Ljóst að Píratar og Sjálfstæðisflokkur verða ekki saman í ríkisstjórn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2016 15:54 Björn Leví Gunnarsson og Bjarni Benediktsson voru í góðum gír í morgun þótt þeir hyggi ekki á frekara samstarf. Vísir/Anton Brink Landsmenn velta nú margir hverjir fyrir sér möguleikanum á myndun næstu ríkisstjórnar. Þó nokkrir möguleikar eru í kortunum en enginn augljós. Það sem auðveldar myndina að einhverju leyti er sú staðreynd að Píratar hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Sömuleiðis útilokar Sjálfstæðisflokkurinn samstarf með Pírötum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ítrekaði afstöðu flokksins í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 þar sem hann tók undir orð Birgittu Jónsdóttur og Smára McCarthy um að flokkarnir ættu ekki samleið og myndu ekki vinna saman. Þá liggur fyrir að Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á að vinna með Pírötum. Raunar lítur Bjarni ekki á Pírata sem stjórnmálaflokk heldur hreyfingu sem hefur hrist upp í hlutunum.Here is based @birgittaj Birgitta Jónsdóttir trolling the est. politicians TO THEIR FACE on national TV, holding up a card reading #Panama pic.twitter.com/qHGTT2d3Y8— Michael Malice (@michaelmalice) October 30, 2016 VG og XD myndi enda illa fyrir Katrínu Fleira hefur verið útilokað. Þannig mun Viðreisn ekki fara í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, þ.e. styðja fráfarandi ríkisstjórn við myndu nýs meirihluta. Þá hafa Píratar útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Margir velta fyrir sér mögulegu samstarfi Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokksins enda eiga flokkarnir samleið í mikilvægum málaflokkum þótt stefna flokkanna sé gjörólík. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 að viðræður um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn myndu enda illa fyrir sig. Að neðan má sjá nokkra möguleika á meirihluta í nýrri ríkisstjórn í könnun Vísis. Kosningar 2016 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Sjá meira
Landsmenn velta nú margir hverjir fyrir sér möguleikanum á myndun næstu ríkisstjórnar. Þó nokkrir möguleikar eru í kortunum en enginn augljós. Það sem auðveldar myndina að einhverju leyti er sú staðreynd að Píratar hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Sömuleiðis útilokar Sjálfstæðisflokkurinn samstarf með Pírötum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ítrekaði afstöðu flokksins í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 þar sem hann tók undir orð Birgittu Jónsdóttur og Smára McCarthy um að flokkarnir ættu ekki samleið og myndu ekki vinna saman. Þá liggur fyrir að Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á að vinna með Pírötum. Raunar lítur Bjarni ekki á Pírata sem stjórnmálaflokk heldur hreyfingu sem hefur hrist upp í hlutunum.Here is based @birgittaj Birgitta Jónsdóttir trolling the est. politicians TO THEIR FACE on national TV, holding up a card reading #Panama pic.twitter.com/qHGTT2d3Y8— Michael Malice (@michaelmalice) October 30, 2016 VG og XD myndi enda illa fyrir Katrínu Fleira hefur verið útilokað. Þannig mun Viðreisn ekki fara í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, þ.e. styðja fráfarandi ríkisstjórn við myndu nýs meirihluta. Þá hafa Píratar útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Margir velta fyrir sér mögulegu samstarfi Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokksins enda eiga flokkarnir samleið í mikilvægum málaflokkum þótt stefna flokkanna sé gjörólík. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 að viðræður um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn myndu enda illa fyrir sig. Að neðan má sjá nokkra möguleika á meirihluta í nýrri ríkisstjórn í könnun Vísis.
Kosningar 2016 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Sjá meira