Stór hluti óákveðinn fyrir kosningar Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. september 2016 07:00 Þróun fylgis á kjörtímabilinu. Á morgun eru sjö vikur til kosninga. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis benda til þess að Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn muni verða í lykilstöðu eftir kosningar, Píratar eru stærstir með 29,8 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn með 27,4 prósent. Það sem er líka vert að taka eftir er að einungis 55,8 prósent af þeim sem náðist í eru reiðubúin að nefna þann flokk sem þau myndu kjósa. Þrettán prósent segjast óákveðin, tæplega 19 prósent vilja ekki svara spurningunni og 12 prósent segjast ekki ætla að kjósa eða að þau muni skila auðu. Því er ljóst að ýmsar breytingar gætu orðið á fylgi flokka fram að kosningum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir hátt hlutfall óákveðinna ekki koma sér á óvart. Stór hluti kjósenda geri ekki upp hug sinn fyrr en í vikunni fyrir kosningar, hugsanlega tveimur vikum fyrr. „Það er órói í þessu. Viðreisn er að koma inn og þar er nýtt og nýtt fólk að birtast,“ segir Grétar Þór. Þá bendir hann á að flokkarnir séu enn ekki búnir að stilla upp listum. „Þannig að það kemur mér ekki á óvart að þetta sé svona.“ Grétar Þór segir jafnframt að þó að margir eigi eftir að gera upp hug sinn sé ekki víst að hlutfallsleg skipting fylgis eins og hún birtist þessa dagana muni breytast að ráði fram að kosningum. „Ég sé það ekki endilega fyrir að einhver einn flokkur eða tveir fari að taka öll óákveðnu atkvæðin,“ segir hann.Ekki fulltrúar óákveðinna Sá flokkur sem hefur mest borið á að undanförnu er líklegast Viðreisn. Stórt hlutfall þeirra sem taka ekki afstöðu kemur Benedikt Jóhannessyni, formanni flokksins, ekkert sérstaklega á óvart heldur. „Þetta hefur nú oft verið mjög stór hópur sem hefur verið óákveðinn. En ég held að við séum ekkert sérstakir fulltrúar óákveðinna, ekkert umfram aðra. Þannig að við verðum bara að berjast fyrir því eins og hver annar að fá sem flest atkvæði. Það er eina leiðin til að við náum okkar góðu stefnumálum fram,“ segir Benedikt. Viðreisn er með 6,8 prósenta fylgi í nýju könnuninni. Þegar Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir könnuðu fylgi flokka síðast, í lok maí, var flokkurinn einungis með 1,1 prósents fylgi. „Þetta er meira en síðast, en ég hefði gjarnan viljað vera aðeins hærri,“ segir Benedikt. Hann segist ekki geta sagt til um hvaða væntingar hann hafi um hvað komi upp úr kjörkössunum. „Við erum nýr flokkur sem er að kynna sig. Við fáum mjög góðar og jákvæðar viðtökur og mjög margir segja við mig að þeir vilji kynna sér stefnuna betur og sjá hvaða frambjóðendur við verðum með. Stefnuna erum við að kynna og frambjóðendur verða ljósir fljótlega. Þá verður þetta skýrara,“ segir Benedikt og bætir því við að hann sé bjartsýnismaður. Hann segir erfitt að segja til um hvenær listarnir verði fullmyndaðir en vonast til að þeir verði komnir í öllum aðalatriðum í næstu viku. Í fyrradag lýstu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að þau hygðust yfirgefa þann flokk og ganga til liðs við Viðreisn. Þá var framkvæmd könnunarinnar, sem gerð var dagana 6. og 7. september, liðlega hálfnuð. Samanburður milli daga sýnir að 2 prósentustigum fleiri sögðust ætla að kjósa Viðreisn eftir að þau Þorsteinn og Þorgerður tilkynntu um vistaskipti sín. Sá munur er innan skekkjumarka. Það vekur líka athygli að fylgi Vinstri grænna hefur minnkað umtalsvert frá því í könnuninni í maí. Það var þá 18,1 prósent en er núna 12,8 prósent. „Við vissum að við fórum skart upp í kringum umræðuna um Panama-skjölin og það kemur ekkert á óvart að það jafni sig,“ segir Katrín. Ástæðulaust sé að æsa sig yfir könnunum. „Við erum ánægð með okkar stefnu, erum búin að vera að vinna mjög vel á tímabilinu. Við erum ekki búin að birta lista nema í einu kjördæmi og eigum eftir að gera það. Þannig að við erum bara mjög bjartsýn.“Annað andrúmsloft Katrín segist upplifa allt annað andrúmsloft núna en vanalega fyrir kosningar. „Mér finnst fólk miklu óákveðnara og óvissara og ég hef sjaldan haft eins litla tilfinningu fyrir því hvað muni gerast. Það eina sem maður getur gert er að maður er í pólitík fyrir sína stefnu og sín gildi og það er bara þannig sem við vinnum,“ segir hún. Katrín segir að miðað við niðurstöður skoðanakannana séu ekki neinar augljósar tveggja flokka stjórnir í spilinu. „Það er hins vegar ekki endilega neitt náttúrulögmál að það sé betra. Þannig að ég ætla bara ennþá að vonast eftir því að stjórnarandstaðan nái meirihluta og geti myndað ríkisstjórn. En það er óvissa um hvað mun gerast,“ segir Katrín. Í könnun Fréttablaðsins var einnig spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Þar kemur fram að 36 prósent segjast styðja ríkisstjórnina en 64 prósent segjast ekki styðja hana. Stuðningurinn er meiri meðal karla en kvenna. Einnig er stuðningurinn meiri meðal fólks sem er 50 ára og eldra en fólks á aldrinum 18-49 ára.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Sjá meira
Á morgun eru sjö vikur til kosninga. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis benda til þess að Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn muni verða í lykilstöðu eftir kosningar, Píratar eru stærstir með 29,8 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn með 27,4 prósent. Það sem er líka vert að taka eftir er að einungis 55,8 prósent af þeim sem náðist í eru reiðubúin að nefna þann flokk sem þau myndu kjósa. Þrettán prósent segjast óákveðin, tæplega 19 prósent vilja ekki svara spurningunni og 12 prósent segjast ekki ætla að kjósa eða að þau muni skila auðu. Því er ljóst að ýmsar breytingar gætu orðið á fylgi flokka fram að kosningum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir hátt hlutfall óákveðinna ekki koma sér á óvart. Stór hluti kjósenda geri ekki upp hug sinn fyrr en í vikunni fyrir kosningar, hugsanlega tveimur vikum fyrr. „Það er órói í þessu. Viðreisn er að koma inn og þar er nýtt og nýtt fólk að birtast,“ segir Grétar Þór. Þá bendir hann á að flokkarnir séu enn ekki búnir að stilla upp listum. „Þannig að það kemur mér ekki á óvart að þetta sé svona.“ Grétar Þór segir jafnframt að þó að margir eigi eftir að gera upp hug sinn sé ekki víst að hlutfallsleg skipting fylgis eins og hún birtist þessa dagana muni breytast að ráði fram að kosningum. „Ég sé það ekki endilega fyrir að einhver einn flokkur eða tveir fari að taka öll óákveðnu atkvæðin,“ segir hann.Ekki fulltrúar óákveðinna Sá flokkur sem hefur mest borið á að undanförnu er líklegast Viðreisn. Stórt hlutfall þeirra sem taka ekki afstöðu kemur Benedikt Jóhannessyni, formanni flokksins, ekkert sérstaklega á óvart heldur. „Þetta hefur nú oft verið mjög stór hópur sem hefur verið óákveðinn. En ég held að við séum ekkert sérstakir fulltrúar óákveðinna, ekkert umfram aðra. Þannig að við verðum bara að berjast fyrir því eins og hver annar að fá sem flest atkvæði. Það er eina leiðin til að við náum okkar góðu stefnumálum fram,“ segir Benedikt. Viðreisn er með 6,8 prósenta fylgi í nýju könnuninni. Þegar Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir könnuðu fylgi flokka síðast, í lok maí, var flokkurinn einungis með 1,1 prósents fylgi. „Þetta er meira en síðast, en ég hefði gjarnan viljað vera aðeins hærri,“ segir Benedikt. Hann segist ekki geta sagt til um hvaða væntingar hann hafi um hvað komi upp úr kjörkössunum. „Við erum nýr flokkur sem er að kynna sig. Við fáum mjög góðar og jákvæðar viðtökur og mjög margir segja við mig að þeir vilji kynna sér stefnuna betur og sjá hvaða frambjóðendur við verðum með. Stefnuna erum við að kynna og frambjóðendur verða ljósir fljótlega. Þá verður þetta skýrara,“ segir Benedikt og bætir því við að hann sé bjartsýnismaður. Hann segir erfitt að segja til um hvenær listarnir verði fullmyndaðir en vonast til að þeir verði komnir í öllum aðalatriðum í næstu viku. Í fyrradag lýstu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að þau hygðust yfirgefa þann flokk og ganga til liðs við Viðreisn. Þá var framkvæmd könnunarinnar, sem gerð var dagana 6. og 7. september, liðlega hálfnuð. Samanburður milli daga sýnir að 2 prósentustigum fleiri sögðust ætla að kjósa Viðreisn eftir að þau Þorsteinn og Þorgerður tilkynntu um vistaskipti sín. Sá munur er innan skekkjumarka. Það vekur líka athygli að fylgi Vinstri grænna hefur minnkað umtalsvert frá því í könnuninni í maí. Það var þá 18,1 prósent en er núna 12,8 prósent. „Við vissum að við fórum skart upp í kringum umræðuna um Panama-skjölin og það kemur ekkert á óvart að það jafni sig,“ segir Katrín. Ástæðulaust sé að æsa sig yfir könnunum. „Við erum ánægð með okkar stefnu, erum búin að vera að vinna mjög vel á tímabilinu. Við erum ekki búin að birta lista nema í einu kjördæmi og eigum eftir að gera það. Þannig að við erum bara mjög bjartsýn.“Annað andrúmsloft Katrín segist upplifa allt annað andrúmsloft núna en vanalega fyrir kosningar. „Mér finnst fólk miklu óákveðnara og óvissara og ég hef sjaldan haft eins litla tilfinningu fyrir því hvað muni gerast. Það eina sem maður getur gert er að maður er í pólitík fyrir sína stefnu og sín gildi og það er bara þannig sem við vinnum,“ segir hún. Katrín segir að miðað við niðurstöður skoðanakannana séu ekki neinar augljósar tveggja flokka stjórnir í spilinu. „Það er hins vegar ekki endilega neitt náttúrulögmál að það sé betra. Þannig að ég ætla bara ennþá að vonast eftir því að stjórnarandstaðan nái meirihluta og geti myndað ríkisstjórn. En það er óvissa um hvað mun gerast,“ segir Katrín. Í könnun Fréttablaðsins var einnig spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Þar kemur fram að 36 prósent segjast styðja ríkisstjórnina en 64 prósent segjast ekki styðja hana. Stuðningurinn er meiri meðal karla en kvenna. Einnig er stuðningurinn meiri meðal fólks sem er 50 ára og eldra en fólks á aldrinum 18-49 ára.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Sjá meira