Björt framtíð tapar þriðjungi af fylgi Besta flokksins Brjánn Jónasson skrifar 1. maí 2014 07:45 Björt framtíð tapar tveimur borgarfulltrúum en Samfylkingin bætir við sig einum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudagskvöld. Meirihluti flokkanna heldur því með minnsta mögulega meirihluta. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni 21,6 prósent atkvæða og fjóra borgarfulltrúa. Flokkurinn er arftaki Besta flokksins í borginni, sem fékk 34,7 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Björt framtíð hefur því tapað rúmum þriðjungi af fylgi besta flokksins í síðustu kosningum. Samfylkingin bætir við sig fylgi og mælist með stuðning 26,6 prósenta borgarbúa. Flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni, einum fleiri en í síðustu kosningum. Samanlagt fengju flokkarnir minnihluta atkvæða, 48,2 prósent, en átta borgarfulltrúa af fimmtán. Flokkarnir fengu samanlagt 53,8 prósent atkvæða í kosningunum 2010, og mældust með stuðning 51,3 prósenta í könnun Fréttablaðsins um miðjan mars. Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína í borginni frá síðustu könnun. Flokkurinn fengi 27 prósent akvæða yrði gengið til kosninga nú og fimm borgarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,5 prósenta fylgi, og ná einum manni í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Vinstri grænna, sem fá 8,7 prósent atkvæða og halda sínum borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist með 5,2 prósent atkvæða en nær ekki inn manni. Stuðningur við Dögun er vart mælanlegur, um 0,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust ætla að kjósa flokkinn.Meirihlutinn vill Dag í borgarstjórastólinn Meira en helmingur borgarbúa, 56,5 prósent, vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri eftir kosningar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Hylli Dags hefur aukist frá síðustu könnun, sem gerð var um miðjan mars. Þá vildu 52,6 prósent borgarbúa að Dagur tæki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr, sem gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Stuðningur við Dag nær langt út fyrir þann hóp sem hyggst kjósa Samfylkinguna. Flokkurinn mælist samkvæmt könnuninni með 26,6 prósenta fylgi. Rúmlega tvöfalt fleiri vilja því Dag sem borgarstjóra en ætla að kjósa Samfylkinguna í kosningunum. Dagur ber höfuð og herðar yfir oddvita annarra framboða í borginni. Um 16 prósent borgarbúa vilja að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Það er vel innan við þriðjungur af þeim stuðningi sem Dagur nýtur samkvæmt könnuninni. Alls vilja 62,5 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins Halldór sem borgarstjóra, en 20,8 prósent vilja heldur Dag. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, nýtur stuðnings um 8,8 prósenta borgarbúa til að setjast í stól borgarstjóra. Björt framtíð tekur við keflinu af Besta flokknum, sem vann afgerandi kosningasigur í síðustu kosningum undir forystu Jóns Gnarr. Aðeins 37,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Bjarta framtíð vilja Björn sem borgarstjóra, en 55,1 prósent vilja Dag heldur í embættið. Aðrir njóta enn minni stuðnings sem arftakar Jóns Gnarr. Um 3,5 vilja Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, sem næsta borgarstjóra, og 3 prósent Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá nefndu 0,5 prósent Þorleif Gunnarson, oddvita Dögunar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Fleiri fréttir Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Sjá meira
Björt framtíð tapar tveimur borgarfulltrúum en Samfylkingin bætir við sig einum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudagskvöld. Meirihluti flokkanna heldur því með minnsta mögulega meirihluta. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni 21,6 prósent atkvæða og fjóra borgarfulltrúa. Flokkurinn er arftaki Besta flokksins í borginni, sem fékk 34,7 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Björt framtíð hefur því tapað rúmum þriðjungi af fylgi besta flokksins í síðustu kosningum. Samfylkingin bætir við sig fylgi og mælist með stuðning 26,6 prósenta borgarbúa. Flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni, einum fleiri en í síðustu kosningum. Samanlagt fengju flokkarnir minnihluta atkvæða, 48,2 prósent, en átta borgarfulltrúa af fimmtán. Flokkarnir fengu samanlagt 53,8 prósent atkvæða í kosningunum 2010, og mældust með stuðning 51,3 prósenta í könnun Fréttablaðsins um miðjan mars. Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína í borginni frá síðustu könnun. Flokkurinn fengi 27 prósent akvæða yrði gengið til kosninga nú og fimm borgarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,5 prósenta fylgi, og ná einum manni í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Vinstri grænna, sem fá 8,7 prósent atkvæða og halda sínum borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist með 5,2 prósent atkvæða en nær ekki inn manni. Stuðningur við Dögun er vart mælanlegur, um 0,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust ætla að kjósa flokkinn.Meirihlutinn vill Dag í borgarstjórastólinn Meira en helmingur borgarbúa, 56,5 prósent, vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri eftir kosningar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Hylli Dags hefur aukist frá síðustu könnun, sem gerð var um miðjan mars. Þá vildu 52,6 prósent borgarbúa að Dagur tæki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr, sem gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Stuðningur við Dag nær langt út fyrir þann hóp sem hyggst kjósa Samfylkinguna. Flokkurinn mælist samkvæmt könnuninni með 26,6 prósenta fylgi. Rúmlega tvöfalt fleiri vilja því Dag sem borgarstjóra en ætla að kjósa Samfylkinguna í kosningunum. Dagur ber höfuð og herðar yfir oddvita annarra framboða í borginni. Um 16 prósent borgarbúa vilja að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Það er vel innan við þriðjungur af þeim stuðningi sem Dagur nýtur samkvæmt könnuninni. Alls vilja 62,5 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins Halldór sem borgarstjóra, en 20,8 prósent vilja heldur Dag. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, nýtur stuðnings um 8,8 prósenta borgarbúa til að setjast í stól borgarstjóra. Björt framtíð tekur við keflinu af Besta flokknum, sem vann afgerandi kosningasigur í síðustu kosningum undir forystu Jóns Gnarr. Aðeins 37,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Bjarta framtíð vilja Björn sem borgarstjóra, en 55,1 prósent vilja Dag heldur í embættið. Aðrir njóta enn minni stuðnings sem arftakar Jóns Gnarr. Um 3,5 vilja Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, sem næsta borgarstjóra, og 3 prósent Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá nefndu 0,5 prósent Þorleif Gunnarson, oddvita Dögunar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Fleiri fréttir Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Sjá meira