Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ás­geir og Tómas sitja fyrir svörum

Atli Ísleifsson skrifar
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Vísir/Vilhelm/Seðlabankinn

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir nýrri yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Í yfirlýsingunni, sem birt var klukkan 8:30 í morgun, sagði að fjármálakerfið hér á landi stæði traustum fótum og væri eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum og þá væru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif.

Nánar má lesa um yfirlýsinguna hér en fylgjast má með fundinum í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir

Hátt raun­vaxta­stig sam­hliða hægari vexti gæti skapað áskoranir

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×