Fall á erlendum hlutabréfamörkuðum 21. janúar 2008 08:32 Gengisfall hefur verið á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá upphafi viðskiptadagsins í dag. Ótti fjárfesta um yfirvofandi samdráttarskeið og efnahagskreppu fékk byr undir báða vængi í morgun þegar Nikkei-vísitalan féll um tæp fjögur prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlu virðist hafa skipt þótt George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafi komið fram með hugmyndir um skattalegar ívilnanir til handa þarlendum fyrirtækjum til að hindra að svartsýnisspár næðu fram að ganga. Þá hefur bandaríski seðlabankinn sömuleiðis sagst ætla að grípa til aðgerða. Telja flestir yfirgnæfandi líkur á að bankinn lækki stýrivexti í enda mánaðar um fimmtíu punkta hið minnsta. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni í Asíu í morgun er sú að lönd álfunnar eiga mikið undir útflutningi til Bandaríkjanna. Verði samdráttur í Bandaríkjunum mun draga úr innflutningi og þar af leiðandandi úr hagvexti viðskiptalandanna. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags fallið um 2,3 prósent, hin þýska Dax um 2,4 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 2,7 prósent. Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af þróuninni en aðalvísitölur hafa fallið um rúm 2,0 til 2,9 prósent. Viðskipti hefjast í Kauphöll Íslands eftir rúman klukkutíma. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gengisfall hefur verið á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá upphafi viðskiptadagsins í dag. Ótti fjárfesta um yfirvofandi samdráttarskeið og efnahagskreppu fékk byr undir báða vængi í morgun þegar Nikkei-vísitalan féll um tæp fjögur prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlu virðist hafa skipt þótt George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafi komið fram með hugmyndir um skattalegar ívilnanir til handa þarlendum fyrirtækjum til að hindra að svartsýnisspár næðu fram að ganga. Þá hefur bandaríski seðlabankinn sömuleiðis sagst ætla að grípa til aðgerða. Telja flestir yfirgnæfandi líkur á að bankinn lækki stýrivexti í enda mánaðar um fimmtíu punkta hið minnsta. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni í Asíu í morgun er sú að lönd álfunnar eiga mikið undir útflutningi til Bandaríkjanna. Verði samdráttur í Bandaríkjunum mun draga úr innflutningi og þar af leiðandandi úr hagvexti viðskiptalandanna. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags fallið um 2,3 prósent, hin þýska Dax um 2,4 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 2,7 prósent. Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af þróuninni en aðalvísitölur hafa fallið um rúm 2,0 til 2,9 prósent. Viðskipti hefjast í Kauphöll Íslands eftir rúman klukkutíma.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira