Helgi Hrafn: Verður að lýsa yfir vantrausti og rjúfa þing Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2016 20:26 Helgi Hrafn Gunnarsson Vísir/Pjetur „Það er augljóst að það verður að lýsa yfir vantrausti og þing rofið í kjölfarið,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi eftir að hafa horft á umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss um Panama-gögnin. Í þættinum sem var sýndur í kvöld var ítarlega farið yfir tengsl og eignarhald Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Helgi Hrafn segist eiga eftir að ræða við sitt fólk í Pírötum og stjórnarandstöðuna en hann segir það vera ljóst í sínum augum að það verður að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ spyr Helgi. Hann segist ekki trúa því að þingmenn meirihlutans muni greiða atkvæði gegn vantrauststillögunni. „Það er of mikið af góðu og heiðarlegu fólki á meðal þingmanna stjórnarmeirihlutans til að ég geti séð það gerast,“ segir Helgi Hrafn. Í umfjölluninni kom fram að Wintris var stofnað 9. október árið 2007, reikningur er opnaður fyrir félagið Wintris hjá Credit Suisse 3. apríl árið 2008. 25. apríl árið 2009 er Sigmundur Davíð kjörinn á þing en á gamlársdag árið 2009 selur hann helmingshlut sinn í Wintris til unnustu sinnar Önnu Sigurlaugar fyrir einn Bandaríkjadollar. Í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn þverneitaði Sigmundur Davíð því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Helgi Hrafn segir að þær skýringar sem hafa komið fram frá Sigmundi Davíð á tengslum hans við Wintris sekki standast. Sagðist hann til að mynda ekki skilja þá útskýringu að mistök bankans hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð átti helminginn í Wintris, miðað við það sem kom fram í þættinum. „Ég fæ ekki skilið hvernig það á að hafa geta staðist.“ Þá segir helgi að svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um félagið Falson & Co virðast hafa verið í mótsögn miðað við það sem kom fram í þættinum. Bjarni sagði í yfirlýsingu á Facebook í síðastu viku að hann taldi félagið skráð í Lúxemborg en í raun var það skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Helgi Hrafn segist hafa verið þeirrar skoðunar áður en hann sá þáttinn að Sigmundur Davíð ætti að segja af sér og Alþingi að koma honum frá ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira
„Það er augljóst að það verður að lýsa yfir vantrausti og þing rofið í kjölfarið,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi eftir að hafa horft á umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss um Panama-gögnin. Í þættinum sem var sýndur í kvöld var ítarlega farið yfir tengsl og eignarhald Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Helgi Hrafn segist eiga eftir að ræða við sitt fólk í Pírötum og stjórnarandstöðuna en hann segir það vera ljóst í sínum augum að það verður að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ spyr Helgi. Hann segist ekki trúa því að þingmenn meirihlutans muni greiða atkvæði gegn vantrauststillögunni. „Það er of mikið af góðu og heiðarlegu fólki á meðal þingmanna stjórnarmeirihlutans til að ég geti séð það gerast,“ segir Helgi Hrafn. Í umfjölluninni kom fram að Wintris var stofnað 9. október árið 2007, reikningur er opnaður fyrir félagið Wintris hjá Credit Suisse 3. apríl árið 2008. 25. apríl árið 2009 er Sigmundur Davíð kjörinn á þing en á gamlársdag árið 2009 selur hann helmingshlut sinn í Wintris til unnustu sinnar Önnu Sigurlaugar fyrir einn Bandaríkjadollar. Í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn þverneitaði Sigmundur Davíð því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Helgi Hrafn segir að þær skýringar sem hafa komið fram frá Sigmundi Davíð á tengslum hans við Wintris sekki standast. Sagðist hann til að mynda ekki skilja þá útskýringu að mistök bankans hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð átti helminginn í Wintris, miðað við það sem kom fram í þættinum. „Ég fæ ekki skilið hvernig það á að hafa geta staðist.“ Þá segir helgi að svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um félagið Falson & Co virðast hafa verið í mótsögn miðað við það sem kom fram í þættinum. Bjarni sagði í yfirlýsingu á Facebook í síðastu viku að hann taldi félagið skráð í Lúxemborg en í raun var það skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Helgi Hrafn segist hafa verið þeirrar skoðunar áður en hann sá þáttinn að Sigmundur Davíð ætti að segja af sér og Alþingi að koma honum frá ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01
Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30
Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10