Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

Grind­víkingar búi í ó­vissu þrátt fyrir tölfræðileiki

„Þetta hlýtur að vera mjög erfitt. Það er erfitt að setja sig spor þessa fólks að horfa enn og aftur upp á þetta. En þetta er það sem má búast við,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, um þá erfiðu stöðu sem Grindvíkingar séu í vegna enn eins eldgossins.

Innlent
Fréttamynd

Ætti að vera í kirkju en skoðar hraunið í staðinn

„Það er sunnudagur. Maður ætti að vera í kirkju, en svo er maður hér,“ segir Olgeir Sigmarsson, jarðvísindamaður hjá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu þegar hann var staddur við hraunjaðarinn ásamt fleiri vísindamönnum að safna sýnum úr hrauninu sem hefur runnið síðan í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Hraunið færist nær Suðurstrandarvegi

Náttúruvásérfræðingur á von á því að hraun nái út í sjó áður en langt um líður. Hann segir mikilvægt að benda á að engum sé hollt að dvelja nálægt þegar það gerist, þar sem hættulegar gastegundir kunni að myndast. Hraun rennur rennur um tuttugu metra á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Þurfi að hafa sam­úð með starfs­­fólki Veður­­stofunnar

Jarð­eðlis­fræðingur segir greini­legt að fyrir­varinn á eld­gosum í Sund­hnjúka­gíga­röðinni fari minnkandi og merkin að verða ó­greini­legri. Gos­sprungan milli Haga­fells og Stóra-Skóg­fells opnaðist einungis ör­fáum mínútum eftir að Veður­stofan til­kynnti um aukna jarð­skjálfta­virkni og land­breytingar sem bentu til þess að kviku­hlaup gæti fljót­lega hafist.

Innlent
Fréttamynd

„Nú er allt orðið vel smurt“

Gosstöðvarnar við Grindavík eru orðnar „vel smurðar“ og útskýrir það að miklu leyti hve lítill fyrirvarinn að eldgosinu í gærkvöldi var. Útlit sé fyrir að eldgosið klárist þegar líður að kvöldi en líklega tekur þá aftur við bið eftir næsta eldgosi.

Innlent
Fréttamynd

Gerir ráð fyrir löndun í Grinda­vík á morgun

Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. 

Innlent
Fréttamynd

Gýs á þremur stöðum og ó­vissa um styrk gasmengunar

Verulega dró úr skjálftavirkni í nótt og mældist nánast engin skjálftavirkni eftir klukkan 3 til morguns. Þá dró einnig úr gósóróa og virkni á gossprungunni eftir því sem leið á nóttina. Gýs nú á þremur stöðum og er virkasti hluti sprungunnar austan við Sýlingarfell, en minni gosop norðar.

Innlent
Fréttamynd

Hraun­tungan 100 metrum frá Njarðvíkuræðinni

Sviðsstjóri almannavarna segir enn töluvert hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi. Hætta er á gufusprengingum og gasmengun nái hraunið út í sjó. Vindur og úrkoma verði þó líklega til þess að það dreifist mjög hratt úr því  og ekki stafi hætta af, nema þá staðbundin.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað að flæða úr tjörninni

Enn flæðir hraun úr sprungunni á Reykjanesi, þó dregið hafi úr virkni þar og hraunflæði. Hraunið flæðir í tvær áttir, til vesturs í átt að Grindavíkurvegi, þar sem hraunið hefur farið yfir veginn og nálgast Njarðvíkuræð, og til suðurs í átt að Suðurstrandavegi.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosið í nótt í myndum

Svo virðist sem að dregið hafi töluvert úr gosvirkni í nótt og í morgun en þegar mest var, var hraunflæðið við Grindavík mikið. Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg og fór einnig í átt að Suðurstrandaveg.

Innlent
Fréttamynd

Fylgst með Ís­landi úr öllum áttum

Fjölmiðlar um allan heim fjalla um gosið sem hófst milli stóra Skógfells og Hagafells í kvöld. Þó virðist áhugi sumra miðla minni en á síðustu gosum sem voru í kastljósi fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Öflugasta gosið hingað til

Magnús Tumi Guðmundsson eldfjallafræðingur segir að gosið sem hófst í kvöld virðast vera það kraftmesta af þeim sem hafa verið á Reykjanesskaganum undanfarin misseri.

Innlent
Fréttamynd

Sjö hundruð manns drifu sig úr Bláa lóninu

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að rýming í Grindavík og í Bláa lóninu hafi gengið vel. Örfáir voru í bænum að hans sögn, en sex- til sjöhundruð í Bláa lóninu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég væri heima núna ef ég mætti það“

Íbúi í Grindavík sem var heima hjá sér þegar byrjaði að gjósa segir að engir jarðskjálftakippir hafi fundist áður en gosið hófst. Hann segir að hann væri heima hjá sér núna ef hann mætti. 

Innlent
Fréttamynd

Virðist vera endur­tekið efni

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við fréttastofu að hann telji að eldgosið muni byggja sig upp í afli og hugsanlega toppa eftir einn til tvo klukkutíma.Síðan muni líklega draga úr gosinu og því ljúka eftir nokkra daga.

Innlent
Fréttamynd

Búið að rýma í Bláa lóninu

Bláa lónið í Svartsengi hefur þegar rýmt öll sín athafnarsvæði vegna eldsumbrotanna við Sundhnjúkagígaröðina nú í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa lóninu.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band sýnir upp­haf eld­gossins

Eldgos hófst með miklum krafti yfir kvikuganginum í Sundhnúksgígum klukkan 20:23 í kvöld. Sjónarvottar lýsa töluverðu gjóskufalli yfir Grindavíkurvegi undan gosmekkinum.

Innlent
Fréttamynd

„Það er verið að rýma Grinda­vík“

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið yfir gossvæðið á Reykjanesi til að afla upplýsinga um eldgosið sem hófst á níunda tímanum. Verið er að lýsa yfir neyðarstigi á svæðinu.

Innlent