Herþyrlur, skriðdreki og hraðskreiðir bílar á Akranesi við tökur á Fast 8 Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2016 16:25 Það var heldur betur líf og fjör á Akranesi í dag þar sem tökur fóru fram á bandarísku stórmyndinni Fast 8. Sjá mátti þyrlur sveima yfir Faxabraut á meðan kraftbíl var ekið eftir henni og fengu Skagamenn að sjá skriðdreka ekið eftir götum bæjarins ásamt glæsilegum sportbílum. Áætlað er að tökum verði framhaldið áfram á Akranesi á morgun. Fyrir tveimur dögum lauk tökuteymi Fast 8 tökum við Mývatn sem höfðu staðið yfir frá því í byrjun mars. Mætti meðal annars leikarinn Tyrese Gibson til landsins til að fara með hlutverk Romans við tökur á myndinni við Mývatn.Sjá einnig: Tyrese Gibson orðlaus yfir náttúrufegurð Íslands Engir af aðalleikurum myndarinnar eru staddir á Akranesi á meðan tökur fara þar fram. Þoli ekki þegar ég reyni að hjóla á götunni og einhver sigar á mig skriðdreka https://t.co/Rmj4FYU6nc— Benni Valur (@bennivalur) April 14, 2016 Áætlað er að á fjórða hundruð manns komi að framleiðslu myndarinnar hér á landi en áætlaður kostnaður er um 2,6 milljarðar króna og mun því endurgreiðsla úr ríkissjóði nema um 520 milljónum króna. Á meðan tökum stóð á Akranesi lögðu fjölmargir leið sína nærri hafnarsvæðinu í þeirri von um að verða vitni að einhverjum hasar. Varð þeim að ósk sinni en björgunarsveitarmenn gættu þess að vegfarendur færu ekki of nærri. Þegar reynt var að ná tali af einhverjum sem koma nálægt þessu verkefni báru þeir fyrir sig samkomulag sem þeir undirrituðu við bandaríska kvikmyndaverið Universal sem kveður á um að þeir megi ekki ræða á nokkurn hátt um verkefnið. Myndum hefur þó verið streymt inn á samfélagsmiðlana sem gefa til kynna hve umfangið er mikið. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndskeið frá tökustað í dag. Og fleiri myndir hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lentu fyrir aftan skriðdreka í umferðinni á Akranesi Nú er verið að undirbúa að tökur fyrir Fast 8 á Akranesi og hafa mjög furðuleg ökutæki sést þar síðustu daga. 1. apríl 2016 15:30 Skip HB Granda víkja úr höfninni á Akranesi fyrir tökuliði Fast 8 Uppsjávarskipum HB Granda, Venusi NS og Víkingi AK, var siglt frá Akranesi til hafnar í Reykjavík til að rýma fyrir tökuliði Fast 8 – en skipin hafa legið við bryggju á Akranesi frá því að loðnuvertíð lauk. 11. apríl 2016 07:00 Staðgengill steinsins fékk sér húðflúr í Reykjavík Áhættuleikarinn Myles Humpus er staddur á landinu þessa dagana við tökur á Fast 8 og hann fékk sér nýtt húðflúr á Rvk. Inc á dögunum. 12. apríl 2016 13:30 Íbúar Akraness beðnir um aðstoð við tökur á Fast 8 Beiðnin er nokkuð undarleg. 11. apríl 2016 16:31 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Það var heldur betur líf og fjör á Akranesi í dag þar sem tökur fóru fram á bandarísku stórmyndinni Fast 8. Sjá mátti þyrlur sveima yfir Faxabraut á meðan kraftbíl var ekið eftir henni og fengu Skagamenn að sjá skriðdreka ekið eftir götum bæjarins ásamt glæsilegum sportbílum. Áætlað er að tökum verði framhaldið áfram á Akranesi á morgun. Fyrir tveimur dögum lauk tökuteymi Fast 8 tökum við Mývatn sem höfðu staðið yfir frá því í byrjun mars. Mætti meðal annars leikarinn Tyrese Gibson til landsins til að fara með hlutverk Romans við tökur á myndinni við Mývatn.Sjá einnig: Tyrese Gibson orðlaus yfir náttúrufegurð Íslands Engir af aðalleikurum myndarinnar eru staddir á Akranesi á meðan tökur fara þar fram. Þoli ekki þegar ég reyni að hjóla á götunni og einhver sigar á mig skriðdreka https://t.co/Rmj4FYU6nc— Benni Valur (@bennivalur) April 14, 2016 Áætlað er að á fjórða hundruð manns komi að framleiðslu myndarinnar hér á landi en áætlaður kostnaður er um 2,6 milljarðar króna og mun því endurgreiðsla úr ríkissjóði nema um 520 milljónum króna. Á meðan tökum stóð á Akranesi lögðu fjölmargir leið sína nærri hafnarsvæðinu í þeirri von um að verða vitni að einhverjum hasar. Varð þeim að ósk sinni en björgunarsveitarmenn gættu þess að vegfarendur færu ekki of nærri. Þegar reynt var að ná tali af einhverjum sem koma nálægt þessu verkefni báru þeir fyrir sig samkomulag sem þeir undirrituðu við bandaríska kvikmyndaverið Universal sem kveður á um að þeir megi ekki ræða á nokkurn hátt um verkefnið. Myndum hefur þó verið streymt inn á samfélagsmiðlana sem gefa til kynna hve umfangið er mikið. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndskeið frá tökustað í dag. Og fleiri myndir hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lentu fyrir aftan skriðdreka í umferðinni á Akranesi Nú er verið að undirbúa að tökur fyrir Fast 8 á Akranesi og hafa mjög furðuleg ökutæki sést þar síðustu daga. 1. apríl 2016 15:30 Skip HB Granda víkja úr höfninni á Akranesi fyrir tökuliði Fast 8 Uppsjávarskipum HB Granda, Venusi NS og Víkingi AK, var siglt frá Akranesi til hafnar í Reykjavík til að rýma fyrir tökuliði Fast 8 – en skipin hafa legið við bryggju á Akranesi frá því að loðnuvertíð lauk. 11. apríl 2016 07:00 Staðgengill steinsins fékk sér húðflúr í Reykjavík Áhættuleikarinn Myles Humpus er staddur á landinu þessa dagana við tökur á Fast 8 og hann fékk sér nýtt húðflúr á Rvk. Inc á dögunum. 12. apríl 2016 13:30 Íbúar Akraness beðnir um aðstoð við tökur á Fast 8 Beiðnin er nokkuð undarleg. 11. apríl 2016 16:31 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Lentu fyrir aftan skriðdreka í umferðinni á Akranesi Nú er verið að undirbúa að tökur fyrir Fast 8 á Akranesi og hafa mjög furðuleg ökutæki sést þar síðustu daga. 1. apríl 2016 15:30
Skip HB Granda víkja úr höfninni á Akranesi fyrir tökuliði Fast 8 Uppsjávarskipum HB Granda, Venusi NS og Víkingi AK, var siglt frá Akranesi til hafnar í Reykjavík til að rýma fyrir tökuliði Fast 8 – en skipin hafa legið við bryggju á Akranesi frá því að loðnuvertíð lauk. 11. apríl 2016 07:00
Staðgengill steinsins fékk sér húðflúr í Reykjavík Áhættuleikarinn Myles Humpus er staddur á landinu þessa dagana við tökur á Fast 8 og hann fékk sér nýtt húðflúr á Rvk. Inc á dögunum. 12. apríl 2016 13:30