Sjónvarpsveisla á góðu verði 18. október 2012 06:00 "Landsmenn hafa tekið okkur vel enda erum við að bjóða uppá frábærar vörur á góðu verði,“segir Halldór Ólafur Agnarsson, framkvæmdarstjóri Satis.is. mynd/stefán Verslunin Satis.is í Fákafeni hefur á skömmum tíma fest sig í sessi hérlendis sem söluaðili fyrir móttakara og erlendar áskriftarstöðvar á frábærum kjörum. Hallur Ólafur Agnarsson, framkvæmdastjóri Satis.is, segir viðtökurnar hafa verið vonum framar. "Landsmenn hafa tekið okkur vel enda erum við að bjóða upp á frábærar vörur á góðu verði. Við seljum fyrst og fremst móttakara og áskriftarpakka fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar frá Sky. Við seljum allan búnað, móttakara, diska, veggfestingar og allan nauðsynlegan búnað sem þarf." Verslunin selur þrjár gerðir móttakara sem Sky býður upp á. Þeir eru allir eins að flestu leyti segir Hallur, hafa til dæmis eins fjarstýringu og bjóða upp á sömu gæði. "Eini munurinn er sá að minnsti móttakarinn í línunni er ekki með hörðum diski. Sá næsti í stærð hefur innbyggt 500 GB geymslurými. Hann er einmitt á frábæru tilboði hjá okkur þessa dagana og kostar einungis 39.500 kr. ef áskrift er keypt en kostaði áður 64.990 kr." Stærsti móttakarinn hefur 1,5 TB geymslurými og er sá dýrasti sem verslunin býður upp á. Verð á myndlyklum og öðrum móttökubúnaði hefur lækkað mikið hjá versluninni síðan hún var opnuð í fyrra. "Allar vörur okkar hafa stórlækkað. Þegar við komum inn á markaðinn í fyrra var ekki hægt að fá þennan búnað undir 150 þúsund krónum. Í dag bjóðum við hann á 65 þúsund krónur og hafa samkeppnisaðilar okkar ekki náð að fylgja okkur í verði. Viðskiptavinir okkar hafa líka tekið vel í verðlækkanir okkar og njóta nú hágæða sjónvarpsstöðva í háskerpu með hágæða dagskrá." Allir sem kaupa móttakara hjá Satis.is fá strax aðgang að 200 sjónvarpsstöðvum og 100 útvarpsstöðvum. Grunnáskrift, sem kostar 6.900 kr. á mánuði miðað við gengi dagsins í dag, inniheldur 100 sjónvarpsstöðvar til viðbótar. "Sá pakki inniheldur mikið afþreyingarefni, til dæmis kvikmyndastöðvar en Sky sendir út 1800 kvikmyndir í mánuði. Auk þess eru þetta gamanþættir og spennuþættir í bland við raunveruleikaþætti. Næsta áskriftarstig veitir síðan aðgang að fimmtíu fleiri sjónvarpsstöðvum og þar bætast barna- og fræðslustöðvarnar við. Svo er það vinsælasti pakkinn frá Sky sem inniheldur allar fótboltarásirnar, til dæmis Meistaradeildina, enska boltann, spænska boltann og fleiri stöðvar. Með þeirri tækni sem búnaður okkar býður upp á er hægt að horfa á allt að átta leiki í einu á skjánum, velja sér myndavélar inn á vellinum eða fylgjast með uppáhaldsleikmanni sínum. Fótboltinn er auk þess oft sendur út í þrívídd." Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Verslunin Satis.is í Fákafeni hefur á skömmum tíma fest sig í sessi hérlendis sem söluaðili fyrir móttakara og erlendar áskriftarstöðvar á frábærum kjörum. Hallur Ólafur Agnarsson, framkvæmdastjóri Satis.is, segir viðtökurnar hafa verið vonum framar. "Landsmenn hafa tekið okkur vel enda erum við að bjóða upp á frábærar vörur á góðu verði. Við seljum fyrst og fremst móttakara og áskriftarpakka fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar frá Sky. Við seljum allan búnað, móttakara, diska, veggfestingar og allan nauðsynlegan búnað sem þarf." Verslunin selur þrjár gerðir móttakara sem Sky býður upp á. Þeir eru allir eins að flestu leyti segir Hallur, hafa til dæmis eins fjarstýringu og bjóða upp á sömu gæði. "Eini munurinn er sá að minnsti móttakarinn í línunni er ekki með hörðum diski. Sá næsti í stærð hefur innbyggt 500 GB geymslurými. Hann er einmitt á frábæru tilboði hjá okkur þessa dagana og kostar einungis 39.500 kr. ef áskrift er keypt en kostaði áður 64.990 kr." Stærsti móttakarinn hefur 1,5 TB geymslurými og er sá dýrasti sem verslunin býður upp á. Verð á myndlyklum og öðrum móttökubúnaði hefur lækkað mikið hjá versluninni síðan hún var opnuð í fyrra. "Allar vörur okkar hafa stórlækkað. Þegar við komum inn á markaðinn í fyrra var ekki hægt að fá þennan búnað undir 150 þúsund krónum. Í dag bjóðum við hann á 65 þúsund krónur og hafa samkeppnisaðilar okkar ekki náð að fylgja okkur í verði. Viðskiptavinir okkar hafa líka tekið vel í verðlækkanir okkar og njóta nú hágæða sjónvarpsstöðva í háskerpu með hágæða dagskrá." Allir sem kaupa móttakara hjá Satis.is fá strax aðgang að 200 sjónvarpsstöðvum og 100 útvarpsstöðvum. Grunnáskrift, sem kostar 6.900 kr. á mánuði miðað við gengi dagsins í dag, inniheldur 100 sjónvarpsstöðvar til viðbótar. "Sá pakki inniheldur mikið afþreyingarefni, til dæmis kvikmyndastöðvar en Sky sendir út 1800 kvikmyndir í mánuði. Auk þess eru þetta gamanþættir og spennuþættir í bland við raunveruleikaþætti. Næsta áskriftarstig veitir síðan aðgang að fimmtíu fleiri sjónvarpsstöðvum og þar bætast barna- og fræðslustöðvarnar við. Svo er það vinsælasti pakkinn frá Sky sem inniheldur allar fótboltarásirnar, til dæmis Meistaradeildina, enska boltann, spænska boltann og fleiri stöðvar. Með þeirri tækni sem búnaður okkar býður upp á er hægt að horfa á allt að átta leiki í einu á skjánum, velja sér myndavélar inn á vellinum eða fylgjast með uppáhaldsleikmanni sínum. Fótboltinn er auk þess oft sendur út í þrívídd."
Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira