Hættustigi í Meradölum aflýst Hættustigi vegna eldgoss í Meradölum hefur verið aflýst sem og óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Virkni í gígunum hefur legið niðri í tæpar þrjár vikur. Innlent 8. september 2022 11:07
Landverðir taki við af björgunarsveitum Lítil virkni er á Reykjanesskaga og gosórói mælist ekki lengur en samkvæmt almannavörnum hætta björgunarsveitir nú gæslustörfum á svæðinu. Innlent 1. september 2022 22:32
Gosinu líklega lokið en langt frá því að vera styst eða minnst Allt bendir til þess að eldgosinu sem hófst í Meradölum þriðja ágúst sé lokið, að sögn eldfjallafræðings. Vika er í dag síðan virkni lagðist niður. Þetta sé ekki sambærilegt goshléum sem urðu í eldgosinu í fyrra en þá stöðvaðist virknin stundum snögglega áður en næsta hrina hófst. Nú hafi aðdragandinn hins vegar verið langur og virkni dvínað jafnt og þétt. Innlent 28. ágúst 2022 18:36
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. Innlent 26. ágúst 2022 22:12
Eldgosamaður vakti athygli í vefmyndavél Vísis Þrátt fyrir að eldgosinu í Meradölum sé að öllum líkindum lokið var nóg að gerast í vefmyndavél Vísis í fyrradag. Þar mætti maður í fullum skrúða hlífðarfatnaðar og lék listir sínar fyrir áhorfendur líkt og hann væri staddur í geimnum. Lífið 25. ágúst 2022 16:31
„Eiginlega alveg öruggt“ að gosinu sé lokið Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að það sé eiginlega alveg öruggt að eldgosinu í Meradölum sé lokið. Innlent 22. ágúst 2022 09:23
Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. Innlent 22. ágúst 2022 07:26
„Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. Innlent 21. ágúst 2022 10:08
„Hugsanlegt að við séum að nálgast goslokin“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir gosinu mögulega lokið, eldgosatímabilinu sé þó ekki að ljúka og Fagradalsfjallseldum ekki heldur. Innlent 20. ágúst 2022 15:47
Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. Innlent 20. ágúst 2022 14:57
Opið að gosstöðvum en varað við veðri Opið er á gosstöðvum í Meradölum í dag en þó er varað við vindi en búist er við norðan 10 til 18 metrum á sekúndu í dag. Innlent 20. ágúst 2022 10:25
Tæplega hundrað fluttir af gossvæðinu vegna meiðsla eftir að eldgos hófst Gosórói mælist minni en áður við Meradali og hraunrennsli sömuleiðis. Það nemur nú um fjórum rúmmetrum á sekúndu. Nýtt hraun hefur haldist innan Meradala en gæti með tímanum farið yfir slóða sem viðbragðsaðilar hafa notað til að komast á gosstöðvarnar. Innlent 20. ágúst 2022 08:21
Opið bréf til Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum Gunnar, ég vona að þú getir svarað nokkrum spurningum. Ég er búin að vera búsett erlendis í áratugi og fylgist þar af leiðandi stopult með á Íslandi. Ég hef hins vegar rekið augun núna upp á síðkastið, í yfirlýsingar frá þér sem ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir. Skoðun 19. ágúst 2022 19:31
Flaug dróna eins nálægt og hægt er að komast gosinu Breski drónaljósmyndarinn Louis Houiller, náði nokkuð mögnuðu myndskeiði af eldgosinu í Meradölum á dögunum. Innlent 18. ágúst 2022 23:21
Gossvæðið opið í dag Opið verður fyrir ferðamenn að ganga í átt að eldgosinu í Meradölum í dag. Gossvæðinu var lokað í gær en lokunaraðgerðir gengu vel samkvæmt viðbragðsaðilum. Innlent 18. ágúst 2022 10:17
Mæla gegn því að taka hunda að gosstöðvunum Matvælastofnun (MAST) ræður fólki eindregið frá því að taka hunda og önnur dýr með að gosstöðvunum í Meradölum. Mengun getur haft afar skaðleg áhrif á dýrin. Innlent 17. ágúst 2022 16:29
Gossvæðið áfram lokað Gossvæðið í Meradölum verður áfram lokað í kvöld og í nótt. Tekin verður ákvörðun um hvenær svæðið verður opnað á fundi viðbragðsaðila klukkan hálf níu í fyrramálið. Innlent 17. ágúst 2022 15:18
Gæti liðið að goslokum á næstu dögum Dregið gæti að goslokum á næstu dögum að mati eldfjallafræðings þar sem hraunflæðið nálgast lágmarksþröskuld. Lokað er inn á svæðið í dag vegna veðurs Innlent 17. ágúst 2022 12:01
Ekkert útivistarveður við gosstöðvarnar í dag Lokað er inn á gossvæðið í Meradölum í dag og verða allir sem ætla Suðurstrandarveginn stoppaðir og rætt við þá. Spáð er vonskuveðri í dag, allt að 23 metrum á sekúndu ásamt talsverðri rigningu. Innlent 17. ágúst 2022 09:56
Glóandi bráð úr gosinu í fyrra kreistist úr gamla hrauninu vegna þrýstings frá því nýja Bráð úr hrauninu sem rann úr eldgosinu við Fagradalsfjall í fyrra hefur kreist út um hraunið vegna þunga nýja hraunsins sem rennur úr eldgosinu í Meradölum. Þessir kraftar gera það að verkum að enn varasamara getur verið að ganga á gamla hrauninu. Innlent 16. ágúst 2022 20:29
Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. Innlent 16. ágúst 2022 19:36
Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. Innlent 16. ágúst 2022 15:32
Verulega dregið úr hraunflæði Verulega hefur dregið úr hraunflæði við gosstöðvarnar í Meradölum. Samkvæmt niðurstöðum flugmælinga hefur flæðið farið úr 11 rúmmetrum á sekúndu yfir í 3 til 4 rúmmetra á sekúndu. Innlent 16. ágúst 2022 11:11
Gunni og Felix að bugast vegna hávaða frá þyrlum Gósentíð er nú hjá þyrlufyrirtækjum vegna gossins á Reykjanesi. En ekki eru allir kátir með ónæðið sem er því samfara; þeir eru reyndar fjölmargir sem vilja segja hingað og ekki lengra. Þeir Gunni og Felix skemmtikraftar eru þeirra á meðal. Innlent 16. ágúst 2022 10:38
Myndaveisla: Gosstöðvarnar eftir tvær vikur af eldgosi Rétt tæpar tvær vikur eru liðnar síðan eldgosið í Meradölum hófst og hefur það þegar tekið talsverðum breytingum. Enn er umferð um gosstöðvarnar talsverð en ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson, gerði sér ferð að gosstöðvunum í gær til að líta á síbreytilega náttúruna. Innlent 16. ágúst 2022 10:28
Lokað inn á gossvæðið á morgun Gas frá eldgosinu í Meradölum berst til norðurs í dag en spáð er sunnanátt, þrír til átta metrar á sekúndu, fyrir hádegi. Íbúar Vatnsleysustrandar gætu orðið varir við gas. Lokað verður inn á svæðið á morgun vegna slæmrar veðurspá en spáð er hvassviðri og stormi sunnan- og vestanlands á morgun með talsverðri rigningu. Innlent 16. ágúst 2022 09:57
Óvissuflugið þarf að enda Reykjanesskagi hefur enn á ný bært á sér. Jarðvísindamenn halda því fram að eldgosið í Meradölum og gosið í Geldingardölum gætu verið upphafið að löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga. Ekki er útilokað að þetta gostímabil gæti virkjað eldstöðvar nær Reykjavík þótt litlar líkur séu þó á því. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en með vitneskju um mögulega ógn af hraunrennsli næstu ár er eðlilegt að við hugum að því hvaða uppbyggingu við viljum fjárfesta í á svæðinu. Skoðun 16. ágúst 2022 07:31
Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum. Fréttir 15. ágúst 2022 21:31
Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. Innlent 15. ágúst 2022 18:40
Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. Lífið 15. ágúst 2022 16:24