Casey Affleck tjáir sig um ásakanir um kynferðislega áreitni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2017 15:45 Casey Affleck á Óskarsverðlaununum um helgina. vísir/getty Leikarinn Casey Affleck sem vann verðlaun fyrir besta leikinn í karlhlutverki á Óskarsverðlaununum á sunnudag tjáði sig í vikunni við bandaríska dagblaðið Boston Globe um ásakanir tveggja kvenna á hendur honum en árið 2010 sögðu þær Affleck hafa áreitt sig kynferðislega þegar þær unnu við myndina I‘m Still Here.Vísir fjallaði ítarlega um málið í morgun. Í haust, og nú aftur í kjölfar Óskarsverðlaunanna, hafa ýmsir fjölmiðlar vestanhafs rifjað ásakanir kvennanna upp en þær kærðu Affleck á sínum tíma fyrir áreitnina. Málið kom þó aldrei til kasta dómstóla þar sem leikarinn samdi við konurnar utan dómsalsins. Í upptaktinum fyrir Óskarsverðlaunin vildi Affleck lítið tjá sig um ásakanirnar en nú, eftir að hann hefur hreppt styttuna eftirsóttu, segir hann að öllum aðilum sé bannað að tjá sig um málið samkvæmt samkomulaginu sem gert var. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum með að hann skuli hafa hlotið verðlaunin en Affleck segir að enginn af þessu fólki sem sé svona ósátt við hann viti hvað gerðist í raun og veru. „Ég trúi því að öll ill meðferð á fólki, sama hvers vegna hún er, sé óásættanleg og viðbjóðsleg, og að allir eigi skilið að það sé komið fram við þá af virðingu á vinnustaðnum og rauninni hvar sem er. Það er ekki mikið sem ég get gert í þessu annað en að lifa mínu lífi eins og ég veit að ég lifi því og að segja frá mínum gildum og reyna að lifa eftir þeim.“ Tengdar fréttir Umdeildur Óskarsverðlaunahafi sakaður um kynferðislega áreitni gegn samstarfskonum Leikarinn Casey Affleck hlaut á sunnudaginn Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir frammistöðu sína í myndinni Manchester by the Sea eftir Kenneth Lonergan. Það er hins vegar langt frá því óumdeilt að Affleck skuli hafi hlotið náð fyrir augum Óskarsakademíunnar. 1. mars 2017 09:00 Jimmy Kimmel lét Trump heyra það í opnunarræðu Óskarsins Þakkaði meðal annars forsetanum fyrir þegar hann spurði viðstadda hvort þeir myndu eftir því að í fyrra hefðu Óskarsverðlaunin verið talin lituð af kynþáttahatri. 27. febrúar 2017 07:41 Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikarinn Casey Affleck sem vann verðlaun fyrir besta leikinn í karlhlutverki á Óskarsverðlaununum á sunnudag tjáði sig í vikunni við bandaríska dagblaðið Boston Globe um ásakanir tveggja kvenna á hendur honum en árið 2010 sögðu þær Affleck hafa áreitt sig kynferðislega þegar þær unnu við myndina I‘m Still Here.Vísir fjallaði ítarlega um málið í morgun. Í haust, og nú aftur í kjölfar Óskarsverðlaunanna, hafa ýmsir fjölmiðlar vestanhafs rifjað ásakanir kvennanna upp en þær kærðu Affleck á sínum tíma fyrir áreitnina. Málið kom þó aldrei til kasta dómstóla þar sem leikarinn samdi við konurnar utan dómsalsins. Í upptaktinum fyrir Óskarsverðlaunin vildi Affleck lítið tjá sig um ásakanirnar en nú, eftir að hann hefur hreppt styttuna eftirsóttu, segir hann að öllum aðilum sé bannað að tjá sig um málið samkvæmt samkomulaginu sem gert var. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum með að hann skuli hafa hlotið verðlaunin en Affleck segir að enginn af þessu fólki sem sé svona ósátt við hann viti hvað gerðist í raun og veru. „Ég trúi því að öll ill meðferð á fólki, sama hvers vegna hún er, sé óásættanleg og viðbjóðsleg, og að allir eigi skilið að það sé komið fram við þá af virðingu á vinnustaðnum og rauninni hvar sem er. Það er ekki mikið sem ég get gert í þessu annað en að lifa mínu lífi eins og ég veit að ég lifi því og að segja frá mínum gildum og reyna að lifa eftir þeim.“
Tengdar fréttir Umdeildur Óskarsverðlaunahafi sakaður um kynferðislega áreitni gegn samstarfskonum Leikarinn Casey Affleck hlaut á sunnudaginn Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir frammistöðu sína í myndinni Manchester by the Sea eftir Kenneth Lonergan. Það er hins vegar langt frá því óumdeilt að Affleck skuli hafi hlotið náð fyrir augum Óskarsakademíunnar. 1. mars 2017 09:00 Jimmy Kimmel lét Trump heyra það í opnunarræðu Óskarsins Þakkaði meðal annars forsetanum fyrir þegar hann spurði viðstadda hvort þeir myndu eftir því að í fyrra hefðu Óskarsverðlaunin verið talin lituð af kynþáttahatri. 27. febrúar 2017 07:41 Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Umdeildur Óskarsverðlaunahafi sakaður um kynferðislega áreitni gegn samstarfskonum Leikarinn Casey Affleck hlaut á sunnudaginn Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir frammistöðu sína í myndinni Manchester by the Sea eftir Kenneth Lonergan. Það er hins vegar langt frá því óumdeilt að Affleck skuli hafi hlotið náð fyrir augum Óskarsakademíunnar. 1. mars 2017 09:00
Jimmy Kimmel lét Trump heyra það í opnunarræðu Óskarsins Þakkaði meðal annars forsetanum fyrir þegar hann spurði viðstadda hvort þeir myndu eftir því að í fyrra hefðu Óskarsverðlaunin verið talin lituð af kynþáttahatri. 27. febrúar 2017 07:41
Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16