Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Rússar unnu Alsíringa

Rússar og Alsíringar, andstæðingar Íslendinga í b-riðli heimsmeistaramótsins í Túnis, mættust á æfingamóti í Noregi í gærkvöldi. Rússar unnu sex marka sigur, 27-21. Rússneska liðið er mjög breytt frá fyrri stórmótum. Liðið er ungt að árum og þjálfari liðsins til margra ára, Maximov, er hættur.

Sport
Fréttamynd

Grosswallstadt fær nýjan þjálfara

Grosswallstadt, lið Snorra Steins Guðjónssonar og Einars Hólmgeirssonar í þýska handboltanum, skiptir um þjálfara næsta sumar. Michael Roth tekur við af Peter Meisinger, núverandi þjálfara liðsins.

Sport
Fréttamynd

Adios senor Padron

Mál málanna í íþróttaheiminum síðustu daga hefur verið mál Jaliesky Garcia Padron. Þessum kúbverska Íslendingi var hent úr íslenska landsliðshópnum um daginn þar sem hann mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma og hafði þar að auki ekki fyrir því að láta vita af sér.

Sport
Fréttamynd

Tveir leikir í 1. deild kvenna

Tveir leikir eru í fyrstu deild kvenna í handknattleik í dag. Íslandsmeistarar ÍBV taka á móti Stjörnunni í Eyjum klukkan tvö. Klukkutíma síðar hefst viðureign Fram og Hauka í Framheimilinu.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan vann Gróttu/KR

Stjarnan bar sigurorð af Gróttu/KR 26-20 í fyrstu deild kvenna í handbolta í gærkvöldi. Anna Blöndal skoraði sjö mörk og Kristín Guðmundsdóttir sex fyrir Stjörnuna. Arna Gunnarsdóttir skoraði sex mörk fyrir Gróttu/KR.

Sport
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Frökkum

Íslenska karlahandboltalandsliðið tapaði fyrir Frökkum í kvöld, 30-26, á æfingaleik á Spáni. Staðan í hálfleik var 16-12 fyrir Frakka. Nýjasta stjarna okkar Íslendinga, línumaðurinn Róbert Gunnarsson hélt áfram sínu striki og var markahæstur með 6 mörk. Næstur á eftir honum kom Haukamaðurinn Vignir Svavarsson með 5 mörk.

Sport
Fréttamynd

Garcia sendir Viggó tóninn

Jaliesky Garcia, leikmaður Göppingen í Þýskalandi, gefur ekki kost á sér í íslenska landsliðið í handknattleik á meðan Viggó Sigurðsson er landsliðsþjálfari. Þetta kom fram í viðtali við Garcia í Olíssporti á Sýn í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Garcia fær að skýra mál sitt

"Ég vil nú ekki líta svo á að hann hafi kallað mig lygara heldur frekar að íþróttafréttamaðurinn hafi lagt honum orð í munn," segir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik.

Sport
Fréttamynd

ÍBV og Valur sigruðu

ÍBV sigraði FH 29-37 í úrvalsdeild kvenna í handbolta í kvöld og söxuðu Eyjastúlkur með því á forskot Hauka á toppi deldarinnar í 2 stig. Valsstúlkur sigruðu Víking 28-21 og eru í 3. sæti með 14 stig, sex stigum á eftir ÍBV.

Sport
Fréttamynd

Leikirnir hér heima í kvöld

Í kvöld er leikið í efstu deildum kvenna í handbolta og körfubolta. Í úrvalsdeild kvenna í handbolta mætast FH og ÍBV í Hafnarfirði og Valur og Víkingur á Hlíðarenda en báðir leikirnir hefjast kl 19.15. Í körfunni eru einnig tveir leikir hjá stelpunum þegar 12. umferð hefst. Botnlið KR stúlkna sem er enn án stiga fær ÍS í heimsókn og topplið Keflavíkur tekur á móti Haukum.

Sport
Fréttamynd

Viggó í Olíssporti í kvöld

Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, verður gestur Olíssports á Sýn í kvöld klukkan tíu. Landsliðið heldur utan á fimmtudag til Spánar þar sem þeir taka þátt í æfingamóti fyrir heimsmeistaramótið í Túnis sem hefst 23.janúar.

Sport
Fréttamynd

Garcia kominn í leitirnar

Jaliesky Garcia, landsliðsmaður í handbolta, er kominn í leitirnar. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, talaði við Garcia seint í gærkvöldi en þá var leikmaðurinn staddur á Púertó Ríkó. Ekkert hafði náðst í Garcia í nokkrar vikur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Sport
Fréttamynd

Garcia fer ekki til Túnis

Jaliesky Garcia mun ekki fara með íslenska landsliðinu í handknattleik á HM í Túnis sem hefst síðar í mánuðinum að sögn Viggós Sigurðssonar landsliðsþjálfara í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 og Sýnar nú fyrir stundu. Hugsanlegt er að Garcia hafi leikið sinn síðasta landsleik undir stjórn Viggós.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhildur með þrjú í sigurleik

Hrafnhildur Skúladóttir landsliðskona skoraði þrjú mörk fyrir danska liðið Århus í gær þegar liðið lagði Neustadt frá Austurríki að velli 29-24 í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Síðari leikurinn verður í Danmörku.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan komst áfram

Stjörnustúlkur tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik með því að vinna stórsigur á gríska liðinu APS Makedonikas, 35-13, í Ásgarði. Sigur Stjörnunnar var, eins og lokatölurnar gefa til kynna, mjög öruggur og leyfði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, öllum leikmönnum sínum að spila.

Sport
Fréttamynd

Mikil upplifun að spila með Óla

Handboltakappinn Alexander Petersson spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd gegn Svíum í vikunni sem leið. Petersson, sem er borinn og barnfæddur í Lettlandi, stóð sig framar vonum og skoraði sjö mörk í leikjunum tveimur. Frammistaða hans í leikjunum tveimur gerir það að verkum að hann verður líklega í byrjunarliðinu í hægra horninu á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst 23. janúar næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Viggó ánægður með Petersson

Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var mjög ánægður með Alexander Petersson í frumraun hans með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur gegn Svíum í síðustu viku. Viggó sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að innkoma Peterssons í landsliðið hefði verið mjög jákvæð.

Sport
Fréttamynd

Garcia enn ófundinn

Forysta Handknattleikssambands Íslands og landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson munu taka ákvörðun, um hvort stórskyttan Jaliesky Garcia verði í landsliðshópnum sem fer á heimsmeistaramótið í Túnis, í dag. Garcia hefur ekkert látið í sér heyra frá því að hann fór til Kúbu til að vera viðstaddur jarðarför föður síns á milli jóla og nýárs og sagði Viggó í samtali við Fréttablaðið í gær að framkoma Garcia væri furðuleg.

Sport
Fréttamynd

Svavar frá næstu vikurnar

Svavar Vignisson, línumaðurinn sterki hjá handknattleiksliði ÍBV, ristarbrotnaði á æfingu og verður frá næstu vikurnar. Þetta er mikið áfall fyrir ÍBV sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar og tryggði sér sæti í úrvalsdeild DHL-deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan sigraði Osmangazi

Stjörnustúlkur sigruðu í dag Eskisehir Osmangazi frá Tyrklandi í Evrópukeppni kvenna í handknattleik, en lokatölur urðu 30-23. Möguleikar Stjörnustúlkna á að komast áfram eru því ágætir, en á morgun mæta þær gríska liðinu Makedonikos.

Sport
Fréttamynd

ÍBV og FH sigruðu

Tveir leikir fóru fram í úrvaldsdeild kvenna í handknattleik í dag. Í Vestmannaeyjum sigruðu heimastúlkur Val 27-26 og FH sigraði Gróttu/KR 25-22 á útivelli.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur aldarinnar

Mikil stemming er á Akureyri vegna leiks bikarmeistara KA í handknattleik frá árinu 1995, gegn núverandi bikarmeisturum félagsins en leikurinn fer fram í KA-heimilinu í dag og hefst klukkan 15.

Sport
Fréttamynd

Danir og Serbar skildu jafnir

Ýmsar af bestu handknattleiksþjóðum heims undirbúa sig nú fyrir heimsmeistaramótið í Túnis sem hefst 23. janúar. Danir og Serbar áttust við á undirbúningsmóti í Frakklandi í gærkvöld og skildu jafnir, 27-27. Á sama móti lögðu Frakkar Grikki örugglega, 31-22.

Sport
Fréttamynd

Reynsluleysi hjá Stjörnunni

Stjarnan tók á móti svissneska liðinu Spono Nottwill í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna sem fram fór í Garðabæ. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar á mótinu og þétt setinn áhorfendabekkurinn í Garðabænum.

Sport
Fréttamynd

Reynt að ná í Garcia um helgina

Beðið verður fram yfir helgi með að taka ákvörðun um hvort Jaliesky Garica, leikmaður Göppingen í Þýskalandi, verði með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Túnis í lok mánaðarins.

Sport
Fréttamynd

Góður möguleiki að komast áfram

Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik spilar um helgina þrjá leiki í Áskorendakeppni Evrópu en leikið er með riðlafyrirkomulagi í fyrsta sinn.

Sport
Fréttamynd

Fimm marka tap gegn Svíum

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði gegn Svíum í vináttuleik í Skövde í kvöld, en lokatölur urðu urðu 36-31 eftir að Íslendingar höfðu leitt með eins marks mun í leikhléi, 17-16.

Sport
Fréttamynd

Fjórum mörkum yfir gegn Svíum

Íslenska landsliðið í handknattleik er 15-11 yfir í hálfleik í vináttuleik sínum gegn Svíum þar ytra. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir HM í handknattleik sem hefst síðar í mánuðinum í Túnis. Roland Eradze markvörður hefur verið besti maður liðsins í fyrri hálfleik.

Sport