Vísindi

Fréttamynd

Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið

Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni.

Erlent
Fréttamynd

Þyrlan á Mars: Fyrsta tilraunaflugferðin í morgun

Þyrilvængjan Ingenuity átti að reyna að fljúga í fyrsta skipti á reikistjörnunni Mars nú í morgun. Búist er við að upplýsingar um hvernig til tókst berist til jarðar nú fyrir hádegið. Hægt verður að fylgjast með því í beinni útsendingu á Vísi.

Erlent
Fréttamynd

Fresta fyrsta þyrlufluginu á Mars

Ákveðið hefur verið að fresta fyrstu tilraunaflugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars. Til stóða að fljúga henni í fyrsta lagi í dag en eftir að hnökrar komu í ljós við undirbúning á föstudag var ákveðið að seinka því.

Erlent
Fréttamynd

Eðlis­­fræðingar spenntir yfir niður­stöðum sem storka staðallík­ani

Niðurstöður úr tveimur ólíkum tilraunum með svonefndar mýeindir eru sagðar gefa vísbendingar um mögulegt frávik frá staðallíkani öreindafræðinnar og hugsanlegt nýtt náttúruafl. Íslenskur eðlisfræðingur segir niðurstöðurnar spennandi en að of snemmt sé að tala um nýja og áður óþekkta víxlverkun.

Erlent
Fréttamynd

Grófu glataða gullaldarborg upp úr sandinum í Egyptalandi

Fornleifafræðingar í Egyptalandi tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið þrjú þúsunda ára gamla borg sem hefur legið grafið undir sandi. Fundurinn er sagður einn sá stærsti frá því að gröf Tútankamons faraós fannst á fyrri hluta 20. aldar.

Erlent
Fréttamynd

Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti

Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli.

Erlent
Fréttamynd

Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum.

Innlent
Fréttamynd

Þrávirk efni ógna heilsu háhyrninga við Ísland

Margfalt meira af þrávirkum efnum fundust í íslenskum háhyrningum sem éta bæði fisk og spendýr en þeim sem nærast aðeins á fiski í nýrri rannsókn hafvísindamanna á Íslandi, í Kanada og Danmörku. Heilsu hvalanna og afkomu stofnsins er ógnað af menguninni.

Innlent
Fréttamynd

Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu

Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu.

Erlent
Fréttamynd

Botnvörpuveiðar taldar losa jafnmikið og flugsamgöngur

Allt að milljarður tonna af koltvísýringi losnar út í höf jarðar vegna botnvörpuveiða á ári, meira en losnar frá samgöngum út í loftið. Þetta er á meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar á hvernig þjóðir geta barist gegn loftslagsbreytingum og hruni vistkerfa hafsins.

Erlent
Fréttamynd

Sóttvarnaaðgerðir ráðist ekki af veðri og vindum

Stjórnvöld ættu ekki að nota árstíðarskipti og hlýnandi veðurfar sem ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Sérfræðingar segja að smitvarnir yfirvalda hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu veirunnar en veður eða loftgæði.

Erlent
Fréttamynd

Endurskapa hverfandi jöklana í kringum Höfn

Tölvulíkön og drónatækni gerðu íslenskum og skoskum vísindamönnum kleift að endurskapa jökla í kringum Höfn í Hornafirði eins og þeir litu út fyrir fjörutíu og allt að 75 árum í nýrri stuttmynd. Á sama tíma sýna myndirnar glöggt hversu stórfelldar breytingar hafa orðið á jöklunum með áframhaldandi hnattrænni hlýnun af völdum manna.

Innlent
Fréttamynd

Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars

Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina.

Erlent
Fréttamynd

Draga til baka rannsókn á skammtatölvum vegna „mistaka“

Hópur sérfræðinga á vegum tæknirisans Microsoft hefur dregið til baka umdeilda rannsókn á svonefndum skammtatölvum sem birtist árið 2018. Mistök hafi verið gerð við rannsóknina og biðjast höfundarnir afsökunar á að hafa ekki stundað nægilega vísindaleg vinnubrögð.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni

Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin.

Erlent
Fréttamynd

NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars

NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar.

Erlent
Fréttamynd

Langvarandi áhrif Covid-19 minnki yfirleitt með tímanum

Tæp sjötíu prósent þeirra sem greindust með covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi segjast hafa fundið fyrir þreytu og um helmingur hefur fundið fyrir verkjum og mæði, eftir að hafa jafnað sig af sjúkdómnum sjálfum. Langvarandi áhrif covid-19 fari þó minnkandi með tímanum. Þetta segir Sigríður Zoega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, en hún heldur utan um rannsókn um eftirköst covid-19 á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir lendingu jeppans mikið afrek

Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga.

Innlent