Hjartveikur maður fastur á kaffistofu Landspítalans Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 11. desember 2014 07:00 Guðni Páll Viktorsson leitaði aðstoðar á bráðamóttöku á mánudagskvöld og er nú fastur á spítalanum. Vísir/ Vilhelm Guðni Páll Viktorsson hefur verið fastur á hjartadeild Landspítalans í fjóra daga og liggur á kaffistofu deildarinnar vegna verkfalls lækna. Guðni Páll kenndi sér meins síðastliðið mánudagskvöld og leitaði aðstoðar á bráðamóttöku. Hann var sendur á Hjartagátt til frekari rannsókna en svo lagður inn á hjartadeild 14EG, sem er eina deild landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við sjúklinga með einkenni frá hjarta. Nú liggur hann inni á nokkuð óvenjulegum stað innan deildarinnar, eða á kaffistofu sem er ætluð sjúklingum og starfsfólki. Hann veit enn ekki hvað amar að honum. Vegna verkfalls lækna hefur hann ekki enn undirgengist nauðsynlegar rannsóknir og fær ekki úr því skorið hvert meinið er fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn. Hann er fastur á kaffistofunni því það er ekki hægt að útskrifa hann. Blaðamaður leit inn á hjartadeild og ræddi við Guðna Pál og aðra sjúklinga á deildinni um ástandið.Eruð þið að mynda maurana? Kímnigáfuna vantar ekki þótt staðan sé slæm. Sjúklingi fannst maurar á spítalanum meira vandamál en læknadeilan. Vísir/VilhelmKórsöngur tók á móti blaðamanni, fjölmargir sjúklingar sátu á stólum í holinu og hlustuðu á kór syngja: Fögur er foldin eftir Matthías Jochumsson: Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Ljóð sem minnir á æðruleysi og tímans gang. Margir sjúklingar eru í þeirri stöðu að þurfa að sætta sig við mikla óvissu um eigin heilsu. Þeir sjúklingar sem blaðamaður ræddi við voru rólegir enda lítið annað að gera en bíða. Bíða eftir nauðsynlegum rannsóknum og aðstoð. „Það fer ekki svo illa um mig,“ segir Guðni Páll. „Ég sef betur hér en inni á herbergi, minna um hrotur og svona,“ segir hann og brosir við. „Ég fer í myndatöku á föstudaginn. Ég veit enn ekki hvað amar að. Mögulega væri ég löngu farinn heim ef ekki væri verkfall en ég er fastur hér því það er ekki hægt að útskrifa mig.“ Rúminu er haganlega komið fyrir í horni kaffistofunnar. Hann geymir dótið sitt í plastpoka rétt við rúmið. Fólk kemur og fer og fær sér kaffisopa eða gægist inn í lítinn ísskáp í kaffistofunni og veitir Guðna Páli litla athygli.Engir sjúklingar útskrifaðir Ekki er hægt að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir og útskrifa sjúklinga. Vísir/VilhelmHann segir fjölskylduna vissulega hafa áhyggjur. „En ég reyni að vera bjartsýnn. Ef eitthvað amar að mér, þá er ég þó á besta stað, á spítala,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við áhyggjur sjúklinga og aðstandenda þeirra á deildinni. „Aðstandendur eru undir miklu álagi. Ég verð var við sorg og áhyggjur,“ segir Guðni Páll. Í setustofunni sitja nokkrir aðstandendur með sjúklingum og rabba saman. Eldri hjón segjast sallaróleg yfir ástandinu. Eiginmaðurinn heldur fast í hönd eiginkonunnar uppáklæddur en hún í slopp. „Það er bara ekkert við þessu að gera. Þeir leysa þetta á endanum,“ segir hann. Yngri kona sem er komin til þess að styðja við eiginmann sinn sem á að fara í rannsóknir á föstudaginn segist vissulega hafa áhyggjur. Óvissan sé ekki til að bæta ömurlegt ástand og valdi kvíða hjá bæði sjúklingum og aðstandendum. „Stundum er það þannig að þótt að það séu vondar fréttir, þá vill maður frekar vita en vita ekki.“Sjúklingar sátu og hlýddu á ljóð Matthíasar Jochumssonar, Fögur er foldin. Vísir/VilhelmHjúkrunardeildarstjóri deildarinnar, Bylgja Kærnested, segir ástandið óviðunandi fyrir sjúklinga deildarinnar. „Það eru miklar tafir, engir sjúklingar fá að fara heim. Það er ekki hægt að útskrifa sjúklinga og ekki hægt að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir og aðgerðir svo sem hjartaþræðingar, hjartaómanir, gangráðsísetningar og fleira. Ástandið er verra en á helgidegi,“ segir Bylgja. „Það eru bara yfirlæknar að störfum þannig að það er margfalt minni mönnun en venjulegt er. Við höfum þurft að bregðast við ástandinu og sumir sjúklinganna eru í innlögn á gangi, þá geymum við einn sjúkling í lausu plássi á gjörgæslu og annan á Hjartagátt.“ Guðríður Þórðardóttir vaktstjóri leiðir blaðamann og ljósmyndara um deildina. Hvert herbergi deildarinnar er fullnýtt. Þrjú rúm eru á ganginum en tvö þeirra tóm. Ekki hefur enn þurft að leggja inn sjúklinga í þau auðu. Þótt útlitið sé ekki bjart í samningum á milli ríkis og lækna hafa sumir sjúklinganna ekki enn misst kímnigáfuna. „Eruð þið komin til að mynda maurana?“ spyr eldri maður í slopp á ganginum og skellir upp úr. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja Sjá meira
Guðni Páll Viktorsson hefur verið fastur á hjartadeild Landspítalans í fjóra daga og liggur á kaffistofu deildarinnar vegna verkfalls lækna. Guðni Páll kenndi sér meins síðastliðið mánudagskvöld og leitaði aðstoðar á bráðamóttöku. Hann var sendur á Hjartagátt til frekari rannsókna en svo lagður inn á hjartadeild 14EG, sem er eina deild landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við sjúklinga með einkenni frá hjarta. Nú liggur hann inni á nokkuð óvenjulegum stað innan deildarinnar, eða á kaffistofu sem er ætluð sjúklingum og starfsfólki. Hann veit enn ekki hvað amar að honum. Vegna verkfalls lækna hefur hann ekki enn undirgengist nauðsynlegar rannsóknir og fær ekki úr því skorið hvert meinið er fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn. Hann er fastur á kaffistofunni því það er ekki hægt að útskrifa hann. Blaðamaður leit inn á hjartadeild og ræddi við Guðna Pál og aðra sjúklinga á deildinni um ástandið.Eruð þið að mynda maurana? Kímnigáfuna vantar ekki þótt staðan sé slæm. Sjúklingi fannst maurar á spítalanum meira vandamál en læknadeilan. Vísir/VilhelmKórsöngur tók á móti blaðamanni, fjölmargir sjúklingar sátu á stólum í holinu og hlustuðu á kór syngja: Fögur er foldin eftir Matthías Jochumsson: Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Ljóð sem minnir á æðruleysi og tímans gang. Margir sjúklingar eru í þeirri stöðu að þurfa að sætta sig við mikla óvissu um eigin heilsu. Þeir sjúklingar sem blaðamaður ræddi við voru rólegir enda lítið annað að gera en bíða. Bíða eftir nauðsynlegum rannsóknum og aðstoð. „Það fer ekki svo illa um mig,“ segir Guðni Páll. „Ég sef betur hér en inni á herbergi, minna um hrotur og svona,“ segir hann og brosir við. „Ég fer í myndatöku á föstudaginn. Ég veit enn ekki hvað amar að. Mögulega væri ég löngu farinn heim ef ekki væri verkfall en ég er fastur hér því það er ekki hægt að útskrifa mig.“ Rúminu er haganlega komið fyrir í horni kaffistofunnar. Hann geymir dótið sitt í plastpoka rétt við rúmið. Fólk kemur og fer og fær sér kaffisopa eða gægist inn í lítinn ísskáp í kaffistofunni og veitir Guðna Páli litla athygli.Engir sjúklingar útskrifaðir Ekki er hægt að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir og útskrifa sjúklinga. Vísir/VilhelmHann segir fjölskylduna vissulega hafa áhyggjur. „En ég reyni að vera bjartsýnn. Ef eitthvað amar að mér, þá er ég þó á besta stað, á spítala,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við áhyggjur sjúklinga og aðstandenda þeirra á deildinni. „Aðstandendur eru undir miklu álagi. Ég verð var við sorg og áhyggjur,“ segir Guðni Páll. Í setustofunni sitja nokkrir aðstandendur með sjúklingum og rabba saman. Eldri hjón segjast sallaróleg yfir ástandinu. Eiginmaðurinn heldur fast í hönd eiginkonunnar uppáklæddur en hún í slopp. „Það er bara ekkert við þessu að gera. Þeir leysa þetta á endanum,“ segir hann. Yngri kona sem er komin til þess að styðja við eiginmann sinn sem á að fara í rannsóknir á föstudaginn segist vissulega hafa áhyggjur. Óvissan sé ekki til að bæta ömurlegt ástand og valdi kvíða hjá bæði sjúklingum og aðstandendum. „Stundum er það þannig að þótt að það séu vondar fréttir, þá vill maður frekar vita en vita ekki.“Sjúklingar sátu og hlýddu á ljóð Matthíasar Jochumssonar, Fögur er foldin. Vísir/VilhelmHjúkrunardeildarstjóri deildarinnar, Bylgja Kærnested, segir ástandið óviðunandi fyrir sjúklinga deildarinnar. „Það eru miklar tafir, engir sjúklingar fá að fara heim. Það er ekki hægt að útskrifa sjúklinga og ekki hægt að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir og aðgerðir svo sem hjartaþræðingar, hjartaómanir, gangráðsísetningar og fleira. Ástandið er verra en á helgidegi,“ segir Bylgja. „Það eru bara yfirlæknar að störfum þannig að það er margfalt minni mönnun en venjulegt er. Við höfum þurft að bregðast við ástandinu og sumir sjúklinganna eru í innlögn á gangi, þá geymum við einn sjúkling í lausu plássi á gjörgæslu og annan á Hjartagátt.“ Guðríður Þórðardóttir vaktstjóri leiðir blaðamann og ljósmyndara um deildina. Hvert herbergi deildarinnar er fullnýtt. Þrjú rúm eru á ganginum en tvö þeirra tóm. Ekki hefur enn þurft að leggja inn sjúklinga í þau auðu. Þótt útlitið sé ekki bjart í samningum á milli ríkis og lækna hafa sumir sjúklinganna ekki enn misst kímnigáfuna. „Eruð þið komin til að mynda maurana?“ spyr eldri maður í slopp á ganginum og skellir upp úr.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja Sjá meira