Gleðileg jól í ævintýraskógi 24. desember 2014 19:00 Jólamynd ársins 2014 ber titilinn Ævintýraskógur. Ljósmyndari er Kristín Valdemarsdóttir Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á [email protected]. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól.Kristín Valdemarsdóttir.Ljósmyndin Ævintýraskógur sem Kristín Valdemarsdóttir sendi inn í jólaljósmyndasamkeppni Vísis og Fréttablaðsins var valin sú besta af lesendum og dómnefnd. Ljósmyndin er hluti af jóladagatali sem Kristín býr til árlega í desembermánuði. Sigurmynd Kristínar Valdemarsdóttur heitir Ævintýraskógur og er af dóttur hennar, Karólínu Ágústsdóttur, sem er sex ára. Kristín lenti í þriðja sæti í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins í fyrra en sú mynd var af báðum dætrum hennar. „Þær eru voða duglegar að sitja fyrir. Fyrir þessa myndatöku lét ég sauma rauðhettuslár á þær úr gömlu stofugardínunum hennar mömmu. Mér fannst svo jólalegt að hafa rauða slá í snjónum og fann svo fallegan stað í Heiðmörk þar sem snjórinn lá ofan á trjánum í byrjun desember,“ segir Kristín sem hefur gaman af því að stilla upp fyrir myndatökur og er oft lengi að undirbúa þær. „Ég hef síðastliðin tvö ár verið með jólamyndadagatal í desember og birti eina mynd á dag á Facebook og blogginu mínu. Jóladagatalið er mín leið til að fá útrás fyrir ljósmyndaáhugann.“Kristín fékk þessa glæsilegu Nikon 1S1 myndavél frá Heimilistækjum í verðlaun. Mynd hennar birtist einnig á forsíðu Fréttablaðsins í dag, aðfangadag.Kristín er íþróttakennari í Varmárskóla og er ljósmyndun eingöngu áhugamál. „Ég viðurkenni að ég bý til svolitla pressu á mig í desember. Ofan á allan jólaundirbúning og vinnu þá er ég á fullu í að finna flotta staði, leikmuni og þróa hugmyndir. En það er svo skemmtilegt og orðið hluti af jólaundirbúningnum.“ Þátttakendur í samkeppninni hlóðu upp myndum sínum á vef Vísis. Þar gátu lesendur kosið myndir og hafði dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Pjetri Sigurðssyni og Stefáni Karlssyni ljósmyndurum Fréttablaðsins, Silju Ástþórsdóttur útlitshönnuði og Andra Ólafssyni aðstoðarfréttastjóra.Tunglsetur eftir Fred Schalk hafnaði í öðru sæti keppninnar.Jólasleðaferð eftir Silju Svansdóttur hafnaði í þriðja sæti keppninnar.Jólasnjór eftir Birki Pétursson hafnaði í fjórða sæti keppninnar.Voðmúlastaðakapella eftir Sigurð Jónsson var vinsælasta myndin meðal lesenda.Verðlaunamynd Kristínar Valdemarsdóttur. Fréttir ársins 2014 Jólafréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á [email protected]. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól.Kristín Valdemarsdóttir.Ljósmyndin Ævintýraskógur sem Kristín Valdemarsdóttir sendi inn í jólaljósmyndasamkeppni Vísis og Fréttablaðsins var valin sú besta af lesendum og dómnefnd. Ljósmyndin er hluti af jóladagatali sem Kristín býr til árlega í desembermánuði. Sigurmynd Kristínar Valdemarsdóttur heitir Ævintýraskógur og er af dóttur hennar, Karólínu Ágústsdóttur, sem er sex ára. Kristín lenti í þriðja sæti í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins í fyrra en sú mynd var af báðum dætrum hennar. „Þær eru voða duglegar að sitja fyrir. Fyrir þessa myndatöku lét ég sauma rauðhettuslár á þær úr gömlu stofugardínunum hennar mömmu. Mér fannst svo jólalegt að hafa rauða slá í snjónum og fann svo fallegan stað í Heiðmörk þar sem snjórinn lá ofan á trjánum í byrjun desember,“ segir Kristín sem hefur gaman af því að stilla upp fyrir myndatökur og er oft lengi að undirbúa þær. „Ég hef síðastliðin tvö ár verið með jólamyndadagatal í desember og birti eina mynd á dag á Facebook og blogginu mínu. Jóladagatalið er mín leið til að fá útrás fyrir ljósmyndaáhugann.“Kristín fékk þessa glæsilegu Nikon 1S1 myndavél frá Heimilistækjum í verðlaun. Mynd hennar birtist einnig á forsíðu Fréttablaðsins í dag, aðfangadag.Kristín er íþróttakennari í Varmárskóla og er ljósmyndun eingöngu áhugamál. „Ég viðurkenni að ég bý til svolitla pressu á mig í desember. Ofan á allan jólaundirbúning og vinnu þá er ég á fullu í að finna flotta staði, leikmuni og þróa hugmyndir. En það er svo skemmtilegt og orðið hluti af jólaundirbúningnum.“ Þátttakendur í samkeppninni hlóðu upp myndum sínum á vef Vísis. Þar gátu lesendur kosið myndir og hafði dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Pjetri Sigurðssyni og Stefáni Karlssyni ljósmyndurum Fréttablaðsins, Silju Ástþórsdóttur útlitshönnuði og Andra Ólafssyni aðstoðarfréttastjóra.Tunglsetur eftir Fred Schalk hafnaði í öðru sæti keppninnar.Jólasleðaferð eftir Silju Svansdóttur hafnaði í þriðja sæti keppninnar.Jólasnjór eftir Birki Pétursson hafnaði í fjórða sæti keppninnar.Voðmúlastaðakapella eftir Sigurð Jónsson var vinsælasta myndin meðal lesenda.Verðlaunamynd Kristínar Valdemarsdóttur.
Fréttir ársins 2014 Jólafréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira