Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kaup SKEL á INNO verð­launuð í Belgíu og sögð tryggja fram­tíð verslunar­keðjunnar

Kaupin á belgísku verslunarkeðjunni INNO, sem fjárfestingafélagið SKEL stóð að í samfloti með sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia, hafa hlotið árleg viðskiptaverðlaun í flokki meðalstórra viðskipta í Belgíu á árinu 2024. Eftir kaupin er framtíð verslunarkeðjunnar sögð vera tryggð í höndum reynslumikilla fjárfesta á smásölumarkaði en SKEL hefur sagt aðstæður á þeim markaði í Evrópu vera mjög áhugaverðar eftir miklar áskoranir síðustu árin.

Innherji
Fréttamynd

Steyptu fyrsta gullmolann

Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hluta­bréfa­verð Amaroq nálgast hæsta gildi eftir að gull­vinnsla hófst í Nalunaq

Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem er að meirihluta í eigu íslenskra fjárfesta, hefur tilkynnt um að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hefur átt sér stað í Nalunaq-námu félagsins í Suður-Grænlandi. Fjárfestar brugðust vel við tíðindunum, sem eru í samræmi við útgefnar áætlanir félagsins, og hlutabréfaverðið hækkaði nokkuð í fyrstu viðskiptum í morgun.

Innherji
Fréttamynd

Fram­kvæmda­stjórn ESB veitir sam­þykki sitt fyrir yfir­tökunni á Marel

Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu og Ástralíu hafa gefið blessun sína fyrir yfirtöku John Bean Technologies á Marel og er því núna búið að ryðja í burtu síðustu hindrunum fyrir viðskiptunum gagnvart eftirlitsstofnunum. Fáist samþykki frá að lágmarki níutíu prósent hluthafa Marel við tilboðinu frá JBT á allra næstu vikum mun samruninn formlega klárast á fyrstu dögum næsta árs og meðal annars hafa í för með sér nærri hundrað milljarða útgreiðslu til innlendra fjárfesta.

Innherji
Fréttamynd

Þrjú fá kaup­rétt fyrir alls 277 milljónir

Síminn hefur veitt forstjóra og tveimur framkvæmdastjórum kauprétt að samtals 22.500.000 hlutum í félaginu. Kaupréttur er veittur á hlutabréfum á grunnverðinu 12,31 króna á hlut, sem gerir grunnkaupverðið alls um 277 milljónir króna. Forstjóri fær helming kaupréttarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Undir hlut­höfum komið hvort skráning sam­einaðs fé­lags hér heima heppnist

Marel kemur inn í áformaðan risasamruna við John Bean Technologies (JBT) „algjörlega sem jafningi“ bandaríska fyrirtækisins, að sögn Árna Sigurðssonar forstjóra, sem telur að hluthafar ættu að hafa enn meiri trú á sameinuðu félagi sem verði með einstaka stærðarhagkvæmni og segist ekki hafa upplifað neina fjárfesta tala „ákveðið“ á móti samrunanum. Í viðtali við Innherja undirstrikar hann að það séu hagsmunir þeirra sem vilja taka tilboðinu hjá JBT að ákveða sig snemma fremur en á lokametrunum og brýnir hluthafa Marel að það sé undir þeim komið hvort skráningin á Íslandi muni heppnast vel eða ekki þegar fram í sækir.

Innherji
Fréttamynd

Niður­stöður fyrstu borana í Nanoq gefa til kynna „hágæða-gull­svæði“

Niðurstöður úr rannsóknarborunum Amaroq Minerals í Nanoq á Suður-Grænland sýndu fram á háan styrkleika gulls á svæðinu og undirstrikar mikla möguleika leyfisins, að sögn forstjóra auðlindafyrirtækisins. Frekari boranir eru áformaðar á næsta ári en fyrstu niðurstöður gefa vísbendingar um að hægt sé að finna gull í magni sem má telja í milljónum únsa.

Innherji
Fréttamynd

Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð

Formgalli varð til þess að ákvörðun Neytendastofu um að sekta Hagkaup um 850 þúsund krónur var felld niður að hluta. Hagkaup sitja samt sem áður uppi með 400 þúsund króna stjórnvaldssekt.

Neytendur
Fréttamynd

Flaug alla leið frá Ástralíu til að heim­sækja Eiðis­torg

Tom er stjarneðlisfræðingur og einn hæfileikaríkasti spilari í heimi í íslenska tölvuleiknum Starborne: Frontier. Tom er búsettur í Adelaide í Ástralíu og flaug alla leiðina til Íslands til þess að heimsækja félaga sína hjá tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds á Eiðistorgi og hitta aðra spilara leiksins.

Lífið
Fréttamynd

Hörð við­brögð við vaxta­hækkunum

Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim.

Innlent
Fréttamynd

„Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“

Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

ASÍ for­dæmir hækkun vaxta og Þór­hallur sendi bankanum bréf

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir þá ákvörðun Íslandsbanka að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gangi niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður er meðal þeirra sem eru hugsi yfir vaxtahækkunum bankanna og lífeyrissjóðanna.

Neytendur
Fréttamynd

Munum á­fram „velkjast um í heimi fjögurra pró­senta raun­vaxta“

Þótt ný þjóðhagsspá Seðlabankans geri ráð fyrir að verðbólgan verði farin að nálgast markmið um mitt næsta ár þá ætlar peningastefnunefndin ekki að láta mun betri horfur „slá ryki í augun á sér, að sögn hagfræðinga Arion banka, en einhver bið verður á því að aðhaldsstigið fari minnkandi. Útlit er fyrir töluverðar vaxtalækkanir á næstunni ef verðbólgan þróast í takt við væntingar en peningastefnunefndin mun hins vegar eftir sem áður vera varkár.

Innherji
Fréttamynd

Nýtt veitingasvæði rís í Smára­lind

Fasteignafélagið Heimar hefur sett af stað umfangsmiklar framkvæmdir í austurenda Smáralindar en þar á að rísa nýtt veitingasvæði. Áætlað er að þrettán veitingastaðir verði opnaðir á þessu nýja svæði í Smáralind fyrir lok árs 2025. Um verður að ræða allt frá skyndibita yfir í fínni veitingastaði sem einnig verða opnir á kvöldin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankinn steli til baka hluta af á­vinningi af vaxtalækkuninni

Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. 

Innlent