Um nítíu vitni hafa komið fyrir dóm í Baugsmálinu 19. mars 2007 18:43 Jón Ásgeir Jóhannesson, einn sakborninganna í Baugsmálinu, var ánægður að sjá rétt fyrir lok málsins, þegar skýrslutökum lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um níutíu vitni hafa komið fyrir dóm á síðustu fimm vikum. Vitnaleiðslur í málinu hófust 12. febrúar síðastliðinn. Þá mætti Jón Ásgeir sem sakborningur en í dag mætti hann aftur sem vitni vegna nítjánda og síðasta ákæruliðsins þar sem Tryggva Jónssyni, fyrrverandi fjármálastjóra Baugs, er gefið að sök fjárdráttur. Jón Ásgeir var ánægður að sjá rétt fyrir lok skýrslutakanna og sagði gott að þessum hluta væri að ljúka. Málið hefði verið erfitt fyrir rekstur fyrirtækisins. Alls komu áttatíu og átta vitni fyrir dóminn auk þeirra ákærðu Jóns Ásgeirs, Tryggva og Jóns Geralds Sullenberger. En á meðal vitna eru forstjórar stórfyrirtækja, ritstjóri dagblaðs og lögreglumenn. Þrátt fyrir að málið sé í hugum marga orðið að einni heljarinnar sápuóperu þar sem afbrýðisemi, skemmtibátur, kampavín, nafnlaust bréf og ásakanir um pólitískt samsæri hafa leikið hlutverk þá má ekki gleyma að brotin sem ákært er fyrir fela í sér fjársvik og meiriháttar bókhaldsbrot. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, segist þess enn fullviss um að rétt hafi verið að gefa út ákærurnar. Jón Ásgeir hefur haldið því fram að málið sé sportið af pólitískum rótum en Sigurður Tómas sagði ekki neitt hafa komið fram við skýrslutökur sem benti til þess. Málflutningur hefst á mánudaginn og stendur í fjóra daga. Að honum loknum hafa dómarar þrjár vikur til að kveða upp dóm. Taki það lengur en átta vikur þarf að flytja málið aftur. Baugsmálið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, einn sakborninganna í Baugsmálinu, var ánægður að sjá rétt fyrir lok málsins, þegar skýrslutökum lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um níutíu vitni hafa komið fyrir dóm á síðustu fimm vikum. Vitnaleiðslur í málinu hófust 12. febrúar síðastliðinn. Þá mætti Jón Ásgeir sem sakborningur en í dag mætti hann aftur sem vitni vegna nítjánda og síðasta ákæruliðsins þar sem Tryggva Jónssyni, fyrrverandi fjármálastjóra Baugs, er gefið að sök fjárdráttur. Jón Ásgeir var ánægður að sjá rétt fyrir lok skýrslutakanna og sagði gott að þessum hluta væri að ljúka. Málið hefði verið erfitt fyrir rekstur fyrirtækisins. Alls komu áttatíu og átta vitni fyrir dóminn auk þeirra ákærðu Jóns Ásgeirs, Tryggva og Jóns Geralds Sullenberger. En á meðal vitna eru forstjórar stórfyrirtækja, ritstjóri dagblaðs og lögreglumenn. Þrátt fyrir að málið sé í hugum marga orðið að einni heljarinnar sápuóperu þar sem afbrýðisemi, skemmtibátur, kampavín, nafnlaust bréf og ásakanir um pólitískt samsæri hafa leikið hlutverk þá má ekki gleyma að brotin sem ákært er fyrir fela í sér fjársvik og meiriháttar bókhaldsbrot. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, segist þess enn fullviss um að rétt hafi verið að gefa út ákærurnar. Jón Ásgeir hefur haldið því fram að málið sé sportið af pólitískum rótum en Sigurður Tómas sagði ekki neitt hafa komið fram við skýrslutökur sem benti til þess. Málflutningur hefst á mánudaginn og stendur í fjóra daga. Að honum loknum hafa dómarar þrjár vikur til að kveða upp dóm. Taki það lengur en átta vikur þarf að flytja málið aftur.
Baugsmálið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Sjá meira