Stjórnarher Sýrlands hefur hörfað frá Aleppo
Stjórnarher Sýrlands hefur hörfað frá Aleppo-borg og uppreisnar- og vígamenn náð bróðurparti borgarinnar. Þetta er fyrsta sinn frá 2016 sem átök hafa geisað innan borgarmarkanna. Þá nálgast þeir bogina Hama, þar sem ríkisstjórnin hefur haldið til, óðfluga.