Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. Innlent 7. apríl 2021 14:41
Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. Innlent 7. apríl 2021 12:04
„Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. Innlent 7. apríl 2021 11:19
500 milljónir í gosslóðir Þegar eldgos brjótast út verða Íslendingar eins og börn. Auðvitað höfum við fyrst áhyggjur af lífi og limum fólks þegar byrjar að gjósa, en þegar öryggi manna og dýra virðist tryggt fyllist hvert mannsbarn spenningi og við verðum öll sérfræðingar í kvikuhólfum, þroskaðri eða vanþroskaðri kviku og setjum fram okkar eigin kenningar um hvert hraunelfurinn muni streyma næst. Skoðun 7. apríl 2021 10:01
Bílastæðin opin en viðbragðsaðilar funda um þróun mála kl. 9 Ekki hefur verið tilkynnt um breytingar á opnun á gossvæðinu í og umhverfis Geldingadali þrátt fyrir þróun mála í nótt. Samkvæmt stöðufærslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum frá því í gærkvöldi stóð til að opna kl. 6 í morgun. Innlent 7. apríl 2021 06:38
„Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. Innlent 7. apríl 2021 01:06
Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. Innlent 7. apríl 2021 00:43
Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. Innlent 6. apríl 2021 22:19
Horfði á sprunguna opnast í Geldingadölum Hinn níu ára gamli Hugi Þór Snorrason var á göngu með afa sínum, Kristjáni Kristjánssyni, á gossvæðinu í gær þegar þeir heyrðu drunur og sáu skyndilega mikinn reyk koma upp úr jörðinni. Innlent 6. apríl 2021 20:01
Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. Innlent 6. apríl 2021 20:00
Vegslóði kominn undir hraun Segja má að fyrsta mannvirkið á Reykjanesi sé komið undir nýlegt hraun en vegslóði sem liggur að gosstöðvunum er nú þakinn fersku hrauni eftir að ný sprunga opnaðist með látum í gær. Innlent 6. apríl 2021 16:36
Gosstöðvarnar verða opnaðar að nýju í fyrramálið Bogi Adolfsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík segir útlitið á gosstöðvunum ágætt ef frá er talin gasmengun á svæðinu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir umferð fólks um svæðið í fyrramálið. Innlent 6. apríl 2021 15:12
Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. Innlent 6. apríl 2021 12:09
Áfram lokað á gossvæðinu Áfram verður lokað á gossvæðinu á Reykjanesskaga vegna mengunarhættu. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum. Innlent 6. apríl 2021 10:14
Myndasyrpa: Magnað sjónarspil á gosstöðvunum í gærkvöldi Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í gærkvöldi þar sem hann festi á filmu það mikla sjónarspil sem fyrir augum bar. Innlent 6. apríl 2021 07:41
Skoða hvort ný sprunga sé að opnast milli gossvæðanna Talsverð virkni hefur verið á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum. Innlent 6. apríl 2021 06:54
Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. Innlent 5. apríl 2021 21:40
Íbúar í Vogum hvattir til að loka gluggum vegna mengunar Íbúar í Vogum eru hvattir til að loka gluggum og kynda húsin sín vegna gasmengunar frá eldgosinu í Geldingadölum sem liggur nú yfir byggðinni. Innlent 5. apríl 2021 21:12
Ákveða á morgun hvort gossvæðið verði opið Viðbragðsaðilar sem staðið hafa vaktina við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðustu daga munu koma saman á stöðufundi á morgun. Þá verður ákveðið hvort svæðið verður opnað aftur, en því var lokað í gær eftir að nýjar sprungur opnuðust suðaustur af upphaflega gosstaðnum. Innlent 5. apríl 2021 17:51
Tilkomumiklar myndir af nýju sprungunum Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga, þar sem hraun flæðir nú ofan í Meradali úr sprungum sem opnuðust í dag. Innlent 5. apríl 2021 15:40
Bein útsending Vísis frá gosstöðvunum Vísir verður í beinni útsendingu frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður og Arnar Halldórsson tökumaður eru á svæðinu, fara yfir vendingar dagsins og mynda nýja hraunið. Innlent 5. apríl 2021 14:32
Sjáðu nýju sprunguna úr lofti Ný sprunga hefur nú opnast um hálfan kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. Sprungan er um tvö hundruð metra löng og rennur hraunið niður í Merardali. Innlent 5. apríl 2021 14:10
Rýming gengið vel þó fólk hafi „aðeins maldað í móinn“ Rýming viðbragðsaðila í og við Geldingadali hefur gengið vel, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Nokkur hundruð manns hafi verið á svæðinu þega ný sprunga opnaðist skammt frá upphaflegu gossvæði í hádeginu. Innlent 5. apríl 2021 14:09
Horfðu á sprunguna opnast og glæringarnar koma upp Þetta var vissulega óvænt en skemmtilegt, segir Kristján Kristjánsson, sem horfði á nýju sprunguna í Geldingadölum opnast í hádeginu í dag. Hann var nýkominn á gosstöðvarnar með tíu ára gömlu barnabarni sínu þegar sprungan opnaðist. Innlent 5. apríl 2021 13:49
Sama kvikan en að koma upp á nýjum stað „Það er greinilega kominn leki af rásinni sem hefur fóðrað gamla staðinn og kvikan er að koma upp á nýjum stað. Þetta er sama kvikuæðin,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um nýju sprunguna sem myndaðist í Geldingadölum í hádeginu. Útlit er fyrir að dregið hafi úr fyrra gosinu. Innlent 5. apríl 2021 13:27
Klárt mál að fólk gæti verið í hættu Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir alla krafta viðbragðsaðila nú fara í að koma fólki af gossvæðinu eftir að ný sprunga opnaðist. Öryggisins vegna þurfi að loka svæðinu þar sem fólk gæti verið í hættu. Innlent 5. apríl 2021 13:16
Nýjar sprungur opnuðust á Reykjanesskaga Ný hraunsprunga hefur nú opnast um hálfan kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. Innlent 5. apríl 2021 12:12
Nístingskuldi og hvasst í Geldingadölum Heldur fámennt er við gosstöðvarnar í Geldingadölum enda nístingskuldi á svæðinu. Innlent 5. apríl 2021 10:14
„Síðustu þrjár ferðirnar voru mjög krefjandi“ Guðný Petrína Þórðardóttir og Börkur Þórðarson hlupu á dögunum tíu ferðir upp og niður fellið Þorbjörn við Grindavík. Þau söfnuðu með hlaupinu alls 607 þúsund krónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Lífið 5. apríl 2021 07:01
Minni umferð í dag en verið hefur og opið áfram á morgun Nokkuð færra fólk lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag samanborið við síðustu daga. Aðeins voru um tvö til þrjú hundruð bílar á svæðinu þegar mest lét í dag. Gert er ráð fyrir að svæðið verði áfram opið á morgun en lokað var í gær vegna veðurs. Innlent 4. apríl 2021 22:34