Jónmundur segir flokkinn ekki ofurseldan atvinnulífinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. mars 2010 18:45 Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið ofurseldur atvinnulífinu þrátt fyrir styrki upp á 285 milljónir króna. Hann segir að styrkir frá Landsbankanum og FL Group hafi ekki átt rétt á sér og móttaka slíkra styrkja sé ekki stefna sem verði rekin í flokknum undir hans stjórn. Sjálfstæðislokkurinn fékk 285 milljónir króna frá fyrirtækjum á árunum 2002-2006, samkvæmt yfirliti sem flokkurinn birti í gær. Um helmingur þeirra sem styrktu eru óþekkt fyrirtæki. Hvenær fáum við að vita nöfn þeirra? „Þetta eru tvenns konar aðilar. Annars vegar þeir sem höfnuðu því að nöfn þeirra yrðu gefin upp, en við buðum upp á það og töldum það eðlilega tillitssemi. Hins vegar þeir sem ekki hafa svarað," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þannig að við fáum kannski aldrei að vita hverjir þetta eru? „Þeir sem ekki vilja að nöfn þeirra verði birt, við munum ekki birta nöfn þeirra af sjálfsdáðum." Er það stór hluti af þessum 136 milljónum króna? „Nei, það er eitthvað, en það er ekki stærsti hlutinn." Jónmundur segir að ekki liggi fyrir hvenær svör frá þeim fyrirtækjum sem styrktu flokkinn, sem ekki hafa svarað, munu berast ef þau berast einhvern tímann. Jónmundur, þetta eru 285 milljónir króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk á þessum fjórum árum. Sýnir þetta ekki bara, svo ekki verður um villst, að Sjálfstæðisflokkurinn var ofurseldur atvinnulífinu hér fyrir bankahrunið? „Nei, það gerir það svo sannarlega ekki. Það má ekki gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsta stjórnmálaafl landsins með 200 flokkseiningar og þ.a.l er eðlilegt að hann hafi meiri burði til þess að afla fjár en aðrir stjórnmálaflokkar. Þegar litið er yfir tölurnar frá öðrum flokkum frá sama tíma þá munar ekki svo miklu, allavega ekki jafn miklu og munar á stærð Sjálfstæðisflokksins og annarra stjórnmálaflokka í landinu," segir Jónmundur. Stærstur hluti upphæðarinnar er frá fyrirtækjum. Missti flokkurinn tengslin við fólkið landinu? „Það get ég ekkert sagt um. Ég var ekki á þessum vettvangi þá og get ekkert svarað fyrir það." Er það samt ekki óeðlilegt að fá svona háa upphæð, og stærstur huti hennar frá fyrirtækjum sem voru umsvifamikil í viðskiptalífinu og mörg þeirra áttu þátt í því að valda hér kerfislegu fjármálahruni? „Ef þú ert að vísa til styrkja frá Landsbankanum og FL Group þá tel ég svo vera, jú. Ég tel að þeir hafi ekki átt rétt á sér og það er ekki stefna sem við munum reka hér hjá flokknum undir minni stjórn," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Halla boðar Kristrúnu á sinn fund Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Fleiri fréttir Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla boðar Kristrúnu á sinn fund Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið ofurseldur atvinnulífinu þrátt fyrir styrki upp á 285 milljónir króna. Hann segir að styrkir frá Landsbankanum og FL Group hafi ekki átt rétt á sér og móttaka slíkra styrkja sé ekki stefna sem verði rekin í flokknum undir hans stjórn. Sjálfstæðislokkurinn fékk 285 milljónir króna frá fyrirtækjum á árunum 2002-2006, samkvæmt yfirliti sem flokkurinn birti í gær. Um helmingur þeirra sem styrktu eru óþekkt fyrirtæki. Hvenær fáum við að vita nöfn þeirra? „Þetta eru tvenns konar aðilar. Annars vegar þeir sem höfnuðu því að nöfn þeirra yrðu gefin upp, en við buðum upp á það og töldum það eðlilega tillitssemi. Hins vegar þeir sem ekki hafa svarað," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þannig að við fáum kannski aldrei að vita hverjir þetta eru? „Þeir sem ekki vilja að nöfn þeirra verði birt, við munum ekki birta nöfn þeirra af sjálfsdáðum." Er það stór hluti af þessum 136 milljónum króna? „Nei, það er eitthvað, en það er ekki stærsti hlutinn." Jónmundur segir að ekki liggi fyrir hvenær svör frá þeim fyrirtækjum sem styrktu flokkinn, sem ekki hafa svarað, munu berast ef þau berast einhvern tímann. Jónmundur, þetta eru 285 milljónir króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk á þessum fjórum árum. Sýnir þetta ekki bara, svo ekki verður um villst, að Sjálfstæðisflokkurinn var ofurseldur atvinnulífinu hér fyrir bankahrunið? „Nei, það gerir það svo sannarlega ekki. Það má ekki gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsta stjórnmálaafl landsins með 200 flokkseiningar og þ.a.l er eðlilegt að hann hafi meiri burði til þess að afla fjár en aðrir stjórnmálaflokkar. Þegar litið er yfir tölurnar frá öðrum flokkum frá sama tíma þá munar ekki svo miklu, allavega ekki jafn miklu og munar á stærð Sjálfstæðisflokksins og annarra stjórnmálaflokka í landinu," segir Jónmundur. Stærstur hluti upphæðarinnar er frá fyrirtækjum. Missti flokkurinn tengslin við fólkið landinu? „Það get ég ekkert sagt um. Ég var ekki á þessum vettvangi þá og get ekkert svarað fyrir það." Er það samt ekki óeðlilegt að fá svona háa upphæð, og stærstur huti hennar frá fyrirtækjum sem voru umsvifamikil í viðskiptalífinu og mörg þeirra áttu þátt í því að valda hér kerfislegu fjármálahruni? „Ef þú ert að vísa til styrkja frá Landsbankanum og FL Group þá tel ég svo vera, jú. Ég tel að þeir hafi ekki átt rétt á sér og það er ekki stefna sem við munum reka hér hjá flokknum undir minni stjórn," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Halla boðar Kristrúnu á sinn fund Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Fleiri fréttir Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla boðar Kristrúnu á sinn fund Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Sjá meira