Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Öll fjölskyldan greindist með Covid

Leikkonan Keira Knightly sagði frá því í viðtali við The Telegraph að hún er nú að jafna sig eftir að smitast af kórónaveirunni. Hún er töluvert veik og liður illa.

Lífið
Fréttamynd

95 greindust innan­lands

95 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 95 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 56 prósent. 42 voru utan sóttkvíar, eða 44 prósent.

Innlent
Fréttamynd

77 greindust innanlands í gær

Alls greindust 77 smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 34 í sóttkví og þar að auki greindust þrír á landamærunum.

Innlent
Fréttamynd

Gjörgæsla í gjörgæslu

Umræða um gjörgæsludeildir Landspítala hefur verið áberandi upp á síðkastið. Margir hafa furðað sig á því að gjörgæsludeildir spítalans ráði ekki við að sinna þremur til fjórum sjúklingum með COVID. Margoft hefur verið bent á að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá, jafnvel þegar enginn heimsfaraldur geisar.

Skoðun
Fréttamynd

Sjö smitaðir á Grund

Sjö heimilismenn hafa greinst smitaðir af Covid-19 á A2 deild hjúkrunarheimilisins Grund í Reykjavík. Þá hafa fjórir starfsmenn greinst smitaðir en fleiri starfsmenn hjúkrunarheimilisins hafa farið í skimun.

Innlent
Fréttamynd

Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands

Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir

Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum.

Erlent
Fréttamynd

Mun að óbreyttu mæla með bólu­setningu fimm til ellefu ára

Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því.

Innlent
Fréttamynd

Rauður föstudagur á mörkuðum vestanhafs

Hlutabréfamarkaðir voru rauðglóandi við opnun vestanhafs á þessum svarta föstudegi. Úrvalsvísitalan Dow Jones lækkaði um 900 stig eða 2,5 prósent eftir opnun. Sambærilega sögu er að segja af vísitölum S&P og Nastdaq sem lækkuðu um 1,8 prósent annars vegar og 1,5 prósent hins vegar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Friðhelgi bólusettra

Í vikunni bárust fréttir af þeirri ráðstöfun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að kalla eftir bólusetningarvottorði frá þeim sem ætla að koma inn í úthlutunarstöð nefndarinnar.

Skoðun