Toomey með fullt hús eftir þrjár greinar - Björgvin Karl áfram í toppbaráttu Tia-Clair Toomey, heimsmeistari síðustu fjögurra ára í CrossFit, er með fullt hús stiga eftir sigur í hverri einustu af fyrstu þremur greinum dagsins á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þriðja greinin var öllu einfaldari en þær tvær fyrstu. Sport 28. júlí 2021 19:40
Björgvin Karl upp í annað sætið eftir aðra grein dagsins Björgvin Karl Guðmundsson er í toppbaráttunni í keppni karla á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er jafn tveimur öðrum í öðru sæti keppninnar eftir tvær greinar. Sport 28. júlí 2021 18:31
Björgvin Karl náði sjötta sætinu í mjög krefjandi fyrstu grein á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir náðu bestum árangri íslenska CrossFit fólksins í opnunargrein heimsleikanna í CrossFit sem fóru af stað í dag en framundan eru þrjár greinar í viðbót áður en fyrsti dagurinn er úti. Sport 28. júlí 2021 15:35
Heimsleikarnir byrja í dag á miklum buslugangi í vatninu við Madison Keppendur í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit mega nota blöðkur í fyrstu grein heimsleikanna sem er samsett grein af útisundi og kajakróðri í 39,4 ferkílómetra vatni. Sport 28. júlí 2021 11:00
Anníe Mist vonast til að verða stoltari af þessum heimsleikum en þegar hún varð heimsmeistari Það er komið að því. Anníe Mist Þórisdóttir hefur í dag keppni á heimsleikunum í CrossFit innan við einu ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Sport 28. júlí 2021 09:00
Justin LoFranco sér bara einn Íslending fyrir sér inn á topp fimm á heimsleikunum Justin LoFranco, hæstráðandi hjá Morning Chalk Up hefur sett fram sína spá um hverjir enda í fimm efstu sætunum í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Madison í Bandaríkjunum á morgun. Sport 27. júlí 2021 15:45
Íslenska Húsafellshellan í appelsínugulum felubúningi á heimsleikunum í CrossFit Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun og Íslandstengingin er víða á heimsleikunum í CrossFit í ár og ekki bara þegar kemur að frábærum íslenskum keppendum. Sport 27. júlí 2021 11:30
Okkar kona vel merkt á heimsleikunum: „Dóttir“ á sokkunum og „Davidsdóttir“ undir skónum Katrín Tanja Davíðsdóttir vann silfur á heimsleikunum í CrossFit fyrra og mætir nú aftur til leiks með það markmið að komast á verðlaunapall í fimmta sinn á ferlinum. Sport 27. júlí 2021 08:31
Aðeins helmingur keppenda á heimsleikunum fær að keppa á lokadeginum Nú hefur verið tilkynnt um það hvernig niðurskurðinum verður háttað á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Madison á miðvikudaginn. Sport 26. júlí 2021 12:30
Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. Sport 26. júlí 2021 08:30
Anníe Mist náði hundrað kílóum: Kannski ekki stórar tölur en risastórar fyrir mig Anníe Mist Þórisdóttir ætlar að gera Freyju Mist stolta af sér á heimsleikunum í CrossFit seinna í þessum mánuði en þá mætir hún í fyrsta sinn til leiks sem móðir. Sport 7. júlí 2021 08:30
Þjálfari og æfingafélagi Katrinar Tönju í danseinvígi á miðri æfingu Katrín Tanja Davíðsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana í CrossFit sem fara fram seinna í þessum mánuði. Strangar og erfiðar á dagskránni sem fyrr og þá er gott að þjálfa hláturtaugaranar aðeins líka. Sport 6. júlí 2021 08:31
Erfitt ár varð enn erfiðara fyrir Söru: „Mílovsjú you Molinn minn“ Árið 2021 ætlar heldur betur að reyna á íslensku CrossFit konuna Söru Sigmundsdóttur sem greindi frá því á samfélagmiðlum um helgina að hún hafi missti Mola sinn á dögunum ofan á það að hafa misst af öllu CrossFit tímabilinu vegna krossbandsslits. Sport 5. júlí 2021 08:31
Skildi dótturina eftir til að geta keppt á heimsleikunum: Grætur á hverjum degi Kara Saunders er mjög sterk fyrirmynd fyrir allar íþróttamömmur heimsins en þessi frábæra CrossFit kona reynir það á eigin skinni að það getur verið mjög erfitt fyrir keppniskonu í fremstu röð að eiga á sama tíma lítið barn. Sport 2. júlí 2021 08:30
Fagnaði frammistöðu Katrínar Tönju eins og þau hefðu unnið Super Bowl Það styttist í heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok mánaðarins og ein af þeim sem vonast hvað mest til að það verði áhorfendur í stúkunni er íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sport 1. júlí 2021 08:31
Ofnæmi eyðilagði tímabilið fyrir silfurmanni síðustu heimsleika Æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, sem vann silfurverðlaun eins og hún á síðustu heimsleikum, tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðuna fyrir því að Samuel Kwant náði sér ekki á strik í undanúrslitunum. Sport 25. júní 2021 14:31
Með hjálm og á hjóli í lokaundirbúningnum fyrir heimsleikana í CrossFit Anníe Mist Þórisdóttir hefur séð ýmislegt á tíu fyrstu heimsleikunum sínum og núna eru elleftu heimsleikar hennar framundan. Hún undirbýr sig meðal annars fyrir heimsleikana út í íslensku náttúrunni Sport 24. júní 2021 09:00
Katrín Tanja og Anníe Mist mæta sérmerktar til leiks á heimsleikunum í ár NOBULL er aðalstyrktaraðili heimsleikana í CrossFit og það verður boðið upp á nýjungar í klæðnaði keppenda í ár. Gullár okkar bestu kvenna munu því ekki fara framhjá neinum. Sport 23. júní 2021 08:32
Hélt hún væri inni á heimsleikunum ásamt Katrínu Tönju en sætið var tekið af henni CrossFit samtökin hafa tekið heimsleikasætið af hinni sænsku Emma Tall þrátt fyrir að hafa áður verið búin að staðfesta úrslitin á German Throwdown undanúrslitamótinu. Sport 18. júní 2021 08:30
Anníe Mist: Hef efast oftar um mig sjálfa á þessu tímabili en nokkurn tímann áður Anníe Mist Þórisdóttir er komin inn á sína elleftu heimsleika í CrossFit og hún hefur núna gert upp síðustu helgi í pistli. Sport 16. júní 2021 10:30
Sýndu stemmninguna sem var þegar Katrín Tanja tryggði sig inn á heimsleikana Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér um helgina sæti á heimsleikunum í CrossFit en hún var að komast inn á sjöundu heimsleikana í röð. Sport 16. júní 2021 08:31
„Ég var bara hamingjusöm þegar hún var hjá mér“ Annie Mist Þórisdóttir opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi nú á dögunum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hún svaf ekki, fann ekki fyrir matarlyst, fann ekki fyrir gleðinni í lífinu og átti erfitt með að hugsa um sig sjálfa og litlu dóttur sína. Lífið 15. júní 2021 14:07
Anníe Mist inn á heimsleikana í CrossFit tíu mánuðum eftir að hún átti barn Anníe Mist Þórisdóttir tryggði sér í gær sæti á heimsleikunum í gær aðeins tíu mánuðum eftir að hún eignaðist dóttur sína Feyju Mist. Sport 14. júní 2021 09:31
Sumir í sjokki að sjá Katrínu svo neðarlega en hún veit hvað skiptir mestu máli Sérfræðingar CrossFit samtakanna búast við því að Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggi sér farseðil á heimsleikanna um helgina en þá fer fram undanúrslitamót silfurkonunnar frá síðustu heimsleikum. Sport 11. júní 2021 10:00
Ákveðin að koma enn sterkari til baka Crossfit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir að hennar versta martröð hafi orðið að veruleika nú í mars þegar hún sleit krossband í hné á æfing. Lífið 10. júní 2021 15:31
Katrín Tanja og BKG fá enga íslenska samkeppni á spennandi helgi fyrir okkar besta fólk Fyrstu Íslendingarnir geta tryggt sér sæti á heimsleikunum í CrossFit um helgina en þá fara fram undanúrslitamót besta íslenska CrossFit fólksins. Sport 10. júní 2021 08:30
Anníe Mist í smá mótvindi rétt fyrir undanúrslitin Anníe Mist Þórisdóttir telur niður í undanúrslitamót sitt fyrir heimsleikana í CrossFit en þangað stefnir hún í fyrsta sinn eftir að hún varð móðir. Sport 9. júní 2021 08:30
Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. Sport 8. júní 2021 08:31
Anníe Mist sendi sautján ára vonarstjörnu CrossFit smá skilaboð Það styttist í það að Anníe Mist Þórisdóttir fái að keppa um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust en það eykur spenninginn hjá henni að horfa upp á fólk vinna sér inn farseðlana sína á heimsmeistaramótið í ár. Sport 7. júní 2021 08:31
Gefa Söru nýjan samning þrátt fyrir stóru meiðslin Það vakti athygli þegar íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir skrifaði undir samning við Volkswagen í miðjum heimsfaraldri fyrir ári síðan en nú hefur hún landað nýjum samningi við þýska bílaframleiðandann. Sport 2. júní 2021 09:00