Föstudagsviðtalið: Okkur er reglulega hótað Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 16. október 2015 07:00 „Það er hægt að beita opinbera starfsmenn ofbeldi með allt öðrum hætti en hægt var áður. Ég hef fundið fyrir breytingu. Fólk leyfir sér meiri dónaskap, meiri ógnanir gagnvart starfsfólki. Og fara inn fyrir persónuleg mörk fólks,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar í Reykjavík. Halldóra hóf afleysingar þar sumarið 1989.„Og ég er ennþá barnaverndarstarfsmaður í Reykjavík og skil ekkert hvert tíminn hefur flogið.“Starfsfólki hótað líkamsmeiðingum Hún segir starfsfólki reglulega hótað. „Það er reynt að ráðast að okkar fólki. Svo spilar netið mikla rullu núna, það er verið að senda hótanir í tölvupóstum, kommentakerfum, á Facebook, og öðrum miðlum til þess að koma höggstað á einstaka starfsmenn og það er oft persónugert. Málin fara að snúast um einstaka starfsmenn. Maður sér spjallþræði þar sem er verið að ræða frammistöðu og persónueiginleika starfsmanna. Fólk fær beinar ásakanir um að það hafi brotið af sér, framið glæp gagnvart fjölskyldu eða barni og skuli aldrei fá um frjálst höfuð strokið aftur. Þetta er erfitt og flókið að standa frammi fyrir þessu,“ útskýrir Halldóra, og segir það líka vera erfitt, þó það sé ágætis áreitisferli innan velferðarsviðs. „Ákvörðun um það hvort þú kærir til lögreglu er þung og erfið. Þú þarft sjálfur að mæta sem opinber starfsmaður á lögreglustöð og leggja fram kæru. Þú getur fengið stuðning næsta yfirmanns en það ert þú sem mætir þínum ofbeldismanni í dómsal ef svo ber undir. Að fara í þetta ferli er stundum þungbærara en að kæra ekki, eins og við höfum svo oft heyrt þegar fólk verður fyrir ofbeldi og lýsir hversu þungbært það er að fara í gegnum kerfið. Þar fyrir utan ertu í þessari stöðu að hafa viljað styðja fólk í aðstæðum, ert að fást við veikt fólk kannski. Ert alltaf að vega og meta, er það eðlilegt að ég í þessu hlutverki sé að kæra fólk?“Og er það eðlilegt?„Ég held það hljóti alls staðar að vera mörk. Flest fólk er þannig innréttað að það getur ráðið við hvaða ákvarðanir það tekur. Þótt það sé í ójafnvægi. Og ég held að það sé heldur ekki hægt að senda þau skilaboð út í samfélagið og til fólks að það sé hægt að beita aðra manneskju í opinberu starfi ofbeldi og valdníðslu, kannski mánuðum og árum saman án þess að það verði viðurlög við því.“ Halldóra segir að alvarleg mál sem þessi komi reglulega upp á hennar vinnustað, misalvarleg þó. „Ég hef sjálf orðið fyrir svona máli, sem varð mjög persónulegt.“ Hún segir dæmi þess að það hafi verið veist að starfsfólki á almannafæri. „Það er verið að koma heim til fólks, verið að hringja og ónáða. Stundum skemma bíla og eigur. Það er jafnvel verið að veitast að börnum starfsmanna sem mér finnst vera það alvarlegasta sem gerist.“Yfirleitt gott samstarf Hún segir mikilvægt að komi fram að í flestum tilvikum sé gott samstarf á milli barnaverndarstarfsmanna og foreldra. „Í þeim tilvikum það sem það er ekki raunin, þar sem er mikil reiði og gremja – þá fara þau mál gjarnan í fjölmiðla. Og það er kannski bara eðlilegt, að fólk sem er ósátt reyni að knýja fram breytingar eða reyni að ná sér niður á kerfi sem það er reitt við,“ heldur Halldóra áfram. Starf Barnaverndar hefur tekið gríðarlegum breytingum síðustu ár. „Starfið er orðið að mörgu leyti fjölþættara og flóknara. Þegar ég var að byrja var skilgreindur vandi fólks oftast áfengisvandi, en nú er miklu meira um sterk efni. Svo höfum við komist í snertingu við alþjóðleg glæpasamtök. Það er miklu meira undir en áður var. En þegar upp er staðið snýst þetta alltaf um það sama, að tryggja öryggi barna í aðstæðum.“ Hún segir jákvæðar breytingar einnig hafa orðið. „Vanræksla foreldra var meiri hér áður og úrræðin öðruvísi. Það var ekki mikið um stuðning heima. Annaðhvort varstu heima eða þurftir að fara. Og þessi hugmynd að það að senda börn í sveit sé eina leiðin er úrelt. Eitt af því fyrsta sem ég gerði eftir að ég byrjaði í þessum bransa var að taka þátt í að þróa úrræði sem var til höfuðs þessari sveitadvöl. Það voru ef til vill ekki allir sammála mér en mér fannst alltaf undarlegt að senda stóra hópa af börnum með rútu í sveit svo vikum og mánuðum skipti. Alveg niður í fimm, sex ára börn. Auðvitað er það enn þá þannig að það eru börn sem hafa gott og gaman af því að fara í sveit. Sumardvalir eru ekki aflagðar en þær eru í miklu minni mæli og miklu styttri tíma. Það er ekki í takt við tímann að ung börn fari svona lengi frá foreldrum sínum.“ Hún segir þó enn þá til meðferðarheimili sem hafi það að markmiði að takast á við alvarlega hegðun unglinga, þó afar sjaldgæft sé að börn séu send alfarið af heimilum sínum. „Svo er líka fólk sem tekur að sér börn og er fósturforeldrar til lengri eða skemmri tíma. Og það eru alveg dæmi um það að börn séu til fullorðinsára í fóstri. Það er óskastaðan að ef barn getur ekki verið hjá sínum foreldrum eða sínu fólki að þá fari það til fjölskyldu og alist upp við fjölskyldulíf. Það eru mörg slík heimili á landinu en það mættu vera fleiri sem byðu sig fram.“Vantar fleiri fósturfjölskyldur Halldóra segir vanta fleiri fósturfjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu. „Oft eru þetta börn sem eiga við alls konar vanda að etja og þurfa stuðning sérfræðinga sem eru þá vandfundnari þegar lengra er farið út á landið. Og umgengi við kynforeldra verður auðveldari ef það er ekki um langan veg að fara. Það er gott að geta haft úr fjölbreyttum hópi að velja þegar maður er að máta börn inn í fjölskylduaðstæður. Auðvitað er alltaf best ef innan fjölskyldu barns eru aðilar sem treysta sér til að taka að sér barn og treysta sér að skilja á milli. Vegna þess að það er eitt að taka að sér fósturbörn og hitt er að geta afmarkað samskipti við kynforeldri sem kannski er illa statt, veikt, í mikilli neyslu eða tengt glæpum. Það er oft meira verk heldur en verkefnið sjálft.“Eru mörg börn í fóstri á Íslandi?„Það eru um 200 börn á hverjum tíma í tímabundnu eða varanlegu fóstri. Svo eru börn í styrktu fóstri, með sérstakan stuðning til að takast á við vanlíðan og aðstæður. Síðan krakkar sem eru á meðferðarheimilum. Þau eru þar í 6 mánuði og upp í ár. Svo er hópur barna sem eru fjölgreind, með gríðarlega flókinn vanda en kannski ekki með skilgreinda fötlun. Engu að síður með vanda sem mun ekki lagast, heldur munu þau vera með sinn vanda til fullorðinsára og þurfa úrræði sem fylgir þeim fram á fullorðinsár. Þetta er hópur barna sem við vöktum fyrst athygli á á mínum vinnustað fyrir áratug niður í velferðarráðuneyti og höfum verið að benda á síðan að þurfi sérstakt utanumhald, úrræði, sérstakan stuðning. Og ef foreldrar þessara barna fá ekki stuðning meðan börnin eru ung þá er hætt við að þessir foreldrar muni gefast upp og það er ekki gott.“Erfiður vandi Hvað eru þessi börn að glíma við?„Þetta eru fjölbreyttar greiningar. Og það eru stimplar sem mér finnst líka alltof mikið um að börn þurfi að hafa til þess að þau fái stuðning. Ef þau eru ekki með skilgreinda fötlun eiga þau ekki rétt á hinu og þessu. Það þarf að skoða hvert barn sjálfstætt, skoða vandann sem það er að takast á við, skoða hvernig barninu líður og hvort það er að valda öðrum börnum skaða eða skaða sjálft sig. Þetta eru börn sem slasa stundum önnur börn. Sum þeirra eru með ADHD og svo með seinkaðan þroska á ákveðnum þáttum og svo þennan hegðunarvanda sem er eitthvað sem er ekki alveg skilgreint,“ útskýrir Halldóra og segir þessi börn þurfa atferlismótun yfir langan tíma. „Þessi þyngsti hópur mun ekki ná bata. En þau munu kannski ná jafnvægi og ná að eiga líf sem gefur þeim eitthvað. Og geta verið í sátt við sitt fólk. Það er líka vont að vera foreldri og gefast upp á barninu sínu.“ Hvernig stuðningur er þessum hópi boðinn? „Fólk þarf mikinn stuðning inn á heimilið og inn í skólann. Síðan hvíld, það getur komið til þess að það þurfi að vera til helminga í hvíldarúrræði á móti því að vera heima. En barnið á samt enn þá heimilið sitt og fjölskylduna sína. Í stað þess að vera komið í varanlega dvöl á einhvers konar stofnun, eða hjá annarri fjölskyldu. Oftast er vandi þessara barna það mikill að venjulegar fjölskyldur treysta sér ekki til að taka börnin að sér. Þau eru oft hættuleg sjálfum sér og öðrum. Þau geta verið hættuleg yngri systkinum. Það getur nást góður árangur með þau með vinnu en þetta eru svolítil olnbogabörn hér í þessu landi og hér bítast kerfi um þessi börn. Það er tekist á um hvort ríkið eða BUGL eigi að sinna þeim eða félagsþjónustan, málaflokkur fatlaðra eða Barnaverndin. Og það var nú skorið úr um það niðri í ráðuneyti að þessi börn ættu að heyra undir málefni fatlaðra, en það hefur gengið illa að koma því fyrir og illa fyrir sveitarfélögin, allavega í Reykjavík, að fá greitt frá ríkinu til þess að byggja upp úrræði fyrir þessi börn sem eru viðeigandi.“Líka beðið um hjálp Aðspurð segir Halldóra Barnaverndina ekki alltaf koma óboðna inn á heimili. „Það skiptist svolítið, það eru foreldrar ungra barna sem óttast frekar mikið afskipti Barnaverndar og vilja okkur helst ekki heim á gafl en foreldrar eldri barna, unglinga með hegðunarfrávik og afbrot, koma gjarnan og banka upp á.“Er lítið af úrræðum fyrir fólk í svona vanda? „Það er ekki mín upplifun. Það eru biðlistar eftir þjónustu og þú færð kannski ekki strax og jafnvel ekki lengi einhverja þjónustu sem þú telur að þú þurfir. Þá er það þreytandi og ég hugsa að fólk verði frústrerað og óöruggt. Auðvitað hefur það áhrif.” Halldóra segir þó enga eina lausn á málum. „Það er ekkert eitt sem gildir fyrir alla, það sem ég hef lagt áherslu á og held að það skipti máli, að því fyrr sem fólk fær stuðning, því betra. Því að það er oft fyrirséð og sumir hafa sagt að strax frá fæðingu eða meðgöngu sé hægt að spá um hvernig muni fara. Leikskólakennarar geta margir séð í sínum barnahópi hverjir það eru sem munu lenda í þessum hópi sem er verst settur. Mörg leikskólabörn eru komin með greiningar þegar þau koma í grunnskóla, síðan bætist við eftir því sem barnið eldist.“Erfitt að elska barn sem misþyrmir þér Halldóra segir oft erfiðara fyrir foreldra sem eiga börn í vanda að eiga við þau eftir því sem þau eldast. „Barnið stækkar, eflist og krafturinn er meiri. Þú sjálf sem foreldri ferð að vera í hættu að vera í samskiptum við barnið þitt. Því fyrr sem hægt er að veita stuðning og þétta utan um þessa fjölskyldu og gefa foreldri tækifæri á hvíld þannig að það treysti sér til að ala upp barnið sitt, því betra. Því það er erfitt að elska barn sem kannski misþyrmir þér dag eftir dag. Þetta er það sem að fólk verður að fá hjálp við og svo verður að horfast í augu við það að einstaka barn, ekki mörg, geta ekki búið heima. Þannig er það bara. Og þau geta heldur ekki fengið fjölskyldu sem getur búið með þeim. En þau geta búið í úrræði þar sem fjölskyldan hefur möguleika á að umgangast þau daglega eða oft í viku. Þetta verðum við bara að viðurkenna og horfast í augu við. Síðan er hin umræðan um börn sem eru tekin af foreldrum vegna vanhæfni þeirra, það er kannski það sem hið raunverulega barnaverndarstarf snýst um.“Hvað segir þú um þá umræðu sem hefur stundum blossað upp um ofgreiningar á börnum?„Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði og mér getur kannski fundist eins og næsta manni að það sé ansi mikill fjöldi barna með greiningar. Það sem ég set aðallega spurningarmerki við er að greiningin sé forsenda þess að þú fáir einhverja aðstoð, það veldur mér áhyggjum.“Greiningar eiga ekki að vera forsenda þjónustu Henni finnst greiningar vega of þungt þegar kemur að því að fá þjónustu. „En að sjálfsögðu eru greiningar nauðsynlegar til að fólk og sérfæðingar sem vinna með börnum viti hvaða stefnu á að taka varðandi þjálfun og vinnu með börnin í framtíðinni. En setjum þetta ekki sem forsendu fyrir að börn fái aðstoð.“Hvað þarf að ganga á til að Barnavernd fari að skipta sér af fjölskyldum?„Það hvílir tilkynningaskylda á almennum borgurum þessa lands og sérstök tilkynningaskylda á fólki sem vinnur með börnum og sérfræðingum og auðvitað þurfa tilkynningar að vera ígrundaðar. Maður getur ekki bara tekið upp tólið og sagst hafa áhyggjur. Maður verður aðeins að færa fyrir því rök. Það er síðan okkar að meta. Við fáum mikið fleiri tilkynningar en þann fjölda sem verður síðan að barnaverndarmálum. En oft getum við þurft að bregðast við og skoða tilkynningu sem svo kemur í ljós að var ekki tilefni til þess að skoða. Við reynum að meta það en við verðum líka að passa að það fari ekki fram hjá okkur einhverjar tilkynningar sem eru mikilvægar. Við erum að taka inn fjölda tilkynninga á hverri viku sem við förum yfir. Sum mál eru þannig að það þarf að bregðast við strax, önnur mál verða að bíða. Álagið hjá okkur er þannig að eftir að við erum búin að taka ákvörðun um að skoða málið þá þurfa sum mál að bíða aðeins. Það er leiðinlegt og fólki getur þótt það erfitt að vita að það er búið að láta vita af málinu og það er ekki brugðist við strax.“ Hún segir tilkynningarnar eins fjölbreyttar og þær eru margar. „Við fáum margar tilkynningar, nágrannar eru vel á verði og það er af hinu góða. En stundum og það er erfitt að gefa svona ráð, stundum velti ég fyrir mér, hvort fólk treysti sér til að banka upp á og segja get ég aðstoðað? ef það veit um ungt foreldri þar sem er mikið grátið, rifist og erfitt. Sumir hafa reynt það og verið tekið illa. En maður veltir fyrir sér svona þessu með náungakærleika og nágranna og samstarf.“Vita oft ekki hvað bíður þeirra Hún nefnir einnig tilkynningar frá lögreglu þar sem Barnavernd er kölluð á vettvang. „Þar sem er mikil neysla og allt í óefni. Við getum þurft að fjarlægja börn strax. Það eru þung mál. Mínir starfsmenn þurfa, jafnt að nóttu sem degi, að ganga inn á heimili með lögreglu eða án. Án þess að vita alveg hvað bíður þeirra. Þetta er erfitt og venst aldrei alveg. Við reynum að tryggja öryggi eins og hægt er, með því að hafa lögreglufylgd með okkur eða vera fleiri en eitt. Þannig að það er mjög misjafnt hvernig málin eiga sér upphaf. Mjög mörg mál eiga sér upphaf frá skólum, frá þjónustumiðstöðvum, heilsugæslu. Við fáum tilkynningar um verðandi mæður sem eru að leggja líf ófædds barns í hættu með neyslu og þurfum að grípa þar inn í. Það getur verið gríðarlega flókið mánuðum saman að reyna að hafa hemil á einstaklingi sem er með barn inni í sér.“ Halldóra segir erfitt að alhæfa og hvert mál sé skoðað fyrir sig, stundum sé nóg að mæta bara. „Oft verður líka breyting á lífi fólks við það að Barnaverndin bankar upp á. Það áttar sig á að það sé tilbúið til að bæta sig og þiggja aðstoð. Flestir foreldrar eru fullfærir um að taka ákvarðanir um eigið líf og barnanna sinna.“ Hún segir að fólki finnist erfitt að tilkynna annað fólk til Barnaverndar. „Almenningur getur tilkynnt undir nafnleynd og það eru margir sem gera það. Það er hins vegar oft flókin nálgun og oft mikið erfiðara að ganga inn í mál þar sem er tilkynnt undir nafnleynd heldur en mál sem eru tilkynnt undir nafni. Það fer svo mikil orka hjá fólki í að reyna að finna út hver hafi tilkynnt. Fólk fyllist vantrausti. Í staðinn ef það er vitað þegar kemur tilkynning frá opinberum aðilum, þá liggur það á borðinu því það liggur fyrir bréf.“Er eitthvað um að inn á ykkar borð komi tilkynningar sem eru ekki á rökum reistar, tilkynningar í hefndarskyni? „Það kemur fyrir og er afskaplega leiðinlegt að þurfa horfa upp á það að fólk misnoti barnaverndarkerfið með þeim hætti. Kannski kallar það á að starfsmenn eru meira á verði en ella í málum sem þarf að skoða.“Þakkirnar gefa mikið Halldóra talar vel og af virðingu um félaga sína í Barnaverndinni. „Þau eru upp til hópa jákvæð og bjartsýn og tilbúin til þess að takast á við verkefni í þeirri trú að starf þeirra geti leitt til þess að bæta líf barna sem þau eru að vinna með. Það er grunntrúin. Það þarf svo lítið í erli daganna til að maður verði glaður, það þarf ekki annað en eitt takk á móti kannski 90 fúkyrðum til þess að maður sé tiltölulega sáttur.“ Halldóra hlær og segir að barnaverndarstörf séu ekki vinna sem maður sæki í ef maður vill viðurkenningu fyrir vel unnin störf. „Og ætli ég gleymi því ekki allt of oft sjálf, að hrósa mínu starfsfólki í dagsins önn fyrir sitt framlag. Aðrir í kringum okkur eru ekki mikið að hrósa. Yfirleitt þannig að fólk er að kvarta yfir því að við bregðumst ekki nógu fljótt við, höfum ekki nógu mörg úrræði, þar er alveg sama hvort er verið að tala um foreldrana, skólana, leikskólana, BUGL, hver sem það er, það er soldið ríkjandi og það finnst mér erfiðara að takast á við heldur en andstöðu foreldra, að þeir aðilar sem ég tel til samstarfsaðila telja sig geta gagnrýnt okkur mjög ákveðið þegar við erum kölluð að borði. Það finnst mér alltaf mjög dapurlegt. En þegar maður er búinn að vera svona lengi eins og ég þá hittir maður oft fólk á fullorðinsárum sem kann manni þakkir. Það gefur mikið.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Sjá meira
„Það er hægt að beita opinbera starfsmenn ofbeldi með allt öðrum hætti en hægt var áður. Ég hef fundið fyrir breytingu. Fólk leyfir sér meiri dónaskap, meiri ógnanir gagnvart starfsfólki. Og fara inn fyrir persónuleg mörk fólks,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar í Reykjavík. Halldóra hóf afleysingar þar sumarið 1989.„Og ég er ennþá barnaverndarstarfsmaður í Reykjavík og skil ekkert hvert tíminn hefur flogið.“Starfsfólki hótað líkamsmeiðingum Hún segir starfsfólki reglulega hótað. „Það er reynt að ráðast að okkar fólki. Svo spilar netið mikla rullu núna, það er verið að senda hótanir í tölvupóstum, kommentakerfum, á Facebook, og öðrum miðlum til þess að koma höggstað á einstaka starfsmenn og það er oft persónugert. Málin fara að snúast um einstaka starfsmenn. Maður sér spjallþræði þar sem er verið að ræða frammistöðu og persónueiginleika starfsmanna. Fólk fær beinar ásakanir um að það hafi brotið af sér, framið glæp gagnvart fjölskyldu eða barni og skuli aldrei fá um frjálst höfuð strokið aftur. Þetta er erfitt og flókið að standa frammi fyrir þessu,“ útskýrir Halldóra, og segir það líka vera erfitt, þó það sé ágætis áreitisferli innan velferðarsviðs. „Ákvörðun um það hvort þú kærir til lögreglu er þung og erfið. Þú þarft sjálfur að mæta sem opinber starfsmaður á lögreglustöð og leggja fram kæru. Þú getur fengið stuðning næsta yfirmanns en það ert þú sem mætir þínum ofbeldismanni í dómsal ef svo ber undir. Að fara í þetta ferli er stundum þungbærara en að kæra ekki, eins og við höfum svo oft heyrt þegar fólk verður fyrir ofbeldi og lýsir hversu þungbært það er að fara í gegnum kerfið. Þar fyrir utan ertu í þessari stöðu að hafa viljað styðja fólk í aðstæðum, ert að fást við veikt fólk kannski. Ert alltaf að vega og meta, er það eðlilegt að ég í þessu hlutverki sé að kæra fólk?“Og er það eðlilegt?„Ég held það hljóti alls staðar að vera mörk. Flest fólk er þannig innréttað að það getur ráðið við hvaða ákvarðanir það tekur. Þótt það sé í ójafnvægi. Og ég held að það sé heldur ekki hægt að senda þau skilaboð út í samfélagið og til fólks að það sé hægt að beita aðra manneskju í opinberu starfi ofbeldi og valdníðslu, kannski mánuðum og árum saman án þess að það verði viðurlög við því.“ Halldóra segir að alvarleg mál sem þessi komi reglulega upp á hennar vinnustað, misalvarleg þó. „Ég hef sjálf orðið fyrir svona máli, sem varð mjög persónulegt.“ Hún segir dæmi þess að það hafi verið veist að starfsfólki á almannafæri. „Það er verið að koma heim til fólks, verið að hringja og ónáða. Stundum skemma bíla og eigur. Það er jafnvel verið að veitast að börnum starfsmanna sem mér finnst vera það alvarlegasta sem gerist.“Yfirleitt gott samstarf Hún segir mikilvægt að komi fram að í flestum tilvikum sé gott samstarf á milli barnaverndarstarfsmanna og foreldra. „Í þeim tilvikum það sem það er ekki raunin, þar sem er mikil reiði og gremja – þá fara þau mál gjarnan í fjölmiðla. Og það er kannski bara eðlilegt, að fólk sem er ósátt reyni að knýja fram breytingar eða reyni að ná sér niður á kerfi sem það er reitt við,“ heldur Halldóra áfram. Starf Barnaverndar hefur tekið gríðarlegum breytingum síðustu ár. „Starfið er orðið að mörgu leyti fjölþættara og flóknara. Þegar ég var að byrja var skilgreindur vandi fólks oftast áfengisvandi, en nú er miklu meira um sterk efni. Svo höfum við komist í snertingu við alþjóðleg glæpasamtök. Það er miklu meira undir en áður var. En þegar upp er staðið snýst þetta alltaf um það sama, að tryggja öryggi barna í aðstæðum.“ Hún segir jákvæðar breytingar einnig hafa orðið. „Vanræksla foreldra var meiri hér áður og úrræðin öðruvísi. Það var ekki mikið um stuðning heima. Annaðhvort varstu heima eða þurftir að fara. Og þessi hugmynd að það að senda börn í sveit sé eina leiðin er úrelt. Eitt af því fyrsta sem ég gerði eftir að ég byrjaði í þessum bransa var að taka þátt í að þróa úrræði sem var til höfuðs þessari sveitadvöl. Það voru ef til vill ekki allir sammála mér en mér fannst alltaf undarlegt að senda stóra hópa af börnum með rútu í sveit svo vikum og mánuðum skipti. Alveg niður í fimm, sex ára börn. Auðvitað er það enn þá þannig að það eru börn sem hafa gott og gaman af því að fara í sveit. Sumardvalir eru ekki aflagðar en þær eru í miklu minni mæli og miklu styttri tíma. Það er ekki í takt við tímann að ung börn fari svona lengi frá foreldrum sínum.“ Hún segir þó enn þá til meðferðarheimili sem hafi það að markmiði að takast á við alvarlega hegðun unglinga, þó afar sjaldgæft sé að börn séu send alfarið af heimilum sínum. „Svo er líka fólk sem tekur að sér börn og er fósturforeldrar til lengri eða skemmri tíma. Og það eru alveg dæmi um það að börn séu til fullorðinsára í fóstri. Það er óskastaðan að ef barn getur ekki verið hjá sínum foreldrum eða sínu fólki að þá fari það til fjölskyldu og alist upp við fjölskyldulíf. Það eru mörg slík heimili á landinu en það mættu vera fleiri sem byðu sig fram.“Vantar fleiri fósturfjölskyldur Halldóra segir vanta fleiri fósturfjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu. „Oft eru þetta börn sem eiga við alls konar vanda að etja og þurfa stuðning sérfræðinga sem eru þá vandfundnari þegar lengra er farið út á landið. Og umgengi við kynforeldra verður auðveldari ef það er ekki um langan veg að fara. Það er gott að geta haft úr fjölbreyttum hópi að velja þegar maður er að máta börn inn í fjölskylduaðstæður. Auðvitað er alltaf best ef innan fjölskyldu barns eru aðilar sem treysta sér til að taka að sér barn og treysta sér að skilja á milli. Vegna þess að það er eitt að taka að sér fósturbörn og hitt er að geta afmarkað samskipti við kynforeldri sem kannski er illa statt, veikt, í mikilli neyslu eða tengt glæpum. Það er oft meira verk heldur en verkefnið sjálft.“Eru mörg börn í fóstri á Íslandi?„Það eru um 200 börn á hverjum tíma í tímabundnu eða varanlegu fóstri. Svo eru börn í styrktu fóstri, með sérstakan stuðning til að takast á við vanlíðan og aðstæður. Síðan krakkar sem eru á meðferðarheimilum. Þau eru þar í 6 mánuði og upp í ár. Svo er hópur barna sem eru fjölgreind, með gríðarlega flókinn vanda en kannski ekki með skilgreinda fötlun. Engu að síður með vanda sem mun ekki lagast, heldur munu þau vera með sinn vanda til fullorðinsára og þurfa úrræði sem fylgir þeim fram á fullorðinsár. Þetta er hópur barna sem við vöktum fyrst athygli á á mínum vinnustað fyrir áratug niður í velferðarráðuneyti og höfum verið að benda á síðan að þurfi sérstakt utanumhald, úrræði, sérstakan stuðning. Og ef foreldrar þessara barna fá ekki stuðning meðan börnin eru ung þá er hætt við að þessir foreldrar muni gefast upp og það er ekki gott.“Erfiður vandi Hvað eru þessi börn að glíma við?„Þetta eru fjölbreyttar greiningar. Og það eru stimplar sem mér finnst líka alltof mikið um að börn þurfi að hafa til þess að þau fái stuðning. Ef þau eru ekki með skilgreinda fötlun eiga þau ekki rétt á hinu og þessu. Það þarf að skoða hvert barn sjálfstætt, skoða vandann sem það er að takast á við, skoða hvernig barninu líður og hvort það er að valda öðrum börnum skaða eða skaða sjálft sig. Þetta eru börn sem slasa stundum önnur börn. Sum þeirra eru með ADHD og svo með seinkaðan þroska á ákveðnum þáttum og svo þennan hegðunarvanda sem er eitthvað sem er ekki alveg skilgreint,“ útskýrir Halldóra og segir þessi börn þurfa atferlismótun yfir langan tíma. „Þessi þyngsti hópur mun ekki ná bata. En þau munu kannski ná jafnvægi og ná að eiga líf sem gefur þeim eitthvað. Og geta verið í sátt við sitt fólk. Það er líka vont að vera foreldri og gefast upp á barninu sínu.“ Hvernig stuðningur er þessum hópi boðinn? „Fólk þarf mikinn stuðning inn á heimilið og inn í skólann. Síðan hvíld, það getur komið til þess að það þurfi að vera til helminga í hvíldarúrræði á móti því að vera heima. En barnið á samt enn þá heimilið sitt og fjölskylduna sína. Í stað þess að vera komið í varanlega dvöl á einhvers konar stofnun, eða hjá annarri fjölskyldu. Oftast er vandi þessara barna það mikill að venjulegar fjölskyldur treysta sér ekki til að taka börnin að sér. Þau eru oft hættuleg sjálfum sér og öðrum. Þau geta verið hættuleg yngri systkinum. Það getur nást góður árangur með þau með vinnu en þetta eru svolítil olnbogabörn hér í þessu landi og hér bítast kerfi um þessi börn. Það er tekist á um hvort ríkið eða BUGL eigi að sinna þeim eða félagsþjónustan, málaflokkur fatlaðra eða Barnaverndin. Og það var nú skorið úr um það niðri í ráðuneyti að þessi börn ættu að heyra undir málefni fatlaðra, en það hefur gengið illa að koma því fyrir og illa fyrir sveitarfélögin, allavega í Reykjavík, að fá greitt frá ríkinu til þess að byggja upp úrræði fyrir þessi börn sem eru viðeigandi.“Líka beðið um hjálp Aðspurð segir Halldóra Barnaverndina ekki alltaf koma óboðna inn á heimili. „Það skiptist svolítið, það eru foreldrar ungra barna sem óttast frekar mikið afskipti Barnaverndar og vilja okkur helst ekki heim á gafl en foreldrar eldri barna, unglinga með hegðunarfrávik og afbrot, koma gjarnan og banka upp á.“Er lítið af úrræðum fyrir fólk í svona vanda? „Það er ekki mín upplifun. Það eru biðlistar eftir þjónustu og þú færð kannski ekki strax og jafnvel ekki lengi einhverja þjónustu sem þú telur að þú þurfir. Þá er það þreytandi og ég hugsa að fólk verði frústrerað og óöruggt. Auðvitað hefur það áhrif.” Halldóra segir þó enga eina lausn á málum. „Það er ekkert eitt sem gildir fyrir alla, það sem ég hef lagt áherslu á og held að það skipti máli, að því fyrr sem fólk fær stuðning, því betra. Því að það er oft fyrirséð og sumir hafa sagt að strax frá fæðingu eða meðgöngu sé hægt að spá um hvernig muni fara. Leikskólakennarar geta margir séð í sínum barnahópi hverjir það eru sem munu lenda í þessum hópi sem er verst settur. Mörg leikskólabörn eru komin með greiningar þegar þau koma í grunnskóla, síðan bætist við eftir því sem barnið eldist.“Erfitt að elska barn sem misþyrmir þér Halldóra segir oft erfiðara fyrir foreldra sem eiga börn í vanda að eiga við þau eftir því sem þau eldast. „Barnið stækkar, eflist og krafturinn er meiri. Þú sjálf sem foreldri ferð að vera í hættu að vera í samskiptum við barnið þitt. Því fyrr sem hægt er að veita stuðning og þétta utan um þessa fjölskyldu og gefa foreldri tækifæri á hvíld þannig að það treysti sér til að ala upp barnið sitt, því betra. Því það er erfitt að elska barn sem kannski misþyrmir þér dag eftir dag. Þetta er það sem að fólk verður að fá hjálp við og svo verður að horfast í augu við það að einstaka barn, ekki mörg, geta ekki búið heima. Þannig er það bara. Og þau geta heldur ekki fengið fjölskyldu sem getur búið með þeim. En þau geta búið í úrræði þar sem fjölskyldan hefur möguleika á að umgangast þau daglega eða oft í viku. Þetta verðum við bara að viðurkenna og horfast í augu við. Síðan er hin umræðan um börn sem eru tekin af foreldrum vegna vanhæfni þeirra, það er kannski það sem hið raunverulega barnaverndarstarf snýst um.“Hvað segir þú um þá umræðu sem hefur stundum blossað upp um ofgreiningar á börnum?„Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði og mér getur kannski fundist eins og næsta manni að það sé ansi mikill fjöldi barna með greiningar. Það sem ég set aðallega spurningarmerki við er að greiningin sé forsenda þess að þú fáir einhverja aðstoð, það veldur mér áhyggjum.“Greiningar eiga ekki að vera forsenda þjónustu Henni finnst greiningar vega of þungt þegar kemur að því að fá þjónustu. „En að sjálfsögðu eru greiningar nauðsynlegar til að fólk og sérfæðingar sem vinna með börnum viti hvaða stefnu á að taka varðandi þjálfun og vinnu með börnin í framtíðinni. En setjum þetta ekki sem forsendu fyrir að börn fái aðstoð.“Hvað þarf að ganga á til að Barnavernd fari að skipta sér af fjölskyldum?„Það hvílir tilkynningaskylda á almennum borgurum þessa lands og sérstök tilkynningaskylda á fólki sem vinnur með börnum og sérfræðingum og auðvitað þurfa tilkynningar að vera ígrundaðar. Maður getur ekki bara tekið upp tólið og sagst hafa áhyggjur. Maður verður aðeins að færa fyrir því rök. Það er síðan okkar að meta. Við fáum mikið fleiri tilkynningar en þann fjölda sem verður síðan að barnaverndarmálum. En oft getum við þurft að bregðast við og skoða tilkynningu sem svo kemur í ljós að var ekki tilefni til þess að skoða. Við reynum að meta það en við verðum líka að passa að það fari ekki fram hjá okkur einhverjar tilkynningar sem eru mikilvægar. Við erum að taka inn fjölda tilkynninga á hverri viku sem við förum yfir. Sum mál eru þannig að það þarf að bregðast við strax, önnur mál verða að bíða. Álagið hjá okkur er þannig að eftir að við erum búin að taka ákvörðun um að skoða málið þá þurfa sum mál að bíða aðeins. Það er leiðinlegt og fólki getur þótt það erfitt að vita að það er búið að láta vita af málinu og það er ekki brugðist við strax.“ Hún segir tilkynningarnar eins fjölbreyttar og þær eru margar. „Við fáum margar tilkynningar, nágrannar eru vel á verði og það er af hinu góða. En stundum og það er erfitt að gefa svona ráð, stundum velti ég fyrir mér, hvort fólk treysti sér til að banka upp á og segja get ég aðstoðað? ef það veit um ungt foreldri þar sem er mikið grátið, rifist og erfitt. Sumir hafa reynt það og verið tekið illa. En maður veltir fyrir sér svona þessu með náungakærleika og nágranna og samstarf.“Vita oft ekki hvað bíður þeirra Hún nefnir einnig tilkynningar frá lögreglu þar sem Barnavernd er kölluð á vettvang. „Þar sem er mikil neysla og allt í óefni. Við getum þurft að fjarlægja börn strax. Það eru þung mál. Mínir starfsmenn þurfa, jafnt að nóttu sem degi, að ganga inn á heimili með lögreglu eða án. Án þess að vita alveg hvað bíður þeirra. Þetta er erfitt og venst aldrei alveg. Við reynum að tryggja öryggi eins og hægt er, með því að hafa lögreglufylgd með okkur eða vera fleiri en eitt. Þannig að það er mjög misjafnt hvernig málin eiga sér upphaf. Mjög mörg mál eiga sér upphaf frá skólum, frá þjónustumiðstöðvum, heilsugæslu. Við fáum tilkynningar um verðandi mæður sem eru að leggja líf ófædds barns í hættu með neyslu og þurfum að grípa þar inn í. Það getur verið gríðarlega flókið mánuðum saman að reyna að hafa hemil á einstaklingi sem er með barn inni í sér.“ Halldóra segir erfitt að alhæfa og hvert mál sé skoðað fyrir sig, stundum sé nóg að mæta bara. „Oft verður líka breyting á lífi fólks við það að Barnaverndin bankar upp á. Það áttar sig á að það sé tilbúið til að bæta sig og þiggja aðstoð. Flestir foreldrar eru fullfærir um að taka ákvarðanir um eigið líf og barnanna sinna.“ Hún segir að fólki finnist erfitt að tilkynna annað fólk til Barnaverndar. „Almenningur getur tilkynnt undir nafnleynd og það eru margir sem gera það. Það er hins vegar oft flókin nálgun og oft mikið erfiðara að ganga inn í mál þar sem er tilkynnt undir nafnleynd heldur en mál sem eru tilkynnt undir nafni. Það fer svo mikil orka hjá fólki í að reyna að finna út hver hafi tilkynnt. Fólk fyllist vantrausti. Í staðinn ef það er vitað þegar kemur tilkynning frá opinberum aðilum, þá liggur það á borðinu því það liggur fyrir bréf.“Er eitthvað um að inn á ykkar borð komi tilkynningar sem eru ekki á rökum reistar, tilkynningar í hefndarskyni? „Það kemur fyrir og er afskaplega leiðinlegt að þurfa horfa upp á það að fólk misnoti barnaverndarkerfið með þeim hætti. Kannski kallar það á að starfsmenn eru meira á verði en ella í málum sem þarf að skoða.“Þakkirnar gefa mikið Halldóra talar vel og af virðingu um félaga sína í Barnaverndinni. „Þau eru upp til hópa jákvæð og bjartsýn og tilbúin til þess að takast á við verkefni í þeirri trú að starf þeirra geti leitt til þess að bæta líf barna sem þau eru að vinna með. Það er grunntrúin. Það þarf svo lítið í erli daganna til að maður verði glaður, það þarf ekki annað en eitt takk á móti kannski 90 fúkyrðum til þess að maður sé tiltölulega sáttur.“ Halldóra hlær og segir að barnaverndarstörf séu ekki vinna sem maður sæki í ef maður vill viðurkenningu fyrir vel unnin störf. „Og ætli ég gleymi því ekki allt of oft sjálf, að hrósa mínu starfsfólki í dagsins önn fyrir sitt framlag. Aðrir í kringum okkur eru ekki mikið að hrósa. Yfirleitt þannig að fólk er að kvarta yfir því að við bregðumst ekki nógu fljótt við, höfum ekki nógu mörg úrræði, þar er alveg sama hvort er verið að tala um foreldrana, skólana, leikskólana, BUGL, hver sem það er, það er soldið ríkjandi og það finnst mér erfiðara að takast á við heldur en andstöðu foreldra, að þeir aðilar sem ég tel til samstarfsaðila telja sig geta gagnrýnt okkur mjög ákveðið þegar við erum kölluð að borði. Það finnst mér alltaf mjög dapurlegt. En þegar maður er búinn að vera svona lengi eins og ég þá hittir maður oft fólk á fullorðinsárum sem kann manni þakkir. Það gefur mikið.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Sjá meira