Æðisleg tilfinning að gefa peninga til góðs málefnis 23. mars 2011 16:33 Hvergerðingurinn Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Á fermingardegi sínum í fyrra ákvað Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir að gefa hluta af fermingarpeningum sínum til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Ég vissi að ég fengi meiri peninga í fermingargjöf en ég hefði við að gera og að þeir færu mikið til í nammi og aðra vitleysu, svo mér fannst skynsamlegt að þeir rynnu til fólks sem hefði eitthvað þarfara við þá að gera,“ segir Harpa Hrönn, sem varð snortin af fréttaflutningi um bágstödd börn í Afríku og ákvað að láta tuttugu prósent af andvirði fermingarpeninga sinna renna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef á Íslandi. „Mér fannst tuttugu prósent mátulegt því ég vildi ekki gefa of lítið og ekki of mikið,“ segir Harpa Hrönn, sem fékk alls 210 þúsund krónur í fermingargjöf og gaf 40 þúsund til Unicef. „Eftir á hefði ég viljað gefa meira því sjálf fékk ég 50 þúsund krónur til að eyða að vild og keypti mér myndavél, en afgangurinn fór í nammi og bíó.“ Fermingarsystkin Hörpu vissu ekkert um þessar fyrirætlanir og hún veit ekki um neinn sem gerði neitt svipað. „Ég sagði reyndar engum frá þessu fyrir fram því mér fannst geðveikt vandræðalegt fyrst að ætla að gefa peningana til góðgerðamála, en þegar það spurðist út á netinu í gegnum Unicef gekkst ég við því öllu, enda mjög ánægð með það,“ segir Harpa Hrönn kát. Hún segir viðbrögð vina sinna og fermingarsystkina hafa flest verið á einn veg. „„Ha?“ sögðu þau steinhissa og „Af hverju í ósköpunum?“, eins og unglingar eru í dag og vilja eiga sína peninga sjálfir, en ég sagðist ekki hafa haft við alla peningana að gera og væri með þessu að bæta líf barna í nauð, sem ekki veitti af,“ segir Harpa Hrönn full sjálfstæðis og þors. „Mér fannst geðveikt spennandi að vita að með gjöfinni væri ég að bjarga fullt af litlum krökkum. Það var æðisleg tilfinning og besta gjöfin þegar ég lít til baka. Ég mæli hiklaust með því að gefa smávegis af fermingarpeningunum til góðs málefnis; jafnvel þótt það sé ekki nema 5.000 kall, því það munar um minna og margt smátt gerir eitt stórt.“ - þlg Fermingar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Á fermingardegi sínum í fyrra ákvað Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir að gefa hluta af fermingarpeningum sínum til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Ég vissi að ég fengi meiri peninga í fermingargjöf en ég hefði við að gera og að þeir færu mikið til í nammi og aðra vitleysu, svo mér fannst skynsamlegt að þeir rynnu til fólks sem hefði eitthvað þarfara við þá að gera,“ segir Harpa Hrönn, sem varð snortin af fréttaflutningi um bágstödd börn í Afríku og ákvað að láta tuttugu prósent af andvirði fermingarpeninga sinna renna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef á Íslandi. „Mér fannst tuttugu prósent mátulegt því ég vildi ekki gefa of lítið og ekki of mikið,“ segir Harpa Hrönn, sem fékk alls 210 þúsund krónur í fermingargjöf og gaf 40 þúsund til Unicef. „Eftir á hefði ég viljað gefa meira því sjálf fékk ég 50 þúsund krónur til að eyða að vild og keypti mér myndavél, en afgangurinn fór í nammi og bíó.“ Fermingarsystkin Hörpu vissu ekkert um þessar fyrirætlanir og hún veit ekki um neinn sem gerði neitt svipað. „Ég sagði reyndar engum frá þessu fyrir fram því mér fannst geðveikt vandræðalegt fyrst að ætla að gefa peningana til góðgerðamála, en þegar það spurðist út á netinu í gegnum Unicef gekkst ég við því öllu, enda mjög ánægð með það,“ segir Harpa Hrönn kát. Hún segir viðbrögð vina sinna og fermingarsystkina hafa flest verið á einn veg. „„Ha?“ sögðu þau steinhissa og „Af hverju í ósköpunum?“, eins og unglingar eru í dag og vilja eiga sína peninga sjálfir, en ég sagðist ekki hafa haft við alla peningana að gera og væri með þessu að bæta líf barna í nauð, sem ekki veitti af,“ segir Harpa Hrönn full sjálfstæðis og þors. „Mér fannst geðveikt spennandi að vita að með gjöfinni væri ég að bjarga fullt af litlum krökkum. Það var æðisleg tilfinning og besta gjöfin þegar ég lít til baka. Ég mæli hiklaust með því að gefa smávegis af fermingarpeningunum til góðs málefnis; jafnvel þótt það sé ekki nema 5.000 kall, því það munar um minna og margt smátt gerir eitt stórt.“ - þlg
Fermingar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira