Fótbolti

Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba

Sindri Sverrisson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson gladdi samherja sína með glæsilegu sigurmarki í gær.
Hákon Arnar Haraldsson gladdi samherja sína með glæsilegu sigurmarki í gær. Getty/Catherine Steenkeste

Hákon Arnar Haraldsson skoraði glæsilegt sigurmark fyrir Lille í gærkvöld, í 3-2 sigri gegn Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Manchester City er hins vegar í vanda eftir 2-0 tap gegn Juventus. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi.

Hákon byrjaði að spila að nýju í síðasta mánuði, eftir tveggja mánaða hlé vegna meiðsla, og hefur nú skorað fyrir Lille í tveimur leikjum í röð.

Hann kom inn á sem varamaður á 80. mínútu í gær og skoraði skömmu síðar með þrumuskoti. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Englandsmeistarar Manchester City eru í slæmri stöðu eftir 2-0 tap á útivelli gegn Juventus, þar sem Dusan Vlahovic og Weston McKennie skoruðu mörkin í seinni hálfeik.

City er aðeins í 22. sæti, með átta stig eftir sex leiki, og á næst leik við annað lið í vanda sem er PSG sem situr í 25. sæti með sjö stig. Aðeins 24 lið komast áfram í keppninni.

Mörk úr nokkrum leikjum til viðbótar, þar á meðal 3-2 útisigri Barcelona gegn Dortmund, má sjá hér að neðan en öll mörk kvöldsins mátti sjá í Meistaradeildarmessunni og í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×