Skoðað verður vel hvort málinu verður áfrýjað 3. maí 2007 15:01 Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, sagði skömmu eftir að dómur var kveðinn upp í hádeginu í dag að skoða yrði mjög vel hvort málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Eins og fram kom í fréttum var Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi, fyrir bókhaldsbrot í rekstri Baugs þegar félagið var almenningshlutafélag. Sigurður Tómas sagðist eiga eftir að fara yfir forsendur dómsins og þá sagði hann að það kæmi nokkuð á óvart að tíu ákæruliðum í málinu hefði verið vísað frá. Sigurður Tómas benti enn fremur á að saksóknari hefði átta vikur til að ákveða hvort málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar en ákærðu fjórar en hann ætti eftir að fara vel yfir dóminn. Spurður hvort ekki væri léttir fyrir ákæruvaldið að fá lok sektardóm í málinu eftir að deilt hefði verið hart á ákæruvaldið bæði nú og í fyrra málinu, sagði Sigurður Tómas að það væri ekki viðeigandi að nota það orðalag. Það væri alltaf alvarlegt ef einhver væri dæmdur til refsingar. Enn fremur sagði Sigurður Tómas, aðspurður um það hvort skilorðsbundnir dómar í málinuværu og léttvægir að hans mati, að skilorðsbinding gæti komið til af ýmsum ástæðum. Jón Ásgeir og Tryggvi væru með hreinan sakaferil og það væri langur tími síðan brotin hefðu verið framin. Hann sagði þó óvarlegt að vera með nokkrar getgátur um ástæður skilorðsbindingar. Hann ætti eftir að lesa dóminn. Baugsmálið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Sjá meira
Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, sagði skömmu eftir að dómur var kveðinn upp í hádeginu í dag að skoða yrði mjög vel hvort málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Eins og fram kom í fréttum var Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi, fyrir bókhaldsbrot í rekstri Baugs þegar félagið var almenningshlutafélag. Sigurður Tómas sagðist eiga eftir að fara yfir forsendur dómsins og þá sagði hann að það kæmi nokkuð á óvart að tíu ákæruliðum í málinu hefði verið vísað frá. Sigurður Tómas benti enn fremur á að saksóknari hefði átta vikur til að ákveða hvort málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar en ákærðu fjórar en hann ætti eftir að fara vel yfir dóminn. Spurður hvort ekki væri léttir fyrir ákæruvaldið að fá lok sektardóm í málinu eftir að deilt hefði verið hart á ákæruvaldið bæði nú og í fyrra málinu, sagði Sigurður Tómas að það væri ekki viðeigandi að nota það orðalag. Það væri alltaf alvarlegt ef einhver væri dæmdur til refsingar. Enn fremur sagði Sigurður Tómas, aðspurður um það hvort skilorðsbundnir dómar í málinuværu og léttvægir að hans mati, að skilorðsbinding gæti komið til af ýmsum ástæðum. Jón Ásgeir og Tryggvi væru með hreinan sakaferil og það væri langur tími síðan brotin hefðu verið framin. Hann sagði þó óvarlegt að vera með nokkrar getgátur um ástæður skilorðsbindingar. Hann ætti eftir að lesa dóminn.
Baugsmálið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Sjá meira