Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.



Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Misbýður um­mæli um sam­hljóm stefnu sinnar og Breiviks

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vænir Þorstein V. Einarsson, sem kenndur er við Karlmennskuna, um vanþekkingu og óheiðarleika. Hún segir samlíkingu hans á stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Breivik hafa sett sig hljóða.

Innlent
Fréttamynd

Um­breyttist í Guðna Ágústs­son og Ólaf Ragnar

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknar segir að því fari fjarri að hún hafi ekki sterkar skoðanir þrátt fyrir að Framsókn sé á miðju stjórnmálanna. Lilja segir árin sem hún bjó í Kóreu hafa haft mikil áhrif á hana.

Lífið
Fréttamynd

Það sem oftast ó­gildir kjör­seðilinn

Það er grundvallaratriði að eiga ekki við lista annarra flokka en þess sem maður hyggst kjósa en slíkt getur ógilt kjörseðilinn. Þetta segir formaður landskjörstjórnar. Dæmi eru um að fólk setji önnur tákn en kross á kjörseðil og kasti þannig atkvæði sínu á glæ.

Innlent
Fréttamynd

FB stækkar og Fram­sókn aftur á gröfunni

Mikil ánægja ríkir í Breiðholti með þá ákvörðun ríkis og borgar að stækka Fjölbrautarskólann í Breiðholti.  Fulltrúar Framsóknarflokksins tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni sem ráðgert er að rísi 2026. 

Innlent
Fréttamynd

Skilnings­leysi fyrr­verandi fjár­mála­ráð­herra um að kenna

Barna-og menntamálaráðherra segir skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa komið í veg fyrir að ráðgjafar-og greiningarmiðstöð barna hafi fengið nægt fjármagn til að sinna þjónustu sinni að fullu. Núverandi fjármálaráðherra ætli að taka á málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Þrjár sviðs­myndir í skoðun en miða við ó­breyttan kjör­dag

Skrifstofa Landskjörstjórnar fundaði nú síðdegis með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna þriggja, vegna aftakaveðurspár fyrir komandi kjördag. Framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir enn stefnt að því að kjörfundur fari fram alls staðar á laugardag, en hvorki fólk né atkvæði verði lögð í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Skemmti­legustu kapp­ræður kosninga­bar­áttunnar

Kappleikarnir, öðruvísi og skemmtilegur kosningaþáttur, eru beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Frambjóðendur tíu flokka mætast í myndveri og svara spurningum um þau mál sem helst brenna á ungu fólki.

Innlent
Fréttamynd

Segir Mið­flokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“

Fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins, sem gekkst við því í gær að hafa kostað færslu á Facebook-síðu flokksins í Suðurkjördæmi í óþökk fyrrum samherja sinna, stendur fast á sínu og sér lítið athugavert við það sem hann gerði. Hann segist eiga tilkall til síðunnar sem stofnandi hennar. 

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti aukinna ríkis­út­gjalda farið í laun og bætur

„Ertu búinn?“ spurði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í orðaskaki við Heimi Karlsson, einn þáttastjórnanda Bítisins á Bylgjunni, þegar síðarnefndi sagði marga velta því fyrir sér í hvað skattpeningarnir væru að fara.

Innlent
Fréttamynd

Mega fresta kosningu í allt að viku verði ó­veður á laugar­dag

Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir mikilvægt að fólk vandi sig í kjörklefanum. Það eigi bara að setja X við sitt framboð og vilji það breyta eða strika út megi aðeins gera það við það framboð sem þau kjósa. Kristín segir landskjörstjórn í góðu sambandi við Veðurstofuna og ef veður verði svo slæmt á laugardag að ekki verði hægt að kjósa alls staðar sé heimild til að fresta kosningum í allt að viku.

Innlent
Fréttamynd

Kostaði um­deilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í

Fyrrverandi Miðflokksmaður, sem nú styður oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi af heilum hug, gengst við því að hafa birt færslu á síðu fyrrnefnda flokksins nokkrum vikum eftir brotthvarf hans þaðan. Færslan innihélt opið bréf þar sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði oddvita Miðflokksins í Reykjavík suður til syndanna.

Innlent
Fréttamynd

Tvær á toppnum

Flestir vilja fá formann Samfylkingarinnar sem næsta forsætis- eða fjármálaráðherra þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar er í öðru sæti en tvöfalt fleiri, en í síðustu könnun, telja hana besta kostinn í stól forsætisráðherra. Sífellt færri vilja sjá formenn ríkisstjórnarflokkanna sem næsta leiðtoga ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins

Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi.

Innlent
Fréttamynd

Tölu­verðar líkur á leiðindaveðri á kjör­dag

Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar.

Innlent