Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Ítölsk notalegheit á Nesinu

Gamall bóndabær úti á Nesi er orðinn einn ástsælasti veitingastaður borgarinnar. Andrúmsloftið er heimilislegt og ítölsk matarstemmingin leikur við bragðlaukana. Einstakt útsýni til Snæfellsjökuls og út á Sundin blá tekur á móti gestum. Ráðagerði er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Cor­d­en aftur vel­kominn eftir skít og skammir gær­dagsins

Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 

Lífið
Fréttamynd

Ólafur Stephen­sen og Kaup­fé­lag Skag­firðinga

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segist vera hættur að versla við fyrirtæki í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan að sögn er sú að einn starfsmaður Kaupfélagsins er heiðurskonsúll/ræðismaður Rússlands á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hættur að versla við KS vegna stríðsins

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Ástæðan er sú að starfsmaður kaupfélagsins er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi. Konsúllinn segist ekki sinna þeim störfum fyrir hönd KS.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Smørrebrød í boði í Borgarleikhúsinu

Gestir Borgarleikhússins geta héðan í frá gætt sér á dönsku smørrebrød þegar leiksýningar eru sóttar. Leikhúsið mun bjóða upp á hinn sívinsæla rétt með aðstoð Jómfrúarinnar og vonast framkvæmdastjórinn eftir því að fólk geti fengið enn meira út úr leikhúsferðum sínum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útfararbíll nýttur sem sendibíll á Ísafirði

Útfararbíll á Ísafirði er óvenjulega mikið á ferðinni og vekur alltaf athygli þar sem hann kemur en hann er þó ekki að flytja lík á milli staða. Nei, bílinn er notaður, sem sendibíll fyrir tælenskan veitingastað í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis

Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á.

Innlent
Fréttamynd

Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis

„Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti.

Innlent
Fréttamynd

Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna.

Innherji
Fréttamynd

„Þetta var svakalegt“

Ljóst er að mikið tjón varð á húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í miklu sjávarflóði sem þar varð í gær. Rekstaraðilar á svæðinu eru þó ekki af baki dottnir, þrátt fyrir tímabundið bakslag.

Innlent
Fréttamynd

Mat­höllin opni á næstu mánuðum

Mathöllin á Pósthússtræti 5 er í þann mund að verða tilbúin af orðum Leifs Welding, eins eigenda mathallarinnar að dæma. Stefnt sé að því að opna mathöllina í lok október eða byrjun nóvember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Takk fyrir ekkert

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. 

Skoðun
Fréttamynd

Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi

Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Otaði hnífi að fólki á veitingastað um miðjan dag

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir mann hafa verið handtekinn um miðjan dag í gær eftir að hann otaði hnífi að fólki á veitingastað á Akureyri. Hann er sagður hafa otað hnífnum að starfsfólki og viðskiptavinum og haft í hótunum við lögregluþjóna.

Innlent