Þór Akureyri

Fréttamynd

Daníel Guðni: Ég tek þessi tvö stig allan daginn

„Við gerðum þetta óþarflega erfitt. Þeir misstu Bandaríkjamanninn sinn snemma út og hann var ófær til vinnu í leiknum og við nutum góðs af því,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór Akureyri í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Frá Hong Kong í Þorpið

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Þórs í fótbolta til næstu þriggja ára. Hann tekur við liðinu af Orra Frey Hjaltalín sem stýrði Þór til 9. sætis í næstefstu deild í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andri: Við eigum ennþá fullt af hlutum inni

KA/Þór sigraði Stjörnuna með einu marki, 27-26, í KA heimilinu í dag. Heimastúlkur náðu mest sjö marka forskoti um miðbik síðari hálfleiks en misstu það svo niður í eitt mark undir lok leiks. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór var sáttur með stigin tvö en fannst leiðinlegt hvernig lið hans endaði leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Martha Hermannsdóttir: Honum verður ekki að ósk sinni í ár

Martha Hermannsdóttir leikmaður KA/Þór var frábær fyrir liðið í dag þegar þær mættu ÍBV í fyrsta leik Olís deildar kvenna. Hún skoraði 9 mörk, þar af eitt af vítalínunni þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Það mark tryggði sigur KA/Þór á móti ÍBV í háspennuleik sem endaði 26-24.

Handbolti
Fréttamynd

Undanúrslitin í Coca-Cola bikarnum klár

Í kvöld var dregið í undanúrslit Coca-Cola bikarsins í handbolta. Karlamegin mætast Íslandsmeistarar Vals og Afturelding, en kvennamegin halda Framarar titilvörn sinni áfram gegn Valskonum.

Handbolti
Fréttamynd

Stefnan er að fara út

Þór/KA og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Salt-Pay vellinum á Akureyri í dag. Lokaumferðin var kláruð í dag og höfðu norðankonur ekki upp á mikið að spila en gátu þó með hagstæðum úrslitum farið upp um eitt til tvö sæti. Keflavík var nánast sloppið við fall og tryggði það endanlega með stigi í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lík­legast að ein­vígið fari fram í Kósovó

Íslandsmeistarar KA/Þórs mæta KHF Istogu, landsmeisturum Kósovó, í fyrstu umferð Evrópukeppni kvenna í handbolta. Liðin mætast tvívegis um miðjan septembermánuð og stefnir allt í að báðir leikirnir fari fram í Kósovó.

Handbolti
Fréttamynd

ÍBV nálgast sæti í efstu deild

ÍBV vann í dag mikilvægan 1-0 sigur þegar að liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Eyjamenn eru enn í harðri baráttu um sæti í efstu deild á næsta tímabili, en Þórsarar eru ekki enn búnir að hrista falldrauginn af sér.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór Akureyri fær írskan liðsstyrk

Þórsarar frá Akureyri hafa samið við írska landsliðsmanninn Jordan Blount um að leika með liðinu á komandi leiktíð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Blount kemur frá Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tinda­stóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA

Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt.

Íslenski boltinn