlengingu í EuroLeague.

Martin skoraði fjögur stig og gaf sex stoðsendingar fyrir Alba Berlin sem er í sautjánda og næstneðsta sæti EuroLeague með þrjá sigra og tíu töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×