Tilraun skilar metveiði á laxi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. júlí 2017 06:00 Þjórsá er straumþung og jökullituð og lítur við fyrstu sýn ekki út sem vænleg til laxveiða þar sem hún streymir niður Urriðafoss. vísir/anton „Þetta er að ganga svona svakalega vel,“ segir Einar Haraldsson, stórbóndi á Urriðafossi, þar sem tilraun með stangveiði á laxi hefur staðið í sumar. Lax hefur til þessa verið veiddur í net af Urriðafossbændum. Straumþung og jökullituð Þjórsáin hefur ekki þótt árennileg til stangveiða, hvað þá Urriðafoss sjálfur. Margir hafa þó spreytt sig segir Einar.Einar Haraldsson heldur enn sem komið áfram laxveiðum í net neðan við Urriðafoss. Myndin er tekin 2013.vísir/gva„Allir sem reyndu þetta þar til fyrir þremur árum síðan voru einfaldlega taldir skrítnir. Það þýddi ekki neitt og það fékk aldrei neinn fisk,“ segir Einar. „En svo verður einhver breyting; meiri laxagengd eða einhver breyting á ánni, veðurfari eða einhverju slíku þannig að þetta verður hægt – og gengur bara bullandi vel.“ Að sögn Einars er laxinn aðallega veiddur á maðk. „En svo hafa þeir meira að segja verið að fá hann á flugu, eiginlega í fossinum sjálfum og aðeins fyrir ofan foss líka.“ Einar segir að fyrir þremur árum hafi einn og einn maður byrjað að veiða fisk við Urriðafoss. „Ég var alltaf að leyfa mönnum að veiða af því að ég taldi vonlaust að þeir gætu veitt nokkuð. Svo í fyrra þá bara veiddist heilmikið,“ segir hann. Þá hafi Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters sóst eftir að leigja svæðið. Bæði Einar sjálfur og aðrir er verulega ánægðir með hvernig til hefur tekist. Komnir séu 365 laxar á þær tvær stangir sem veitt hafi verið á frá 1. júní og enn sé mikið eftir af veiðitímabilinu. Aðeins hafa veiðst fleiri laxar í Þverá-Kjarrá þar sem komnir eru 408 laxar á 14 stangir og í Norðurá þar sem veiðin er 391 lax á tólf stangir. Veiðin á hverja stöng er því fimm- til sexfalt meiri á Urriðafossi heldur en í áðurnefndum borgfirskum stórám. „Það eru allir glimrandi ánægðir,“ segir Einar sem kveður líklegt, miðað við núverandi gengi, að samningurinn verði framlengdur. „Maður getur ekkert sagt til um hvernig þetta fer og endar en eins og staðan er núna þá eru allar líkur á því að stangaveiðin gefi meiri pening heldur en netaveiðin.“Einar Haraldsson á Urriðafossi.vísir/gvaEinar hefur veitt mikið og vel í net og selt lax í Melabúðina í Reykjavík. Hann kveðst enn sem komið er halda hluta netanna áfram og selja lax. „En þegar svona lagað er uppi í dæminu, að svona tilraunár eru að gefa svona vel, þá gefur það einfaldlega meiri pening heldur en að vera að streða við að veiða laxinn í net,“ segir Einar. Netaveiðin hefur verið fastur þáttur í búskap Einars á Urriðafossi og aðspurður segist hann örugglega eiga eftir að sakna hennar ef hún hverfur. „Þegar maður er búinn að gera þetta í yfir þrjátíu ár og finnst þetta gaman þá hlýtur maður að sakna þess,“ segir hann. Aðsókn ferðamanna að Urriðafossi hefur að sögn Einars tvöfaldast milli ára frá því í fyrra. Laxveiðin veki mikla athygli. „Maður hefur séð hópa standa á bakkanum og horfa á veiðimenn eiga við lax og klappa svo og hrópa þegar þeir landa fiskinum,“ lýsir Einar stemningunni. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt og ákveðin upplifun fyrir ferðamenn líka.“ Uppselt er í laxveiðina í Urriðafossi út júlí. Þar eru seldar tvær stangir saman. En hverjir eru það sem stunda stangveiðar í Urriðafossi? „Allir sem voru nógu fljótir að kaupa sér veiðileyfi,“ svarar Einar bóndi. Birtist í Fréttablaðinu Stangveiði Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Sjá meira
„Þetta er að ganga svona svakalega vel,“ segir Einar Haraldsson, stórbóndi á Urriðafossi, þar sem tilraun með stangveiði á laxi hefur staðið í sumar. Lax hefur til þessa verið veiddur í net af Urriðafossbændum. Straumþung og jökullituð Þjórsáin hefur ekki þótt árennileg til stangveiða, hvað þá Urriðafoss sjálfur. Margir hafa þó spreytt sig segir Einar.Einar Haraldsson heldur enn sem komið áfram laxveiðum í net neðan við Urriðafoss. Myndin er tekin 2013.vísir/gva„Allir sem reyndu þetta þar til fyrir þremur árum síðan voru einfaldlega taldir skrítnir. Það þýddi ekki neitt og það fékk aldrei neinn fisk,“ segir Einar. „En svo verður einhver breyting; meiri laxagengd eða einhver breyting á ánni, veðurfari eða einhverju slíku þannig að þetta verður hægt – og gengur bara bullandi vel.“ Að sögn Einars er laxinn aðallega veiddur á maðk. „En svo hafa þeir meira að segja verið að fá hann á flugu, eiginlega í fossinum sjálfum og aðeins fyrir ofan foss líka.“ Einar segir að fyrir þremur árum hafi einn og einn maður byrjað að veiða fisk við Urriðafoss. „Ég var alltaf að leyfa mönnum að veiða af því að ég taldi vonlaust að þeir gætu veitt nokkuð. Svo í fyrra þá bara veiddist heilmikið,“ segir hann. Þá hafi Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters sóst eftir að leigja svæðið. Bæði Einar sjálfur og aðrir er verulega ánægðir með hvernig til hefur tekist. Komnir séu 365 laxar á þær tvær stangir sem veitt hafi verið á frá 1. júní og enn sé mikið eftir af veiðitímabilinu. Aðeins hafa veiðst fleiri laxar í Þverá-Kjarrá þar sem komnir eru 408 laxar á 14 stangir og í Norðurá þar sem veiðin er 391 lax á tólf stangir. Veiðin á hverja stöng er því fimm- til sexfalt meiri á Urriðafossi heldur en í áðurnefndum borgfirskum stórám. „Það eru allir glimrandi ánægðir,“ segir Einar sem kveður líklegt, miðað við núverandi gengi, að samningurinn verði framlengdur. „Maður getur ekkert sagt til um hvernig þetta fer og endar en eins og staðan er núna þá eru allar líkur á því að stangaveiðin gefi meiri pening heldur en netaveiðin.“Einar Haraldsson á Urriðafossi.vísir/gvaEinar hefur veitt mikið og vel í net og selt lax í Melabúðina í Reykjavík. Hann kveðst enn sem komið er halda hluta netanna áfram og selja lax. „En þegar svona lagað er uppi í dæminu, að svona tilraunár eru að gefa svona vel, þá gefur það einfaldlega meiri pening heldur en að vera að streða við að veiða laxinn í net,“ segir Einar. Netaveiðin hefur verið fastur þáttur í búskap Einars á Urriðafossi og aðspurður segist hann örugglega eiga eftir að sakna hennar ef hún hverfur. „Þegar maður er búinn að gera þetta í yfir þrjátíu ár og finnst þetta gaman þá hlýtur maður að sakna þess,“ segir hann. Aðsókn ferðamanna að Urriðafossi hefur að sögn Einars tvöfaldast milli ára frá því í fyrra. Laxveiðin veki mikla athygli. „Maður hefur séð hópa standa á bakkanum og horfa á veiðimenn eiga við lax og klappa svo og hrópa þegar þeir landa fiskinum,“ lýsir Einar stemningunni. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt og ákveðin upplifun fyrir ferðamenn líka.“ Uppselt er í laxveiðina í Urriðafossi út júlí. Þar eru seldar tvær stangir saman. En hverjir eru það sem stunda stangveiðar í Urriðafossi? „Allir sem voru nógu fljótir að kaupa sér veiðileyfi,“ svarar Einar bóndi.
Birtist í Fréttablaðinu Stangveiði Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Sjá meira