Messuhald verður tileinkað páfa 3. apríl 2005 00:01 Kaþólikkar á Íslandi leituðu margir í kirkjur eftir að þeim bárust tíðindin í gær, tóku þátt í bænastundum og kveiktu á kertum. Messuhald í dag og alla næsta viku mun verða tileinkað minningu Jóhannesar Páls páfa. Í Róm og í Páfagarði hefst nú undirbúningur útfarar og vals eftirmanns páfa. Jóhannes Páll páfi annar sat á páfastóli í 26 ár og stýrði kaþólsku kirkjunni í gegnum umbrotatíma í heimssögunni. Hann beitti sér gegn kommúnisma og síðar því sem hann taldi neikvæð áhrif kapítalisma, svo að dæmi séu tekin. Hann var fyrsti páfinn sem messaði í kirkju mótmælenda, steig fæti inn í bænahús gyðinga og mosku. Hann var einnig fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var ítalskur. Í Rómarborg er búist við því að pílagrímar hvaðanæva úr heiminum streymi nú til borgarinnar til að vera viðstaddir útför páfa sem verður að líkindum á milli miðvikudagsins og föstudagsins í þessari viku. Aukalestir eru þegar komnar í umferð, drykkjarvatn hefur verið flutt til borgarinnar og þúsundir rúma hafa verið útvegaðar til að unnt sé að hýsa allan mannfjöldann. Talsmenn Páfagarðs hafa greint frá því að lík páfa muni liggja í basilíku heilags Péturs frá morgundeginum svo að almenningur geti vottað honum virðingu sína. 117 kardínálum kaþólsku kirkjunnar um víða veröld verður því næst stefnt til Páfagarðs til páfakjörfundar sem verður að líkindum eftir um hálfan mánuð eða svo. Þeirra bíður það verk að velja eftirmann Jóhannesar Páls. Nokkur nöfn hafa verið nefnd en enginn þeirra sem nefndur hefur verið til sögunnar er talinn sérstaklega líklegur eftirmaður. Sömu sögu var raunar að segja af Jóhannesi Páli þegar hann var valinn á sínum tíma. Í ljósi þess að hann skipaði alla nema tvo þeirra kardínála sem velja eftirmanninn er líkum þó leitt að því að næsti páfi muni haga starfa sínum í anda Jóhannesar Páls. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Kaþólikkar á Íslandi leituðu margir í kirkjur eftir að þeim bárust tíðindin í gær, tóku þátt í bænastundum og kveiktu á kertum. Messuhald í dag og alla næsta viku mun verða tileinkað minningu Jóhannesar Páls páfa. Í Róm og í Páfagarði hefst nú undirbúningur útfarar og vals eftirmanns páfa. Jóhannes Páll páfi annar sat á páfastóli í 26 ár og stýrði kaþólsku kirkjunni í gegnum umbrotatíma í heimssögunni. Hann beitti sér gegn kommúnisma og síðar því sem hann taldi neikvæð áhrif kapítalisma, svo að dæmi séu tekin. Hann var fyrsti páfinn sem messaði í kirkju mótmælenda, steig fæti inn í bænahús gyðinga og mosku. Hann var einnig fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var ítalskur. Í Rómarborg er búist við því að pílagrímar hvaðanæva úr heiminum streymi nú til borgarinnar til að vera viðstaddir útför páfa sem verður að líkindum á milli miðvikudagsins og föstudagsins í þessari viku. Aukalestir eru þegar komnar í umferð, drykkjarvatn hefur verið flutt til borgarinnar og þúsundir rúma hafa verið útvegaðar til að unnt sé að hýsa allan mannfjöldann. Talsmenn Páfagarðs hafa greint frá því að lík páfa muni liggja í basilíku heilags Péturs frá morgundeginum svo að almenningur geti vottað honum virðingu sína. 117 kardínálum kaþólsku kirkjunnar um víða veröld verður því næst stefnt til Páfagarðs til páfakjörfundar sem verður að líkindum eftir um hálfan mánuð eða svo. Þeirra bíður það verk að velja eftirmann Jóhannesar Páls. Nokkur nöfn hafa verið nefnd en enginn þeirra sem nefndur hefur verið til sögunnar er talinn sérstaklega líklegur eftirmaður. Sömu sögu var raunar að segja af Jóhannesi Páli þegar hann var valinn á sínum tíma. Í ljósi þess að hann skipaði alla nema tvo þeirra kardínála sem velja eftirmanninn er líkum þó leitt að því að næsti páfi muni haga starfa sínum í anda Jóhannesar Páls.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira