Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. febrúar 2016 12:11 Leikarinn Vin Diesel hefur verið aðal maðurinn við gerð myndanna. Vísir Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að kvikmynda þrjá til fjóra fólksbíla á ísilögðu Mývatni í mars næstkomandi í tengslum við tökur á erlendri kvikmynd. Það mun vera myndin Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious myndaflokknum. Einnig hefur verið gefið leyfi til að sökkva skel af bíl í vatnið.Bíllinn verður í vírRÚV greindi frá því á þriðjudag að leyfi hefði verið gefið fyrir því að sökkva skel af bíl í vatnið. Samkvæmt gögnum frá Umhverfisstofnun verður brotin vök í ísinn og bíllinn látinn gossa ofan í vatnið. Hann verður berstrípaður af öllu öðru en ytra borðinu og á því ekki að skilja eftir sig mengun.Mývatn er í heldur kuldalegri klæðum í dag en kvikmyndagerðarmennirnir hafa aðeins leyfi til að aka þar sem er snjór.Vísir/PjeturSamkvæmt gögnunum verður bíllinn í vír og dreginn upp fljótlega eftir að honum er steypt út í vatnið. Þá verður sex manna kafarateymi á staðnum til að gæta þess að allt fari eins og áætlanir gera ráð fyrir. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvar bílnum verður steypt ofan í Mývatn en ísaksturinn mun fara fram á Álftavogi í Syðriflóa Mývatns, samkvæmt leyfi stofnunarinnar. Hundrað manna teymi Tökurnar fara fram í mars næstkomandi og er gert ráð fyrir hundrað manna teymi koma að kvikmyndatökunum. Setja á upp tjald fyrir starfsmenn á bílastæði við gömlu sundlaugina í Álftagerði á meðan tökunum við Mývatn stendur yfir. Samkvæmt lýsingu í gögnum Umhverfisstofnunar kemur fram að mögulegt sé að jökum úr frauðplasti verði stillt upp á tökustað á meðan tökur fara fram. Þeir verða svo fjarlægðir að tökum loknum. Til greina kemur að taka loftmyndir úr þyrlu af þessum ísakstri. Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. Allur akstur utan vega og merktra slóða er óheimill nema á frosinni, snævi þakinni jörð. Stofnunin mun hafa eftirlit með framkvæmdunum og frágangi.Tekin upp á nokkrum stöðumVísir hefur áður fjallað um tökurnar á Fast 8 en auk þess að vera tekin upp á Norðurlandi er einnig búið að heimila tökur á Akranesi. Heimildir Vísis herma að tökuliðið ætli að framkvæma stærstu sprengingu sem gerð hefur verið hér á landi. Það verður þó ekki á Akranesi. Fast and the Furious myndaflokkurinn er einhver sá stærsti sem nú er í gangi í heiminum en milljandi hagnaður hefur verið af myndunum. Síðasta myndin í flokknum, sem hét Furious 7, er sjötta tekjuhæsta mynd allra tíma með tekjur upp á 1.515 milljónir dollara, jafnvirði 202 milljarða íslenskra króna, í miðasölu. Leikarinn Vin Diesel hefur verið aðal maðurinn við gerð myndanna, sem leikari og framleiðandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að kvikmynda þrjá til fjóra fólksbíla á ísilögðu Mývatni í mars næstkomandi í tengslum við tökur á erlendri kvikmynd. Það mun vera myndin Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious myndaflokknum. Einnig hefur verið gefið leyfi til að sökkva skel af bíl í vatnið.Bíllinn verður í vírRÚV greindi frá því á þriðjudag að leyfi hefði verið gefið fyrir því að sökkva skel af bíl í vatnið. Samkvæmt gögnum frá Umhverfisstofnun verður brotin vök í ísinn og bíllinn látinn gossa ofan í vatnið. Hann verður berstrípaður af öllu öðru en ytra borðinu og á því ekki að skilja eftir sig mengun.Mývatn er í heldur kuldalegri klæðum í dag en kvikmyndagerðarmennirnir hafa aðeins leyfi til að aka þar sem er snjór.Vísir/PjeturSamkvæmt gögnunum verður bíllinn í vír og dreginn upp fljótlega eftir að honum er steypt út í vatnið. Þá verður sex manna kafarateymi á staðnum til að gæta þess að allt fari eins og áætlanir gera ráð fyrir. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvar bílnum verður steypt ofan í Mývatn en ísaksturinn mun fara fram á Álftavogi í Syðriflóa Mývatns, samkvæmt leyfi stofnunarinnar. Hundrað manna teymi Tökurnar fara fram í mars næstkomandi og er gert ráð fyrir hundrað manna teymi koma að kvikmyndatökunum. Setja á upp tjald fyrir starfsmenn á bílastæði við gömlu sundlaugina í Álftagerði á meðan tökunum við Mývatn stendur yfir. Samkvæmt lýsingu í gögnum Umhverfisstofnunar kemur fram að mögulegt sé að jökum úr frauðplasti verði stillt upp á tökustað á meðan tökur fara fram. Þeir verða svo fjarlægðir að tökum loknum. Til greina kemur að taka loftmyndir úr þyrlu af þessum ísakstri. Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. Allur akstur utan vega og merktra slóða er óheimill nema á frosinni, snævi þakinni jörð. Stofnunin mun hafa eftirlit með framkvæmdunum og frágangi.Tekin upp á nokkrum stöðumVísir hefur áður fjallað um tökurnar á Fast 8 en auk þess að vera tekin upp á Norðurlandi er einnig búið að heimila tökur á Akranesi. Heimildir Vísis herma að tökuliðið ætli að framkvæma stærstu sprengingu sem gerð hefur verið hér á landi. Það verður þó ekki á Akranesi. Fast and the Furious myndaflokkurinn er einhver sá stærsti sem nú er í gangi í heiminum en milljandi hagnaður hefur verið af myndunum. Síðasta myndin í flokknum, sem hét Furious 7, er sjötta tekjuhæsta mynd allra tíma með tekjur upp á 1.515 milljónir dollara, jafnvirði 202 milljarða íslenskra króna, í miðasölu. Leikarinn Vin Diesel hefur verið aðal maðurinn við gerð myndanna, sem leikari og framleiðandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira