Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Sæunn Gísladóttir skrifar 13. júlí 2016 07:00 Viðsnúningur hefur orðið hjá japanska leikjaframleiðandanum Nintendo. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur rokið upp síðustu sex daga um 63 prósent. Þar af hækkaði gengi hlutabréfa um 24,5 prósent í viðskiptum á mánudag og 12,8 prósent á þriðjudag. Hlutabréfahækkunin hefur leitt til þess að markaðsvirði fyrirtækisins hefur aukist um rúmlega níu milljarða dollara, eða 1.100 milljarða íslenskra króna, og nemur nú jafnvirði 3.800 milljarða íslenskra króna. Hlutabréfahækkunin á mánudag var sú hæsta á einum degi hjá fyrirtækinu síðan árið 1983, þegar Nintendo Entertainment System fór á markað. Líklega má rekja hækkunina til vinsælda nýja snjallsímaleiksins Pokémon GO, sem gefinn var út þann 6. júlí síðastliðinn. Nintendo á 33 prósenta eignarhlut í Pokémon-fyrirtækinu og á hlut í Niantic sem þróaði Pokémon GO. Í frétt BBC um málið segir að leikurinn hafi verið vinsælasta smáforritið í Bandaríkjunum þegar hann var gefinn út í síðustu viku. Í leiknum þurfa notendur að finna Pokémon-dýr eins og Pikachu á alvöru staðsetningum. Milljónir hafa nú þegar náð sér í leikinn. Fleiri Android-notendur eru með leikinn á símanum sínum en stefnumótaapppið Tinder, samkvæmt gögnum frá Similar Web. Ókeypis er að ná sér í leikinn en hins vegar er hægt að kaupa auka PokéBalls og aðrar vörur í appinu. Pokémon GO hefur einungis verið gefinn út í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hingað til, hins vegar hafa notendur fundið aðrar leiðir til að spila hann í öðrum löndum, til dæmis á Íslandi. Hlutabréf í Nintendo hafa verið á niðurleið frá því í október á síðasta ári en eru nú á sama stað og fyrir ári. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Deutsche Bank hvetji fjárfesta til að kaupa bréf í Nintendo og segja að næstu leikir fyrir snjallsíma úr smiðju Nintendo sem væntanlegir eru á næsta ári; Zelda, Animal Crossing og Fire Emblem, muni líklega slá met Pokémon GO í vinsældum. Á síðustu fimmtán árum náðu hlutabréf í Nintendo mestum vexti frá 2006 til 2007 en árið 2006 kom út ein vinsælasta varan í sögu fyrirtækisins, leikjatölvan Nintendo Wii. Frá 2007 hefur gengi hlutabréfa hins vegar lækkað verulega, eða um 71 prósent. Pokemon Go Tengdar fréttir Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26 Mest lesið Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Viðsnúningur hefur orðið hjá japanska leikjaframleiðandanum Nintendo. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur rokið upp síðustu sex daga um 63 prósent. Þar af hækkaði gengi hlutabréfa um 24,5 prósent í viðskiptum á mánudag og 12,8 prósent á þriðjudag. Hlutabréfahækkunin hefur leitt til þess að markaðsvirði fyrirtækisins hefur aukist um rúmlega níu milljarða dollara, eða 1.100 milljarða íslenskra króna, og nemur nú jafnvirði 3.800 milljarða íslenskra króna. Hlutabréfahækkunin á mánudag var sú hæsta á einum degi hjá fyrirtækinu síðan árið 1983, þegar Nintendo Entertainment System fór á markað. Líklega má rekja hækkunina til vinsælda nýja snjallsímaleiksins Pokémon GO, sem gefinn var út þann 6. júlí síðastliðinn. Nintendo á 33 prósenta eignarhlut í Pokémon-fyrirtækinu og á hlut í Niantic sem þróaði Pokémon GO. Í frétt BBC um málið segir að leikurinn hafi verið vinsælasta smáforritið í Bandaríkjunum þegar hann var gefinn út í síðustu viku. Í leiknum þurfa notendur að finna Pokémon-dýr eins og Pikachu á alvöru staðsetningum. Milljónir hafa nú þegar náð sér í leikinn. Fleiri Android-notendur eru með leikinn á símanum sínum en stefnumótaapppið Tinder, samkvæmt gögnum frá Similar Web. Ókeypis er að ná sér í leikinn en hins vegar er hægt að kaupa auka PokéBalls og aðrar vörur í appinu. Pokémon GO hefur einungis verið gefinn út í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hingað til, hins vegar hafa notendur fundið aðrar leiðir til að spila hann í öðrum löndum, til dæmis á Íslandi. Hlutabréf í Nintendo hafa verið á niðurleið frá því í október á síðasta ári en eru nú á sama stað og fyrir ári. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Deutsche Bank hvetji fjárfesta til að kaupa bréf í Nintendo og segja að næstu leikir fyrir snjallsíma úr smiðju Nintendo sem væntanlegir eru á næsta ári; Zelda, Animal Crossing og Fire Emblem, muni líklega slá met Pokémon GO í vinsældum. Á síðustu fimmtán árum náðu hlutabréf í Nintendo mestum vexti frá 2006 til 2007 en árið 2006 kom út ein vinsælasta varan í sögu fyrirtækisins, leikjatölvan Nintendo Wii. Frá 2007 hefur gengi hlutabréfa hins vegar lækkað verulega, eða um 71 prósent.
Pokemon Go Tengdar fréttir Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26 Mest lesið Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26