Jackie Chan „algjör toppnáungi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2016 14:13 Jackie Chan er kominn og farinn. vísir Hollywood-stjarnan Jackie Chan hélt af landi brott á laugardaginn eftir að tökum lauk á Kung Fu Yoga á Suðurlandi. Hann varði síðasta deginum í Reykjavík þar sem hann verslaði og fór út að borða. Chan, sem er 62 ára, var sérstaklega vel liðinn af þeim Íslendingum sem aðstoðuðu tökuliðið á meðan á dvöl þess hér á landi stóð. „Hann er algjör toppnáungi,“ sagði einn heimildarmaður Vísis en Chan er einn tekjuhæsti leikarinn í Hollywood. Í lokapartýinu, svokölluð wrap-up partýi, sem haldið var eftir að tökum lauk rötuðu nokkrir glæsilegir jakkar til íslenskra aðstoðarmanna. Einn þeirra, sem er framleiddur af Jackie Chan, rataði til Jóns Viðars Arnþórssonar, formanns Mjölnis. Jón Viðar er mikill aðdáandi Kung Fu og Chan. Hann var upp með sér að fá að hitta goðsögnina sem hann segir eiga stóran part í Mjölni og öllum þeim bardagasenum sem Jón Viðar hafi sett upp í íslenskum kvikmyndum. Jón Viðar birti mynd af sér í jakkanum sem sjá má hér að neðan. Já ég hitti átrúnaðargoðið mitt í gær og já ég er í úlpunni hans!!!! JACKIE CHAN! Þegar ég var unglingur: 1. Eyddi ég öllum peningunum mínum í að kaupa gamlar Kung Fu myndir á VHS með Jackie Chan. 2. Ég eyddi miklum tímanum á hverjum degi í að horfa á myndirnar hans aftur og aftur, auk þess að æfa. Enda var ég bara með 50% mætingu í skólanum! 3. Ég las ævisöguna hans þótt ég læsi aldrei bækur og væri með 2,5 í meðaleinkun í ensku. 4. Ég reyndi að apa allt eftir honum, því ég dýrkaði hann. Enda er hann ein fremsta kvikmyndabardagastjarna heims og lang flottasti stunt leikari allra tíma. Hann á því stóran part í Mjölni og öllum þeim bardaga/ofbeldissenum sem ég hef sett upp í íslenskum kvikmyndum. Einn af mínum bestu vinum, Páll Bergmann, var að keyra Jackie Chan í 10 daga á meðan að Jackie vann að nýjust kvikmynd sinni hér á Íslandi. Goðsögnin var auðvitað hrifin af Palla, bara eins og allir, fór úr úlpunni sinni, áritaði hana og gaf Palla hana. Palli gaf mér úlpuna svo í gærkvöldi. Er hægt að byðja um betri vin? Ég næstum því táraðist og það þarf mikið til að svo gerist! Takk elsku Palli, ég mun hengja hana upp fyrir ofan rúmið mitt!! #jackiechan #mjolnirmma #stunts #kungfu #drunkenmaster A photo posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Mar 6, 2016 at 5:42am PST Íslandsvinir Tengdar fréttir Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli á einkaþotu Leikarinn Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun á einkaþotu en með fréttinni má sjá mynd af vélinni. 26. febrúar 2016 13:34 Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Mætir til landsins í einkaþotu. 19. febrúar 2016 11:32 Jackie Chan og vinkonur njóta Íslandsdvalarinnar Tökur á nýrri mynd Jackie Chan, Kung Fu Yoga, virðast ganga vel ef marka má myndir og myndbönd sem lið leikara í myndinni hefur birt á Instagram. 4. mars 2016 14:53 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hollywood-stjarnan Jackie Chan hélt af landi brott á laugardaginn eftir að tökum lauk á Kung Fu Yoga á Suðurlandi. Hann varði síðasta deginum í Reykjavík þar sem hann verslaði og fór út að borða. Chan, sem er 62 ára, var sérstaklega vel liðinn af þeim Íslendingum sem aðstoðuðu tökuliðið á meðan á dvöl þess hér á landi stóð. „Hann er algjör toppnáungi,“ sagði einn heimildarmaður Vísis en Chan er einn tekjuhæsti leikarinn í Hollywood. Í lokapartýinu, svokölluð wrap-up partýi, sem haldið var eftir að tökum lauk rötuðu nokkrir glæsilegir jakkar til íslenskra aðstoðarmanna. Einn þeirra, sem er framleiddur af Jackie Chan, rataði til Jóns Viðars Arnþórssonar, formanns Mjölnis. Jón Viðar er mikill aðdáandi Kung Fu og Chan. Hann var upp með sér að fá að hitta goðsögnina sem hann segir eiga stóran part í Mjölni og öllum þeim bardagasenum sem Jón Viðar hafi sett upp í íslenskum kvikmyndum. Jón Viðar birti mynd af sér í jakkanum sem sjá má hér að neðan. Já ég hitti átrúnaðargoðið mitt í gær og já ég er í úlpunni hans!!!! JACKIE CHAN! Þegar ég var unglingur: 1. Eyddi ég öllum peningunum mínum í að kaupa gamlar Kung Fu myndir á VHS með Jackie Chan. 2. Ég eyddi miklum tímanum á hverjum degi í að horfa á myndirnar hans aftur og aftur, auk þess að æfa. Enda var ég bara með 50% mætingu í skólanum! 3. Ég las ævisöguna hans þótt ég læsi aldrei bækur og væri með 2,5 í meðaleinkun í ensku. 4. Ég reyndi að apa allt eftir honum, því ég dýrkaði hann. Enda er hann ein fremsta kvikmyndabardagastjarna heims og lang flottasti stunt leikari allra tíma. Hann á því stóran part í Mjölni og öllum þeim bardaga/ofbeldissenum sem ég hef sett upp í íslenskum kvikmyndum. Einn af mínum bestu vinum, Páll Bergmann, var að keyra Jackie Chan í 10 daga á meðan að Jackie vann að nýjust kvikmynd sinni hér á Íslandi. Goðsögnin var auðvitað hrifin af Palla, bara eins og allir, fór úr úlpunni sinni, áritaði hana og gaf Palla hana. Palli gaf mér úlpuna svo í gærkvöldi. Er hægt að byðja um betri vin? Ég næstum því táraðist og það þarf mikið til að svo gerist! Takk elsku Palli, ég mun hengja hana upp fyrir ofan rúmið mitt!! #jackiechan #mjolnirmma #stunts #kungfu #drunkenmaster A photo posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Mar 6, 2016 at 5:42am PST
Íslandsvinir Tengdar fréttir Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli á einkaþotu Leikarinn Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun á einkaþotu en með fréttinni má sjá mynd af vélinni. 26. febrúar 2016 13:34 Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Mætir til landsins í einkaþotu. 19. febrúar 2016 11:32 Jackie Chan og vinkonur njóta Íslandsdvalarinnar Tökur á nýrri mynd Jackie Chan, Kung Fu Yoga, virðast ganga vel ef marka má myndir og myndbönd sem lið leikara í myndinni hefur birt á Instagram. 4. mars 2016 14:53 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli á einkaþotu Leikarinn Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun á einkaþotu en með fréttinni má sjá mynd af vélinni. 26. febrúar 2016 13:34
Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Mætir til landsins í einkaþotu. 19. febrúar 2016 11:32
Jackie Chan og vinkonur njóta Íslandsdvalarinnar Tökur á nýrri mynd Jackie Chan, Kung Fu Yoga, virðast ganga vel ef marka má myndir og myndbönd sem lið leikara í myndinni hefur birt á Instagram. 4. mars 2016 14:53