Hryðjuverk í London

Fréttamynd

Vestræn ríki eru ósamstiga

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, telur að árásirnar á Lundúnir í gær sýni að ríki heims séu ósamstíga og illa undir það búin að glíma við hryðjuverkaógnina.

Erlent
Fréttamynd

Stálinu stappað í þjóðina

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stappaði stálinu í þjóð sína í gær og fullyrti að hún myndi hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum ekki láta buga sig. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hétu stuðningi sínum við ríkisstjórnina í þessum þrengingum.

Erlent
Fréttamynd

Blair verður áfram í Skotlandi

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ekki yfirgefa G8-fundinn í Skotlandi þrátt fyrir atburðina í Lundúnum að sögn talsmanns ráðherrans. Blair mun flytja ávarp klukkan ellefu að íslenskum tíma.

Erlent
Fréttamynd

45 látnir og 1000 slasaðir

Að minnsta kosti 45 eru sagðir látnir og 1000 særðir eftir sprengingarnar í Lundúnum í morgun. Um tvö þúsund Íslendingar eru búsettir í borginni en ekki hafa borist fregnir af því hvort einhver þeirra sé á meðal látinna eða slasaðra. Utanríkisráðuneytið hefur opnað upplýsingasíma vegna atburðanna. Númerið er 545 9900.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi slasaðra í Lundúnum

Innanríkisráðherra Bretlands, Charles Clarke, sagði í samtali við fjölmiðla fyrir stundu að þó nokkur fjöldi fólks hefði slasast í sprengingunum í Lundúnum í morgun. Talsmaður lögreglunnar vill ekki fullyrða að um hryðjuverkaárás sé að ræða á þessari stundu.

Erlent
Fréttamynd

Háannatími valinn fyrir árásirnar

Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi.

Erlent
Fréttamynd

Í nafni Al-Qaida

Áður óþekkt samtök hafa lýst sprengingunum í Lundúnum á hendur sér í nafni Al-Qaida. Samtökin kalla sig "Leynisamtök heilags stríðs Al-Qaida í Evrópu" í tilkynningu sem birt var á íslamskri vefsíðu fyrir skömmu.

Erlent
Fréttamynd

Múslimar harma árásirnar

Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara.

Erlent
Fréttamynd

Tala látinna enn á reiki

Tala þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á Lundúnaborg í morgun er enn mjög á reiki. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist; staðfest tala frá Lundúnalögreglunni er þrjátíu og þrír. Slasaðir eru sagðir á bilinu hundrað og fimmtíu, sem eru alvarlega slasaðir, til eitt þúsund.

Erlent