Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna misvísandi 26. maí 2006 13:50 Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur. Þegar tæpur sólarhringur er þar til kjörstaðir opna klukkan tíu í fyrramálið ríkir fullkomin óvissa um úrslitin í Reykjavík ef horft er til þriggja nýrra kannanna. Í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS sem birt var í gær nær Sjálfstæðisflokkurinn naumum meirihluta með 47,2 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn nær ekki inn manni, en þarf aðeins um eitt prósent atkvæða til viðbótar til að fella áttunda fulltrúa Sjálfstæðismanna. Í könnun NFS fengi Samfylkingin fjóra fulltrúa, Frjálslyndir einn og Vinstri gærnir tvo. Í könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun bætir Samfylkingin hins vegar við sig fulltrúa ´þa kostnað sjálfstæðismanna og Framsókn nær ekki inn manni. Fylgi Samfylkingarinnar er reyndar mest í könnun Fréttablaðsins eða um sex prósentustigum hærra en hjá NFS og í könnun Gallups frá því í gær. Í Gallup könnuninni nær Framsóknarflokkurinn inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö fulltrúa, Samfylkingin fjóra, VG tvo og Frjálslyndir einn. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins og Gallups yrði Sjálfstæðisflokkurinn að semja við einhvern hinna flokkanna til að mynda meirihluta eða þeir flokkar gætu sameinast um myndun meirihluta og Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram í minnihluta í borgarstjórn. Kosningarannsóknir sýna að stór hluti kjósenda ákveður sig á síðustu stundu og margir jafnvel ekki fyrr en á kjördag. Þannig að kosningabaráttan stendur allt til síðustu stundar. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Sjá meira
Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur. Þegar tæpur sólarhringur er þar til kjörstaðir opna klukkan tíu í fyrramálið ríkir fullkomin óvissa um úrslitin í Reykjavík ef horft er til þriggja nýrra kannanna. Í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS sem birt var í gær nær Sjálfstæðisflokkurinn naumum meirihluta með 47,2 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn nær ekki inn manni, en þarf aðeins um eitt prósent atkvæða til viðbótar til að fella áttunda fulltrúa Sjálfstæðismanna. Í könnun NFS fengi Samfylkingin fjóra fulltrúa, Frjálslyndir einn og Vinstri gærnir tvo. Í könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun bætir Samfylkingin hins vegar við sig fulltrúa ´þa kostnað sjálfstæðismanna og Framsókn nær ekki inn manni. Fylgi Samfylkingarinnar er reyndar mest í könnun Fréttablaðsins eða um sex prósentustigum hærra en hjá NFS og í könnun Gallups frá því í gær. Í Gallup könnuninni nær Framsóknarflokkurinn inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö fulltrúa, Samfylkingin fjóra, VG tvo og Frjálslyndir einn. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins og Gallups yrði Sjálfstæðisflokkurinn að semja við einhvern hinna flokkanna til að mynda meirihluta eða þeir flokkar gætu sameinast um myndun meirihluta og Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram í minnihluta í borgarstjórn. Kosningarannsóknir sýna að stór hluti kjósenda ákveður sig á síðustu stundu og margir jafnvel ekki fyrr en á kjördag. Þannig að kosningabaráttan stendur allt til síðustu stundar.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Sjá meira