Lífið

„Sá síðasti dó á þessu ári“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bæði Sigtryggur og Jakob koma fra á uppboðinu.
Bæði Sigtryggur og Jakob koma fra á uppboðinu.

„Við ætlum að vera með uppboð fyrir sjúkrasjóð villikatta á Ísland, við erum bara í vandræðum því að sjúkrasjóðurinn er uppurinn,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Iðu og kattakona númer eitt en um helgina stendur til að halda uppboð.

 Ágóðinn fer í að hjálpa villiköttum að finna heimili og safna í sjúkrasjóð.

„Ég elska ketti miklu meira en hunda því þeir eru bara svo miklu svalari,“ segir tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson.

„Ég hef átt marga ketti í gegnum tíðina og sá síðasti dó á þessu ári og ég er að gera þetta til heiðurs honum líka,“ segir Sigtryggur en hann missti köttinn Manúel sem hann hafði átt í sautján ár. 

Arndís og Olga Perla stofnuðu félagið Villikettir fyrir um tíu árum. En Sigtryggur og Jakob Frímann Magnússon aðstoða við uppboðið en Jakob hefur alla tíð verið mikill kattarvinur. Uppboðið sjálft fer fram annað kvöld og byrjar það 17:30 og stendur yfir í um tvær klukkustundir. Allar upplýsingar inni á Facebook-síðunni Villikettir.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en uppboðið var til umfjöllunnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.